Læknaneminn - 01.04.2020, Page 72
Fr
óð
le
ik
ur
7
2
misserum. Það á alltaf að vera til ein hver
matur en kannski er ekki alltaf til nákvæm-
lega mat urinn sem er á mat seðlinum. Sigrún
og Eygló telja það vera kostinn við sjálfs-
afgreiðslu. Fólki sem er umhugað um matar-
sóun fagnar því að réttur klárist. Það er
kannski einhver menning sem þarf að þróa
hér á Landspítalanum. „Við erum öll í því
átaki í sameiningu því það er gríðarlega mikið
af lífrænu sorpi frá eldhúsinu.“ segja þær.
Var alltaf planið að hafa þetta
þannig að fólk gæti fengið sér
af salatbarnum, kjötréttinn og
grænmetisréttinn?
„Já, eftir þessa könnun árið 2017. Okkur
fannst svo hentugt að fólk gæti fengið sér
smá grænmetisrétt og smá kjötrétt ef það vildi
bæði. Eins að geta fengið sér mikið salat og
svo lítið af aðalréttinum t.d. einn laxabita og
ekki þurft að fá sér kartöflurnar með. Það
er ekki að ástæðulausu að salatið er fremst
í skömmtunarlínunni.“ segja Sigrún og Eygló.
Er allur matur eldaður hér
í húsinu (Hringbraut)?
Framleiðslueiningin er á Hringbraut og eldar
matinn í alla matsalina og fyrir sjúklingana.
Hver matsalur sér svo um að útbúa sinn salat-
bar á staðnum.
Er sjúklingamatseðillinn
sá sami?
Unnið er með sama grunninn. Sjúklinga-
matseðillinn inniheldur náttúrulega mjög
margar tegundir fæðis en eitt af því er valið
í matsalinn. Allir réttir sem boðið er upp
á í matsalnum henta einhverjum týpum af
sjúk lingum. Súpurnar eru hins vegar ekki
á sjúklingamatseðli. Þær eru bara eldaðar
fyrir matsalina og því geta þær verið sterkar.
Þetta var innleitt rétt fyrir breytingarnar
á matsölunum.
Sigrún og Eygló nefna að það sé langtíma-
draumurinn þeirra að geta verið með tvö
eldhús. Þær stefna á að geta aðskilið eldhús
sjúklinga- og starfsfólks þegar farið verður
í Meðferðarkjarnann. Eins og staðan er í dag
er aðeins einn staður fyrir eldun en í nýja
Meðferðarkjarnanum á að vera eldhús sem
fylgir Matartorginu fyrir starfsfólk.
Af hverju voru sódavatnsvélarnar
teknar úr matsölunum á
Hringbraut og Fossvogi?
„Þetta var mikið rætt og okkur fannst þetta
óþarfi. Það eiga allir að geta drukkið vatn.
Sódavatn er til sölu á kaffihúsunum. Hjá
öllum mötuneytunum sem við skoðuðum
fyrir breytingar var ekki kolsýrt vatn í boði.
Kolsýran kostar mjög mikið en þeir matsalir
sem fá ekki svona flotta afgreiðslustöð fá enn
sódavatn í sárabætur.“ segja Sigrún og Eygló
um stóra sódavatnsmálið.
Hvaða matsalir eru næstir
á dagskrá?
Framkvæmdir eru næst fyrirhugaðar á Tungu-
hálsi og BUGL. Síðan við Snorrabraut,
Landakot og Klepp. Það verður allsherjar
yfirhalning á matsalnum á Landakoti svipað
og í sölunum á Hringbraut og Fossvogi.
Viljið þið koma einhverju
sérstöku á framfæri?
„Við viljum biðja starfsfólk að benda sjúk-
lingum og aðstandendum á kaffihúsið en
okkur langar mikið að fá líf á kaffihúsið frá
klukkan tvö til fimm. Einnig viljum við
heyra í fólki ef það hefur ábendingar. Það má
senda okkur tölvupóst og svo erum við með
Workplace síðu sem heitir ELMA. Þar koma
inn tilkynningar og einnig má fólk setja inn
athugasemdir.
Við erum enn í mikilli vöruþróun og eigum
eftir að bæta við vörum á kaffihúsin. Þegar
maður opnar kaffihús með sætabrauði þá gerir
maður sér enga grein fyrir því hvað fólk langar
í. Þannig maður prófar eitthvað og sér hvort
það gangi upp og ef ekki þá prófar maður
eitthvað nýtt. Einnig er planið að bæta við
allskonar hollustu á kaffihúsin á næstunni.
Við innleiddum til dæmis vegan samlokur
fyrir stuttu og það gekk rosalega vel í Fossvogi
en alls ekki á Hringbraut.
Við erum að hverfa frá ríkishugsuninni um
að það eigi allir að vera eins og viljum frekar
þjónusta viðskiptavini á hverjum stað eins
og þeir kjósa. Þetta eru 6500 manns sem við
erum að þjónusta og því ekki hægt að gera ráð
fyrir því að allir vilji það sama. “ segja Sigrún
og Eygló.
Breytingar á HÁMU
í Læknagarði.
Af hverju var ákveðið að breyta HÁMU í Læknagarði?
Ákveðið var að ráðast í breytingar vegna fjölda fyrirspurna frá nemendum
og starfsfólki um að hafa heitan mat, salatbar og almennt betra úrval.
Breytingarnar hófust 2018 og allt var orðið tilbúið haustið 2019.
Hverjar voru breytingarnar?
„Það var nú alveg hellingur!“ segir Hafdís. Opnað var inn í kennslustofu og
búið til meira pláss til að sitja og borða. Einnig var settur upp salatbar og
stækkað afgreiðslurýmið til að geta haft heitan mat. Vöruúrvalið er orðið
miklu betra og kominn hellingur af vegan kostum.
Nú vinna tveir starfsmenn frá 1114. „Það verður að vera þannig þegar það er
heitur matur. Við fáum heita matinn sendan frá HÁMU á Háskólatorgi en
salatbarinn setjum við upp sjálfar.“ segir Hafdís.
Hvernig hefur fólk tekið breytingunum?
„Fólk hefur tekið þessu rosalega vel. Í haust var alveg helmingsaukning á
komum í matsalinn. Ég hef fengið að heyra að fólk sé ánægt með matinn
en það er kominn nýr kokkur í HÁMU. Svo er fólk líka mjög ánægt með
salatbarinn.“ segir Hafdís.
Eitthvað sem þú vilt koma á framfæri við læknanema
(núverandi og fyrrverandi)?
„Það er bara einfalt: Ég elska þá alla upp með tölu og sakna þeirra alltaf þegar
þeir fara. Mér finnst svo ofboðslega gaman þegar þeir koma hingað í heimsókn
þegar þeir geta.“ segir Hafdís.