Læknaneminn - 01.04.2020, Blaðsíða 52
Fr
óð
le
ik
ur
5
2
Arna Kristín Andrésdóttir
Fimmta árs læknanemi 2019-2020
Hjálmar Ragnar Agnarsson
Sérnámslæknir í lyflækningum
Helga Margrét Skúladóttir
Lyf- og hjartalæknir
Lífeðlisfræði
Hjartafrumur hafa neikvæða spennu uppá
90 mV yfir frumuhimnuna sem er viðhaldið
með ATP-drifnum jónapumpum. Þetta gefur
rafhallanda fyrir jákvætt hlaðnar jónir eins og
natríum og kalsíum. Gangráðsfrumur hjartans
(sinus- og AV-hnútur) hafa eiginleika sem
kallaður er sjálfvirkni (automaticity). Það
veldur því að kalsíumjónir leita sjálfkrafa inn
í frumuna sem lækka neikvæðu spennuna
sem er til staðar yfir himnuna. Við ákveðið
þröskuldsgildi afskautast (depolarisation)
fruman skyndilega og spennan verður
jákvæð (30 mV). Afskautunin veldur svo
afskautun í nálægum frumum og þannig
ferðast bylgja afskautunar í gegnum hjartað
og gefur okkur útslag á hjartalínuriti. Ferlið
er flókið en natríumjónir og natríumgöng
eru í lykilhlutverki við hraða afskautun
annarra hjartavöðvafrumna enda er þéttni
natríumjóna há í blóði og utanfrumuvökva
og því mikill styrkhallandi sem gefur hraða
leiðni (grannan QRS komplex). Kalíum hefur
hins vegar styrkhallanda út úr frumunni enda
er þéttni kalíum í utanfrumuvökva og blóði
lág og kalíumjónir og kalíumgöng eru því í
aðalhlutverki í endurskautun hjartans sem
tekur lengri tíma en afskautunin.
Leiðslukerfið
Sinushnútur
Þar er sjálfvirkni hjartafrumna hröðust (60-
70 slög/mín) og því ræður sinus-hnúturinn
hjartslættinum þannig hjartað er í sinus takti.
Sinus-hnúturinn er undir áhrifum frá:
• Hjásemjuhluta (parasympathetic)
sem hægir á hjartslættinum í gegnum
flakktaug (vagus).
• Drifkerfishluta (sympathetic) sem
hraðar á hjartslættinum og eykur
samdrátt hjartans.
AVhnútur
Ef sinus-hnúturinn bilar þá tekur við annar
og hægari fókus. Sjálfvirkni í AV-hnút er 45
slög/mín en 30 slög/mín í sleglum.
Hisbúnt (bundle of His)
Vinstri og hægri greinar (bundle
branches)
Hægri grein leiðir í hægri slegil. Vinstri grein
skiptist í framanverða og aftanverða grein og
leiðir í vinstri slegil
Purkinjeþræðir
EKG 101
Mikilvægt er að allir klínískir læknar hafi grunnþekkingu í að lesa hjartalínurit til að geta greint
yfirvofandi hættu sem krefst skjótra viðbragða. Því ákváðum við í ritstjórn Læknanemans að útbúa
leiðbeiningar um úrlestur hjartalínurits fyrir lækna nema. Við fengum til liðs við okkur Hjálmar Ragnar
Agnarsson, deildar lækni á lyflækningasviði, og Helgu Margréti Skúladóttur, hjartalækni, en þau hafa
bæði mikinn áhuga á að kenna læknanemum.
Áður en þið byrjið að fara yfir þessar leiðbeiningar er smá inn gangur því það er mikilvægt að skilja
lífeðlisfræðina á bak við breytingarnar á riti því þá þarf maður ekki að læra neitt utan að.
Mynd 1. Einn lítill kassi = 0,04 sek (40 msek) og 0,1 mV og einn stór kassi = 0,2 sek (200 msek) og 0,5 mV
Mynd 2. Leiðslukerfið
Millivolt
Sveiflu
hæð:
0,5 mV
0,2 sek 0,2 sek1 sekúnda
Sveiflu
hæð:
1 mV
Sekúndur
Hisbúnt
AVhnútur
Sinushnútur
Hægri grein
Vinstri grein
Purkinje þræðir