Læknaneminn - 01.04.2020, Blaðsíða 46

Læknaneminn - 01.04.2020, Blaðsíða 46
R itr ýn t e fn i 4 6 implantation) samhliða brottnámi völundar- húss ef um afgerandi tvíhliða heyrnar- skerðingu er að ræða.43 Andarmígreni (vestibular migraine) Andarmígreni er ein af algengustu röskunum jafnvægiskerfisins og hrjáir allt að 1% almennings. Sjúkdómurinn felur í sér köst af einkennum frá jafnvægiskerfinu ásamt einkennum mígrenis. Önnur einkenni sem geta fylgt eru skammvinn heyrnareinkenni, ógleði, uppköst, örmögnun og næmi fyrir ferðaveiki.51 Köstin geta varað frá nokkrum sekúndum til nokkurra daga. Einkenni frá jafnvægiskerfi geta komið á sama tíma og mígrenishöfuðverkur. Andarmígreni getur einnig verið framkallað af sömu kveikjum og mígreni, svo sem tíðablæðingum, svefnóreglu, andlegu og líkamlegu álagi og fleiru.52 Ákveðin einkenni völundarsvima, það er heyrnartap, eyrnasuð og þrýstingur í eyra, geta fylgt andarmígreni. Einnig geta einkenni mígrenis komið fram í köstum völundarsvima, og því getur verið erfitt að greina á milli andarmígrenis og völundarsvima. Ef greiningarskilmerki völundarsvima eru uppfyllt, sérstaklega heyrnarleysi með heyrnarmælingu, þá skal einstaklingurinn greindur með þann sjúkdóm.51 Meinmyndun andarmígrenis er ekki að fullu þekkt en er líklega að einhverju leyti tengd mein myndun völundarsvima.53 Sjúkdóm urinn er álitinn undirtegund af höfuðverkja mígreni með birtingarmynd röskunar í jafnvægis- kerfinu. Þetta er talið gerast vegna þátta í heilanum sem jafnvægis kerfið á sam eiginlegt með ferlum sem taldir eru koma við sögu í meinmyndun höfuðverkja mígrenis.52 Rann- sóknir þar sem notast er við segulómmyndir af höfði hafa skoðað virkni sameiginlegra jafnvægis- og sársaukaboðferla frá heilastofni til svæða í heilaberki. Fyrri rannsóknir höfðu þegar sýnt fram á aukna virkni í stúku sjúklinga með andarmígreni á meðan jafnvægis kerfi þeirra var áreitt. Ein kenning segir að meinmyndun andarmígrenis stafi af vanmótun stúku- og barkarsvæða heilans. Þau svæði sinna úrvinnslu á bæði sársaukaboðum og boðum frá jafnvægiskerfi.54 Árið 2012 voru gefin út greiningarskilmerki til notkunar við greiningu sjúkdómsins (tafla II), en fyrir þann tíma hafði vantað alþjóðlega viðurkennda skilgreiningu.51 Ekki eru til nein klínísk próf til greiningar andarmígrenis. Líkamsskoðun er yfirleitt eðlileg á milli kasta en það sem getur sést í sjúkdómskasti er sjálfsprottið, höfuðhristings- (headshaking) og stöðubundið (positional) augntin sem sést með Frenzel gleraugum eða augntins hreyfimynda ritun. Augntinið getur sam ræmst annað hvort miðlægum eða útlægum orsökum.55 Það er þó ekki nógu sértækt teikn til þess að vera hluti af greiningar skilmerkjum.51 Meðferðarmöguleikar í boði fyrir sjúklinga með andarmígreni eru forvörn gegn kveikjum, lyfjameðferð, sjúkraþjálfun og með höndlun fylgi kvilla. Ekki eru til gagn reyndar niður- stöður rannsókna sem styðja ákveðna meðferð. Byggir meðferðin því á reynslu meðferðar aðila og hefbundinni meðferð við mígrenis höfuðverk. Fyrsta skref í með ferð skal alltaf vera að forðast kveikjur. Næsta skref er lyfjameðferð, annað hvort fyrir- byggjandi eða einkennameðferð. Sömu lyf eru notuð í fyrirbyggjandi tilgangi eins og í mígrenishöfuðverk. Það eru beta blokkar, þunglyndislyf (þríhyrningslaga þunglyndislyf eða sértækir serótónín endurupptökuhemlar), kalsíum ganga blokkar, flogaveikilyf og kolsýru anhýdrasa hemlar. Einkennameðferð við svima í andarmígreni er svipuð og notuð er í bráðu andarheilkenni. Rannsóknir hafa sýnt fram á að sjúkraþjálfun hjálpar í meðferð jafnvægis leysis hjá sjúklingum með andarmígreni en hafa skal í huga að það voru ekki slembistýrðar rannsóknir.52 Rof á efri bogagöngum (Superior semicircular canal dehiscence, SSCD) Rof á efri bogagöngum er sjaldgæf orsök svima sem fyrst var lýst af Minor et al. árið 1998.56 Það er heilkenni sem saman stendur af einkennum og teiknum frá jafnvægis kerfi sem koma fram þegar hljóð- eða þrýstings- breytingar verða í miðeyra. Meðal einkenna sem geta komið fram eru svimi, langvinnt jafnvægisleysi og sveiflusýni (oscillopsia) með láréttu snúningsaugntini í sama plani og efri bogagöng. Heyrnareinkenni sem geta komið fram eru meðal annars leiðniheyrnartap,57 sjálfheyrn (autophony), ofnæm heyrn með beinleiðni (bone-conduction hyperacusia) á heyrnarmælingu, púlserandi suð, hljóðfælni og þrýstingstilfinning í eyra.58 Orsök sjúkdómsins er þynning eða algjör eyðing þess hluta gagnaugabeins sem liggur yfir efri bogarás eyrans.57 Þetta op hefur verið kallað þriðji gluggi beinvölundarhússins. Ríkjandi kenning um tilkomu einkenna í heilkenninu segir að við þrýstingsbreytingar í miðeyra verði aukin hreyfing á innanvessa efri bogarásar vegna aukins rýmis í rásinni þegar himna hennar bungar út um opið á beininu. Þá er talið að við þetta verði hreyfing á biðu bogarásarinnar og þar með örvun hárskynfruma í hvolfi hennar.59 Ekki er vitað hver er undirliggjandi orsök rofsins, hvort það sé meðfætt eða áunnið með til dæmis höfuðhöggi. Talið er að blanda þessara þátta geti komið til.57, 58 Grunur vaknar um rof á efri bogagöngum þegar fram kemur saga um bæði heyrnareinkenni og svima sem framkallaður er af háum hljóðum eða þrýstingsbreytingum. Næsta skref er þá að framkvæma heyrnarmælingu. Á henni geta komið fram breytilegar niður- stöður milli sjúklinga. Það sem helst styður greiningu sjúkdómsins er lágtíðni leiðni- heyrnartap ásamt ofnæmri heyrn með bein- leiðni á sama tíma og heyrnarviðbrögð (acoustic reflexes) eru eðlileg. VEMP próf er mjög gagnlegt til skimunar ef grunur vaknar um sjúkdóminn. Með því er hægt að greina Tafla II. Greiningarskilmerki andarmígrenis.51 Andarmígreni • Að minnsta kosti fimm svimaköst af meðal eða miklum styrkleika sem vara í 5 mínútur til 72 klukkustunda. • Núverandi eða fyrri saga um mígreni með eða án áru samkvæmt alþjóðlegri flokkun höfuðverkja (ICHD). • Einn eða fleiri af þáttum mígrenis fylgja að minnsta kosti helmingi andarmígreniskasta: 1. Höfuðverkur með að minnsta kosti tvö af eftirfarandi sérkennum: staðsett á annarri hlið höfuðs, púlserandi, meðal eða mikill sársauki, eykst við líkamsáreynslu. 2. Ljós- eða hljóðfælni. 3. Sýnarflogboði (visual aura). • Ekki betur útskýrð af annarri jafnvægiskerfis – eða ICHD greiningu. Líklegt andarmígreni • Að minnsta kosti fimm svimaköst af meðal- eða miklum styrkleika sem vara í 5 mínútur til 72 klukkustunda. • Aðeins annað af skilmerkjum tvö og þrjú fyrir andarmígreni eru uppfyllt (saga um mígreni eða þættir mígrenis meðan á köstum stendur). • Ekki betur útskýrt af annarri jafnvægiskerfis- eða ICHD greiningu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.