Ný menntamál - 01.06.1983, Blaðsíða 6

Ný menntamál - 01.06.1983, Blaðsíða 6
'ónas Pálsson var kjörinn rektor Kennaraháskóla Islands 28. janúarsl. Mun hann taka við starfinu af Baldri Jónssyni. 35 fastráðnir kennarar og 9 fulltrúar nemenda höfðu kosningarétt og greiddu 42 atkvceði. Jónas Pálsson hlaut 24 atkvæði, Stefán Bergmann 17 og einn seðill var auður. Baldur Jónsson hefur verið rektor Kennaraháskólans sl. átta ár og áður var hann konrektor í jáfnlangan tíma. Samkvæmt lögum má ekki endurkjósa rektor nema einu sinni og gat Baldur því ekki gegnt starfi lengur. Jónas Pálsson er sextugur að aldri, fæddur að Beingarði í Skagafirði, sonur hjónanna Guðnýjar Jónasdóttur og Páls Björnssonar sem þar bjuggu. Jónas laukprófifrá Samvinnuskólanum árið 1942 og stúdentsprófifrá Mennta- skólanum á Akureyri árið 1947. Hann stundaði nám ísálarfræði við Edinborgarháskóla í Skotlandi en síðar fram- haldsnám í Bandaríkjunum og Englandi. Jónas hefur unnið margvísleg störf, m.a. sem blaðamaður. Hann starfaði sem ráðgjafi við skólana í Kópavogi á árunum 1956 - ’60 og var síðan ráðinn forstöðumaður sálfræðiþjónustu barnaskólanna í Reykjavík haustið 1960 þegar fræðsluskrifstofa borgarinnar kom þeirri starfsemi á laggirnar. Jónas var skólastjóri Æfingaskóla Kennara- háskóla íslands 1971-’82. Hann hóf stundakennslu við Kennaraháskólann 1963 og var skipaður lektor sl. haust. Jónas gegndi starfi prófdómara í uppeldis- og sálarfræðum við Háskóla Islands á árunum 1968-1980. Eiginkona Jónasar Pálssonar er Ingunn Hermannsdóttir og eiga þau fimm börn. Hvers vegna sóttist þú eftir því að ná kjöri sem rektor KHÍ? Það voru ákveðnar persónulegar og starfslegar ástæður sem réðu því. Ég tel t.d. eðlilegt að á undan rektors- kjöri fari fram umræður um starfið í Kennaraháskól- anum, þ.e. að kennarar og stúdentar reyni að glöggva sig á því hvaða markmiðum hafi verið náð og íhuga hvaða stefnu beri að taka. Þess vegna gaf ég út stefnu- yfirlýsingu í tilefni kjörsins í því skyni að skapa um- ræður um málefni skólans. Mönnum hefur e.t.v. fundist það óvenjulegt — jafnvel ósmekkleg fram- hleypni — að brjóta venjur að þessu leyti en ég tel það lítinn ávinning að kjósa rektor úr hópi kennara ef kjör- inu fylgir ekki eins konar faglegt uppgjör. Hins vegar tel ég óheppilegt að harðvítug persónuleg eða pólitísk átök eigi sér stað vegna rektorskjörs. Megintilgangur minn var að stuðla að því að staðið yrði að kjöri rektors í KHÍ á annan hátt en tíðkast hefur. Ég vildi jafnframt enn einu sinni vekja máls á þeim skoðunum varðandi fræðslu- og skólamál sem ég hef leitast við að túlka undanfarin 20 ár eða svo og þá við aðstæður þar sem líklegt væri að afstaða min til málefna birtist í starfi en ekki einungis í snoturlega orðuðum setningum. Hitt er svo vafasamt hvort mig langaði innst inni til að „sitja uppi“ með rektorsembættið. í stefnuyfirlýsingunni víkur þú að menntastefnu grunn- skólanna og segir að enn hafi ekki tekist að ná mark- miðum grunnskólalaga að öllu leyti. Hvað áttu við? Margt hefur breyst frá því að lögin tóku gildi og margar breytingar hefðu raunar átt sér stað þótt þau hefðu ekki verið sett. Eins og vera ber kemur meginstefnan í skóla- málum fram í fræðslulögum. En stofnanir á borð við skóla breytast afar hægt. Ég er t.d. sannfærður um að mikið vantar á að almennar markmiðsyfirlýsingar í grunnskólalögum, og jafnvel einstakir þættir þeirra, hafi náð fram að ganga. í þessu sambandi vil ég benda á mjög mismunandi aðstæður í skólum landsins. Ef ég nefni þrennt varðandi fræðslu- og uppeldisstarf í skól- um — kennarann, námsefnið og starfsskilyrðin — þá tel ég starf kennarans mikilvægast. Þess vegna verðum við að leggja áherslu á starfsmenntun kennara og reyna að breyta vinnuskilyrðum þeirra til batnaðar. Almenn lagasetning um skólastarf dugar lítt ef þessar forsendur brestur. Texti: Stefán Jökulsson Mynd: Karl Jeppesen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ný menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný menntamál
https://timarit.is/publication/2011

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.