Læknaneminn - 01.04.2020, Blaðsíða 52

Læknaneminn - 01.04.2020, Blaðsíða 52
Fr óð le ik ur 5 2 Arna Kristín Andrésdóttir Fimmta árs læknanemi 2019-2020 Hjálmar Ragnar Agnarsson Sérnámslæknir í lyflækningum Helga Margrét Skúladóttir Lyf- og hjartalæknir Lífeðlisfræði Hjartafrumur hafa neikvæða spennu uppá 90 mV yfir frumuhimnuna sem er viðhaldið með ATP-drifnum jónapumpum. Þetta gefur rafhallanda fyrir jákvætt hlaðnar jónir eins og natríum og kalsíum. Gangráðsfrumur hjartans (sinus- og AV-hnútur) hafa eiginleika sem kallaður er sjálfvirkni (automaticity). Það veldur því að kalsíumjónir leita sjálfkrafa inn í frumuna sem lækka neikvæðu spennuna sem er til staðar yfir himnuna. Við ákveðið þröskuldsgildi afskautast (depolarisation) fruman skyndilega og spennan verður jákvæð (30 mV). Afskautunin veldur svo afskautun í nálægum frumum og þannig ferðast bylgja afskautunar í gegnum hjartað og gefur okkur útslag á hjartalínuriti. Ferlið er flókið en natríumjónir og natríumgöng eru í lykilhlutverki við hraða afskautun annarra hjartavöðvafrumna enda er þéttni natríumjóna há í blóði og utanfrumuvökva og því mikill styrkhallandi sem gefur hraða leiðni (grannan QRS komplex). Kalíum hefur hins vegar styrkhallanda út úr frumunni enda er þéttni kalíum í utanfrumuvökva og blóði lág og kalíumjónir og kalíumgöng eru því í aðalhlutverki í endurskautun hjartans sem tekur lengri tíma en afskautunin. Leiðslukerfið Sinus­hnútur Þar er sjálfvirkni hjartafrumna hröðust (60- 70 slög/mín) og því ræður sinus-hnúturinn hjartslættinum þannig hjartað er í sinus takti. Sinus-hnúturinn er undir áhrifum frá: • Hjásemjuhluta (parasympathetic) sem hægir á hjartslættinum í gegnum flakktaug (vagus). • Drifkerfishluta (sympathetic) sem hraðar á hjartslættinum og eykur samdrátt hjartans. AV­hnútur Ef sinus-hnúturinn bilar þá tekur við annar og hægari fókus. Sjálfvirkni í AV-hnút er 45 slög/mín en 30 slög/mín í sleglum. His­búnt (bundle of His) Vinstri og hægri greinar (bundle branches) Hægri grein leiðir í hægri slegil. Vinstri grein skiptist í framanverða og aftanverða grein og leiðir í vinstri slegil Purkinje­þræðir EKG 101 Mikilvægt er að allir klínískir læknar hafi grunnþekkingu í að lesa hjartalínurit til að geta greint yfirvofandi hættu sem krefst skjótra viðbragða. Því ákváðum við í ritstjórn Læknanemans að útbúa leiðbeiningar um úrlestur hjartalínurits fyrir lækna nema. Við fengum til liðs við okkur Hjálmar Ragnar Agnarsson, deildar lækni á lyflækningasviði, og Helgu Margréti Skúladóttur, hjartalækni, en þau hafa bæði mikinn áhuga á að kenna læknanemum. Áður en þið byrjið að fara yfir þessar leiðbeiningar er smá inn gangur því það er mikilvægt að skilja lífeðlisfræðina á bak við breytingarnar á riti því þá þarf maður ekki að læra neitt utan að. Mynd 1. Einn lítill kassi = 0,04 sek (40 msek) og 0,1 mV og einn stór kassi = 0,2 sek (200 msek) og 0,5 mV Mynd 2. Leiðslukerfið Millivolt Sveiflu­ hæð: 0,5 mV 0,2 sek 0,2 sek1 sekúnda Sveiflu­ hæð: 1 mV Sekúndur His­búnt AV­hnútur Sinus­hnútur Hægri grein Vinstri grein Purkinje þræðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.