Læknaneminn - 01.04.2020, Blaðsíða 62

Læknaneminn - 01.04.2020, Blaðsíða 62
Fr óð le ik ur 6 2 Helga Líf Káradóttir Fimmta árs læknanemi 2019-2020 Ásgeir Guðnason Sérfræðingur í bæklunarlækningum á Landspítala Inngangur Kólumbíska söngkonan Shakira virðist hafa hitt beint í mark er hún samdi textann við lagið „Hips don‘t lie“ því rannsóknir hafa sýnt fram á það að klínískt mat geti verið 98% áreiðanlegt við það að meta vandamál í mjaðmarlið.1 Verkur í mjöðm er algengt vandamál í heilbrigðiskerfinu og er tíðni mjaðmaverkja hjá einstaklingum yfir 60 ára um 12-15%. Vandamálið er enn algengara hjá ungum einstaklingum sem stunda íþróttir en hjá þeim er tíðnin allt að 30-40%.2, 3 Líklegt er að rekast á sjúkling með verk í mjöðm t.d. á heilsugæslu eða bráðamóttöku og því er góð rútínumjaðmarskoðun eitthvað sem allir læknar ættu að kunna. Algengir sjúkdómar í mjöðm Slitgigt í mjöðm Slitgigt er algengasti sjúkdómurinn í liðum og þar er mjaðmarliðurinn engin undantekning. Bandarískar rannsóknir hafa sýnt fram á að ævi áhætta slitgigtar í mjöðm sé 19% fyrir karla og 29% fyrir konur.4 Hérlendis eru gerðar um 400 mjaðmarliðskiptaaðgerðir á Landspítalanum á ári hverju. Í slitgigt verður eyðing á brjóski sem veldur lækkun á lið bili, bólgu og lið verkjum. Ein kenni eru gjarnan verkir í nára, rasskinn, ef til vill framan á læri og niður á innan vert hné. Þess ber þó að geta að í byrjun eru verkirnir oft óljósir og stundum á sjúklingur erfitt með að stað- setja þá. Verkirnir eru einkum við hreyfi ngu. Sjúklingur finnur oft fyrir helti sem gjarnan er verst eftir áreynslu. Almenn hreyfi hindrun er algeng og gott getur verið að spyrja sjúk- linginn hvernig gangi að fara í sokka eða skó. Við skoðun er að finna verki og hreyfihindrun við innsnúning í mjöðm og vöðvarýrnun á lærvöðvum, sérstaklega á miðlægum víðfaðma vöðva (vastus medialis). Lærhnútu verkjaheilkenni (trochanter pain syndrome) Heilkennið orsakast í flestum tilfellum af sina festu meini í minnsta- og miðþjóvöðva (gluteus minimus and medius) en í sumum til- fellum er einnig bólga í hálabelgjum svæðisins. Einkenni eru verkur yfir stærri lærhnútu (trochanter major). Það sem framkallar verkinn er m.a það að liggja á tiltekinni hlið, að kross- leggja fætur, ganga stiga og standa upp úr stól. Við skoðun eru eymsli við þreifingu yfir stærri lærhnútu. Muna verður að þetta ástand kemur oft sem fylgifiskur stærra vandamáls þ.e.a.s. slitgigtar í mjöðm. Lærleggs og augnkarls þrengsl (femoroacetabular impingement, FAI) Þetta er fyrirbæri sem var lýst fyrst af Svisslendingnum Ganz árið 1999 og ein- kennist af óeðlilegu sambandi milli nærhluta lær leggs og augnkarls (acetabulum).5 Við ákveðið álag myndast ofvöxtur á augnkarls- bryggjunni (acetabular labrum) sem veldur því að beinnabbi myndast á lærleggs hálsinum. Brjósk skemmdir og/eða bollabryggju- skemmdir geta orðið vegna þessa óeðlilega sam bands. Einkenni eru oft verkur í nára sem versnar við langar setur. Einnig sést oft skerðing á beygju og/eða innsnúningi. Brjósk- skemmdirnar geta í ítrustu tilvikum valdið hálfgerðum læsingum í mjöðm. FAI má gjarnan sjá hjá ungum einstaklingum og enn frekar hjá ungum íþróttaiðkendum. Lífbeinsbólga (osteitis pubis) Lífbeinsbólga er bólgusjúkdómur sem verður í klyftar sambryskjunni (symphysis pubis). Einkenni eru verkir í aðdráttar- vöðvum mjaðmarinnar eða verkir í klyftar- sambryskjunni sem leiða út í nára eða spöng. Upphaflega eru verkirnir helst á morgnana og í kjölfar hreyfingar en við versnandi ástand verða einnig einkenni við hreyfingu. Lífbeinsbólga er algengust hjá íþróttafólki eins og langhlaupurum en getur einnig orðið í kjölfar álags t.d. eftir áverka eða meðgöngu. Annar sjúklingahópur sem getur þjáðst af þessu eru sjúklingar sem eru gjarnir að fá festumein eins og sjúklingar með hryggikt. Mjaðmabrot Hér er átt við brot sem eru gjarnan kölluð „collum brot“ en þau skiptast í lærleggshálsbrot (cervical fracture), lærhnútubrot (trochanteric fracture) og brot neðan lærhnútu (sub- trochanteric fracture). Slík brot verða gjarnan við lágorkuáverka hjá öldruðum einstak- lingum t.d. við byltu eða háorkuáverka hjá yngri einstaklingum. Helstu einkenni eru verkur í nára við snúning um mjöðm. Við skoðun er dæmigert að sjá styttingu og út- snúning á ganglim ef brotið er tilfært. Mjaðmarliðssýking (hip septic arthritis) Ástand þar sem bakteríusýking verður í mjaðmarliðnum. Einkenni svipa til slitgigtar en þeim fylgja almenn veikindi með hita, hrolli og slappleika. Við skoðun er hiti, roði og bólga yfir liðnum. Einkennandi staða er oft að sjúklingur haldi mjöðminni aðeins beygðri og útsnúinni því þá slaknar mest á liðpokanum. Allar hreyfingar um mjaðmarliðinn eru sársaukafullar og takmarkaðar. Sjúklingarnir eru gjarnan aldraðir og fjölveikir eða ung börn. Líffærafræði Þegar skoða á mjöðm þarf að hafa líffæra- fræðina á hreinu. Mjaðmagrindin er saman- sett úr tveimur mjaðma beinum (coxal bone), spjald beini (sacral bone) og rófubeininu (coccyx). Mjaðmabeinin er samsett úr mjaðmaspaða (iliac bone) að ofan, setbeini (ischial bone) að aftan og neðan og lífbeini (pubic bone) að framan. Þessi bein tengjast saman í augnkarlinum (acetabulum) og eru þau tengd saman með brjóski hjá börnum sem beingerist um 16-18 ára aldur. Þeir liðir sem tilheyra mjaðmagrindinni eru lenda- og spjaldliðirnir (lumbosacral joint) sem tengja lendhrygg við spjaldliðinn og spjaldmjaðmarbeinsliðirnir (sacroiliac joint, SI joint) sem eru hálaliðir sem flytja krafta frá neðri útlimum upp í hrygg en SI liðirnir beingerast oft með aldrinum. Einnig er klyftarsambryskja (pubis symphysis) sem tengir saman lífbein mjaðmabeinanna tveggja. Mjaðmar liðurinn sjálfur sem er áherslu atriði þessarar greinar er kúlu liður sem tengir lærleggs höfuðið við augnkarlinn og tengir þannig búk inn við ganglimina.6 Mjaðmarskoðun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.