Læknaneminn - 01.04.2020, Síða 65

Læknaneminn - 01.04.2020, Síða 65
R itr ýn t ef ni Fr óð le ik ur 6 5 Ober próf Sjúklingur liggur á annarri hliðinni með neðri mjöðm og hné í smá beygju til þess að auka stöðugleika. Efri ganglimurinn er fráfærður og réttur um mjöðm með hnéð beint eða í 90° beygju. Efri ganglimurinn er síðan aðfærður eða fær að síga niður á bekkinn (sjá mynd 6). Ef hnéið fer ekki yfir miðlínu þá er prófið jákvætt. Jákvætt próf gefur til kynna stífleika í fráfærsluvöðvum mjaðmarinnar. 90/90 próf Sjúklingur liggur á bakinu með beina gang- limi. Sá ganglimur sem prófa skal beygður 90° um mjöðm með hné í 90° beygju. Síðan réttir sjúklingur rólega úr hnénu. Stífleiki hamstrings vöðvanna endurspeglast í getu sjúklings til að rétta úr hnénu. Full rétta um hné gefur til kynna að hamstrings vöðvar séu ekki óeðlilega stífir. Ely‘s próf Sjúklingur liggur á maganum. Sá ganglimur sem skal prufa er síðan beygður um hné (sjá mynd 7). Jákvætt ef mjöðmin lyftist frá skoðunarbekknum við það að beygja hnéð. Jákvætt próf bendir til stífleika eða styttingu í beina lærvöðvanum (rectus femoris). Að lokum Ljóst er að engin ein grein getur verið tæmandi er kemur að skoðun á þessum flókna lið. Við vonum þó að greinin gefi yfirsýn yfir verkefnið og sé leiðbeinandi. Nú liggur boltinn hjá lesanda sem getur nýtt þessa þekkingu til þess að ná upp færni í verkinu. Það allra mikilvægasta er að koma sér upp rútínu og nýta hvert tækifæri sem gefst til æfingar því æfingin skapar jú vissulega meistarann! Heimildir 1. Byrd JWT. Evaluation of the hip: history and physical examination. N Am J Sports Phys Ther. 2007;2(4):231-40. 2. Thorborg K, Rathleff MS, Petersen P, Branci S, Holmich P. Prevalence and severity of hip and groin pain in sub-elite male football: a cross-sectional cohort study of 695 players. Scand J Med Sci Sports. 2017;27(1):107-14. 3. Christmas C, Crespo CJ, Franckowiak SC, Bathon JM, Bartlett SJ, Andersen RE. How common is hip pain among older adults? Results from the Third National Health and Nutrition Examination Survey. J Fam Pract. 2002;51(4):345-8. 4. Lespasio MJ, Sultan AA, Piuzzi NS, Khlopas A, Husni ME, Muschler GF, et al. Hip Osteoarthritis: A Primer. Perm J. 2018;22:17- 084. 5. Ganz R, Parvizi J, Beck M, Leunig M, Nötzli H, Siebenrock KA. Femoroacetabular impingement: a cause for osteoarthritis of the hip. Clin Orthop Relat Res. 2003(417):112- 20. 6. Richard L Drake WV, Adam W M Mitchell, Henry Gray. Gray’s anatomy for students. Philadelphia, PA: Churchill Livingstone/ Elsevier; 2015. 7. Martin HD, Palmer IJ. History and physical examination of the hip: the basics. Curr Rev Musculoskelet Med. 2013;6(3):219-25. 8. Aufranc OE. Constructive Surgery of the Hip. Academic Medicine. 1963;38(6):529. Myndaheimildir Mynd 1,2,4,5 – Helga Líf Káradóttir. Feb. 2020. Mynd 3 – Albert Christersson. Ortopdisk undersökningsteknik. Mynd 6 - Ober‘s test. Physiotutors. 2015 Mynd 7 - Ely‘s test. Physiotutors. 2015 Tafla III. Hreyfingar og vöðvar mjaðmarinnar Hreyfing Eðlileg hreyfing Helstu vöðvar Beyging (flexion) 110-120° M. psoas major M. iliacus M. rectus femoris M. pectineus M. sartorius Rétting (extension) 10-15° M. gluteus maximus M. biceps femoris M. semitendinosus M. semimembranosus Fráfærsla (abduction) 30-50° M. gluteus minimus M. gluteus medius Aðfærsla (adduction) 30° M. adductor magnus M. adductor brevis M. adductor longus M. pectineus M. gracilis Út- snúningur (external rotation) 40-60° M. piriformis M. obturator internus M. obturator externus M. gemellus superior M. gemellus inferior M. quadratus femoris Inn- snúningur (internal rotation) 30-40° M. gluteus medius M. gluteus minimus M. tensor fasciae latae M. adductor magnus M. adductor longus F - Flexion AB - Abduction ER - External rotation F - Flexion AD - Aduction IR - Internal rotation Mynd 4: Hreyfingar í FABER (vinstri) og FADIR (hægri) prófi Eðlilegt Jákvætt Trendelenburg próf Mynd 5: Trendelenburg próf A AB B Mynd 6: Ober próf Mynd 7: Ely's próf
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.