Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.2020, Qupperneq 63

Læknaneminn - 01.04.2020, Qupperneq 63
R itr ýn t ef ni Fr óð le ik ur 6 3 Saga Komuástæða og fyrra heilsufar Sögutaka er skimunartæki sem aðstoðar okkur við það að beina skoðun í rétta átt. Eins og í annarri læknisfræði er mikilvægt að taka góða sögu þar sem fyrst og fremst er kafað í núverandi vandamál s.s. upphaf og þróun einkenna, meðferð fram að þessu, áverkasögu sem og almennar upplýsingar um sjúkling t.d. aldur, kyn, heilsufarssögu og fjölskyldusögu. Með fjölskyldusögu er sérstaklega átt við fjölskyldusögu um gigtsjúkdóma og aðgerðir á liðum. Varðandi fyrra heilsufar skal leggja áherslu á barnasjúkdóma í mjöðm, þetta vita sjúklingarnir kannski ekki alltaf en muna gjarnan eftir tímabili í æsku þar sem þeir lágu inni á spítala og voru með gips eða spelku á mjöðminni eða fóru í aðgerð. Verkjasaga Í verkjasögu er mikilvægt að spyrja um ein- kenni, alvarleika og staðsetningu. Hvort verkurinn sé í nára eða utan á mjöðminni því verkur í nára, innverðu læri eða mögulega hné er ein kennandi fyrir meinsemd í mjaðmar- liðnum sjálfum (sjá töflu 1). Gott er að óska eftir því að sjúklingur bendi á verkinn með einum fingri en það getur gefið vísbendingu um hvort meinsemdin sé í mjaðmarliðnum eða annarstaðar (sjá töflu 2). Hinsvegar er því miður algengt að verkurinn sé dreifður, sérstaklega ef um langvarandi ástand er að ræða og því á sjúklingurinn oft erfitt með að staðsetja verkinn nákvæmlega.7 Áhrif á daglegt líf Enn eitt sem mikilvægt er að meta eru áhrif einkennana á daglegt líf sjúklings og þar er félagssaga mikilvæg. Þá skal fara yfir þætti eins og atvinnu, tómstundir, íþróttaiðkun og hver lífsgæði sjúklings eru með og án núverandi einkenna. Síðast en ekki síst er mikilvægt að hlusta á áhyggjur sjúklings og spyrjast fyrir um væntingar hans varðandi meðferð en það er mikilvægur liður í að mynda gott meðferðarsamband. Skoðun Varðandi mjaðmarskoðun hafa fleygu orðin „more is missed by not looking than by not knowing“8 verið látin falla og gefa þau til kynna mikilvægi þess að skoða sjúklinginn gaum gæfi lega. Ekki má gleyma því að verkur í mjöðm getur verið svo kallaður staðvillu- verkur (referred pain) þar sem mein semdina er að finna í lend hrygg, spjaldbeini, kvið eða grindar botni og því getur átt við að gera bak skoðun, kvið skoðun eða jafnvel skoðun á grindar botni og æxlunar færum sem ekki verður tíundað í þessari grein. Staðvillu verkur verkar þó einnig í hina áttina og verður að muna að verkur í innan verðu hné getur komið frá mjöðminni. Við skoðun er mikilvægt að hafa ákveðna rútínu. Þannig má koma í veg fyrir að einstaka þættir skoðunar gleymist og að við missum af einkennum sem skipta máli við greiningu. Hinn hefðbundni sjúk lingur hefur tvo mjaðmarliði og því getur saman- burður á hliðum gefið verðmætar upplýsingar. Horfa Mikilvægar upplýsingar fást við það að fylgjast vel með sjúklingi þegar hann gengur inn á skoðunarstofuna, sest niður í stól, klæðir sig úr skóm, sokkum og buxum og þegar hann kemur sér fyrir á skoðunarbekk. Við þessa athöfn er gott að taka sérstaklega eftir því hvort sjúklingur hlífi öðrum ganglimi eða bæti upp fyrir vanhæfni eins ganglims með hinum. Þegar sjúklingur stendur fyrir framan þig er gott að glöggva sig á því hvort sjá megi roða, mar, fyrirferðir eða ósamhverfu þ.e. hvort önnur hliðin sé áberandi rýr (t.d. rass vöðvinn) en það má einnig meta nánar með því að mæla ummál læra með málbandi. Gagnlegt getur verið að sjá hvort efri og fremri mjaðmabeinsnibba (SIAS) sé í sömu hæð í standandi stöðu. Ef svo er ekki bendir það til halla á mjaðmagrindinni (pelvic obliquity), sem skýrist oft af hryggskekkju eða vöðvastífleika í kringum mjöðm, þá sérstaklega við beygju eða aðfærslu. Einnig er gagnlegt að meta stöðu hryggsins m.a. hvort sjúklingur hefur litla eða mikla lendfettu (lordosis). Auk þess skal meta stöðu ganglima þ.e. hvort hnéskelin vísi inn en það getur bent til framsnúnings (anteversion) á lærlegg þ.e. að lærlegshálsinn sé óvenju framstæður í augnkarlinum. Þreifa Eftir að hafa horft gaumgæfilega tekur þreifingin við. Í mjaðmarskoðun er gott að þreifa að framan a.m.k. þá 7 punkta sem sjást á mynd 2 sem og efri aftari mjaðmabeinsnibbu aftan til. • Mjaðmabeinskambur (crista iliaca) • Efri fremri mjaðmabeinsnibba (spina iliaca anterior superior, SIAS) • Náraliðband (inguinal ligament) • Lærisslagæð (femoral artery) • Klyftarsambryskja (pubic symphysis) • Efri klyftabeinsálma (ramus superior) út til hliðar frá klyftarsambryskjunni • Stærri lærhnúta (trochanter major) • AFTAN - Efri aftari mjaðmabeinsnibba (spina iliaca posterior superior, SIPS) Spjaldbein Rófubein Mjaðmaspaði Setbein Lífbein Mjaðmabein Mynd 1: Líffærafræði mjaðmagrindarinnar Tafla I. Atriði sem tengjast meinsemd í mjaðmarlið Þættir sem benda til meinsemdar í mjaðmarlið1 Einkenni versna við hreyfingu Verkur í nára við að breyta um stefnu t.d. að snúa sér við Óþægindi í sitjandi stöðu, sérstaklega við mjaðmabeygju Verkir í nára við það að standa upp úr sitjandi stöðu Erfiðleikar við að ganga upp og niður stiga Einkenni við það að fara inn eða út úr bíl Sársauki í nára við samfarir Erfiðleikar við að klæða sig í og úr skóm og sokkum Tafla II. Tengsl staðsetningar og uppruna verks Staðsetning verks Staðsetning meinsemdar Nári Mjaðmarliður Rasskinnar og aftan stærri lærhnútu Utan mjaðmarliðs Framan á læri Lærleggur, taugaklemmur Innanvert hné Hnéliður, mjaðmarliður, bak
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.