Læknaneminn - 01.04.2020, Blaðsíða 10

Læknaneminn - 01.04.2020, Blaðsíða 10
10 Á vö rp o g an ná la r 10 Sumarið 2019 hófst undir - búningur fyrir 20. starfs ár Ástráðs. Sett voru mark- mið nýrrar stjórnar og undir búningur fyrir fræðslu annars árs nema hafinn. Í byrjun haustannar var Ástráðs vikan haldin í sam - starfi við Læknadeild Háskóla Íslands. Í þeirri viku fengu verðandi fræðarar fræðslu frá hinum ýmsu fag aðilum um málefni sem varða kyn heilbrigði. Ástráðsvikunni lauk svo með fræðslu ferð út á land. Aðalverkefni Ástráðs er að fræða alla fyrsta árs nema í framhaldsskólum um kynheilbrigði. Yfir starfsárið héldu annars árs læknanemar yfir 160 fyrirlestra í framhaldsskólum landsins. Auk þess fluttu þriðja árs lækna- nemar 16 fyrirlestra í grunnskólum og félagsmiðstöðvum. Yfir starfsárið var stefnt að því að hafa tvö fræðslu- og skemmtikvöld fyrir lækna- nema sem bera nafnið KYNHVÖT. KYN - HVÖT 1 var haldin í heimahúsi og fengum við BDSM Ísland til þess að vera með fræðslu um BDSM-hneigð og starfsemi félagsins. Þetta heppnaðist mjög vel og var fyrirlesturinn gríðarlega fræðandi og skemmtilegur. Þegar þetta er skrifað er óljóst hvernig mun fara með KYNHVÖT 2 vegna COVID-19 faraldursins. Eitt af markmiðum stjórnar þessa árs var að efla alþjóðasamstarf. Í mars tók Ástráður þátt í March Meeting alþjóðlegra samtaka læknanema, IFMSA, í Rúanda. Einnig var stefnt að þátttöku á ráðstefnu The Northern European Conference on Sexuality Education Projects (NECSE) í Þýskalandi í apríl en henni var frestað vegna COVID-19. Almennur félagsfundur var haldinn í október þar sem þörf var á að koma mikilvægum lagabreytingum í gegn. Nýtt útlit á fyrirlestri Ástráðs var kynntur á fundinum en Hera Björg, meðstjórnandi á 3. ári, hafði unnið hörðum höndum yfir sumarið við að breyta útlitinu og erum við hæstánægð með útkomuna. Við fengum teiknarann Öldu Lilju til að gera myndir fyrir fyrirlesturinn og einnig fyrir Instagramsíðu Ástráðs. Á þessu starfsári hefur gengið mjög vel með Instagramsíðu Ástráðs en nú í lok starfsársins eru fylgjendur fleiri en þúsund manns. Á vorönn hófum við vikulega fræðslu á Instagram sem öll stjórnin hefur tekið þátt í. Framundan eru mörg spennandi og krefjandi verkefni. RÚV núll stendur fyrir hlaðvarps- þáttum um kynlíf og mun Ástráður aðstoða um sjónarmenn þáttarins við að svara heilbrigðis tengdum spurningum. Einnig á Ást ráður stórafmæli í ár en í maí 2020 hefur Ást ráður starfað í heil 20 ár. Stefnt er á að halda upp á það í sumar. Við í stjórn Ástráðs þökkum kærlega fyrir okkur og óskum næstu stjórn góðs gengis á nýju starfsári. Síðast en ekki síst viljum við þakka öllum sem hafa komið að starfsemi Ástráðs í ár - án ykkar væri félagið ekkert! Ástráður Snædís Inga Rúnarsdóttir Formaður Ástráðs 2019-2020 Kristín Hulda Gísladóttir Formaður Hugrúnar 2019-2020 Hugrún er geðfræðslufélag háskólanema sem hefur það að markmiði að fræða ungt fólk um geðheilsu, geðraskanir og úrræði í geð- heilbrigðiskerfinu. Stærsta verkefni Hug rúnar ár hvert er að ferðast um Ísland og halda fyrir- lestra í framhaldsskólum um geðheilsu og skyld málefni, endurgjaldslaust. Í ár tóku 112 háskólanemar úr HÍ, HR og HA þátt í starfsemi félagsins sem fræðarar í sjálfboðaliða starfi. Félagið heimsótti langflesta framhaldsskóla landsins áður en skólastarf var fellt niður sökum COVID-19 faraldursins. Þá hélt félagið einnig fyrirlestra í nokkrum félagsmiðstöðvum og fyrir alla 9. bekki í Hafnarfirði. Líkt og fyrri ár hlaut félagið mikinn meðbyr frá nemendum, kennurum og skólastjórnendum. Í byrjun starfsárs var ákveðið að uppfæra vef- síðu félagsins til að auka aðgengi almennings að geðfræðslu (gedfraedsla.is). Síðan var opnuð í apríl 2020 með bættum upplýsingum, fleiri tungumálum og leiðbeiningum fyrir foreldra um hvernig ræða megi geðheilsu heima fyrir. Samhliða opnun fór félagið í öflugt kynningarstarf til þess að vekja athygli á síðunni. Heims óknum á síðuna hefur fjölgað gífurlega í kjölfarið og von er til þess að vef síðan muni auka vitneskju ungs fólks um geð heilbrigðis mál, bæta aðgengi aðfluttra Íslendinga að upplýsingum og auka umræðu í samfélaginu og inni á heimilum. Sumarið 2019 stóð Hugrún fyrir árlegu fjáröflunar bingói og hefur aldrei safnast jafn há fjárhæð! Þá stóð félagið fyrir opnum fræðslukvöldum í Háskóla Íslands haustið 2019 þar sem fram komu fagaðilar og einstaklingar með reynslusögur. Félagið hélt þrjá þjálfunardaga þar sem fræðurum var kennt að flytja fyrirlestur félagsins. Í nóvember 2019 stóð Hugrún fyrir viðburðinum „Andleg heilsa á tímum loftslagsbreytinga“ ásamt Ungum umhverfissinnum, þar sem viðfangs- efnið var áhrif loftslagsbreytinga á andlega heilsu. Félagið hélt áfram að auka virkni sína á samfélagsmiðlum og nýta Instagram sem vettvang til að deila góðum ráðum fyrir geðheilsuna. Mikilvægi þess að ungt fólk fái fræðslu um geðheilsu er gífurlegt og þeir háskólanemar sem taka þátt í starfsemi Hugrúnar eiga mikið hrós skilið fyrir þá samfélagslegu ábyrgð sem þeir sýna með því að sinna fræðslu sem ætti að vera á ábyrgð stjórnvalda að tryggja. Þökk sé óeigingjörnu starfi þeirra mun félagið halda áfram að dafna, auka umsvif sín og stuðla að bættri geðheilsu íslenskra ungmenna. Geðfræðslufélags háskólanema Annáll Hugrúnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.