Ný menntamál - 01.06.1983, Blaðsíða 24
neyðast kennarar til að ræða saman í
einlægni og það reynist ekki ýkja erfitt
þegar þeir hafa séð samkennara sina
gera það við svipaðar aðstæður. Slíkt
hópstarf dregur úr vanlíðan kennara og
veitir þeim hjálp; þeir standa aldrei ein-
ir. Eitt ber þó að hafa í huga: Hópvinna
kennara getur verið varasöm, þ.e. ef
hópar einangrast hver frá öðrum. Þá
getur skapast nýtt samkeppnisform:
samkeppni hópa. Slík samkeppni getur
líka spillt andrúmsloftinu í skólanum og
-diaft neikvæð áhrif á starf og árangur,
t.d. hvað snertir samfellt nám, hug-
myndir um vinnuskipan, stjórnun o.fl.
(Tvísetning krefst t.d. samræmis í
skipulagi kennslustofa, afnotum o.s.
frv.). Af þessum ástæðum er nauðsyn-
legt að skólastjórnin sé styrk og gæti
jafnræðis í hvívetna. Stuðla má að lýð-
ræði með ýmsu móti, t.d. með því að
kjósa ekki alltaf sömu fulltrúa í kenn-
araráð, og gæta verður þess að þeir séu
valdir eftir því hvaða aldursflokkum
þeir kenna. Kennarafundir verða að
vera tíðir og vel skipulagðir. Reyndar
mega þeir ekki vera mjög formfastir;
form þeirra verður að ráðast af eðli um-
ræðnanna. Stefna skólans ætti enn-
fremui' að vera öilum ljós. Menn verða
að vita hvaða hugmyndir búa að baki
stefnu og framkvæmdum. Skólastiórn
verður síðan að framfylgja samþykkt-
um en má ekki móta þær eftir geðþótta.
Lokaorð
Af þessum orðum má ráða að ég tel það
eitt mikilvægasta atriðið í öllu skóla-
starfi að kennarar ráði miklu um starfs-
hætti og kennsluaðferðir en geri ekki
aðeins það sem þeim er sagt þótt þeir
viti kannski ekki nákvæmlega hvernig
þeir eiga að fara að því. Það er ekki
lengur forsvaranlegt að skólastjórar
ráði einir skipulagi kennslunnar og taki
allar ákvarðanir; slíkt vinnulag ætti að
tilheyra Iiðinni tíð. Það er hrein íhalds-
semi að halda fast í afdankað kennslu-
fyrirkomulag og úreltar kennsluaðferð-
ir. Við eigum, eins og góður maður
sagði, ,,að standa á öxlum forfeðra
vorra“ en ekki við hlið þeirra. Fram-
vinda mála er í þá veru í kringum okkur
og þannig ætti hún líka að vera í skól-
um. Betri og markvissari kennsla eða
skólastjórn leysir ekki öll vandamál en
umbætur ættu þó að stuðla að því að
kennurum líði betur.
sjá bls. 60
í greininni er leitast við að
draga upp mynd af skóla sem
stofnun. Jafnframt er vikið
að viðleitni starfsfólksins til
að bæta skólastarfið.
Hvers konar stofnun er
skólinn ?
í ritum um stofnanir og þróun þeirra
eru settar fram fjölmargar hugmyndir
um aðferðir til að lýsa skólastofnunum.
Flestar hugmyndirnar einskorðast við
lýsingar, sem vissulega geta aukið skiln-
ing á fyrirbærinu, en á beim eru ann-
markar. í þeim felast ekki skýringar á
flóknum félagslegum samskiptum sem
eru ein forsenda þess að unnt sé að
breyta skólastarfinu til batnaðar.
Mönnum hefur ekki enn tekist að sam-
eina í einni kenningu skýringar á eðli
skólans sem stofnunar og markvissar til-
lögur sem hægt er að miða nýbreytni-
starf við.
í fræðiritum um stofnanir ber mest á
rannsóknum sem eru tengdar atvinnu-
lífi, einkum iðnaði, framleiðslu, verslun
og viðskiptum. Mismunandi kenningar
úm stofnanir — uppbyggingu þeirra,
starfsemi og þróun — hafa verið byggð-
ar á slíkum rannsóknum.
í umræðum um skóla og þróun skóla-
starfs hefur verið reynt að nota ýmsar
þessara kenninga. Hugtökum, aðferð-
um og reglum, sem fundnar hafa verið
með rannsóknum, hefur verið beitt til
að skoða og skilgreina skólastofnanir. í
þessu sambandi má nefna kenningar um
vísindalega stjórnun, mannleg sam-
skipti, skrifræði eða regluveldi og kenn-
ingar um svonefnd opin kerfi.
Af framansögðu má sjá að hægt er að
lýsa skóla frá mismunandi sjónarhorn-
um. Það er t.d. freistandi að líta svo á
að skóli sé skrifræðisstofnun. Augljóst
er að skólinn hefur mörg einkenni skrif-
ræðis og þau koma vel fram ef hann er
stór og fjölmennur. Verksvið kennara,
nemenda og skólastjóra er skýrt af-
markað. Ljóst er hverjir geta stjórnað
öðrum og verkaskiptingin er oft greini-
leg. Þannig má finna sameiginleg ein-
kenni skóla og skrifræðisstofnana en
þegar að því kemur að fella breytingar á
skólum að skrifræðiskenningum virðast
þau ekki fara saman. í skrifræðisstofn-
unum er oft andstaða gegn breytingum
og slíkar stofnanir breytast því yfirleitt
mjög hægt. Reyndar má halda því fram
að skólar breytist einnig hægt og þar
ríki andstaða gegn breytingum en mun-
urinn felst í því hvernig breytingarnar
eiga sér stað. Nýbreytnistarf, upphaf
þess og tilgangur, er mismunandi eftir
því hvort um er að ræða skóla eða
dæmigerða skrifræðisstofnun.
Nefna má fleiri tilgátur og kenningar,
sem hæglega geta átt við skólastofnanir,
en i mörgum þeirra er ekki tekið nægi-
legt tillit til sérkenna skólastarfs eða
ekki gert ráð fyrir að í skólum sé sífelld
þróun.
Sumum finnst hæpið að beita kenn-
ingum, sem eiga einkum við atvinnulíf,
á skólastarf (Wallin og Berg). Með sam-
anburði hefur verið sýnt, svo ekki verð-
ur um villst, að skólastofnun er í eðli
sínu frábrugðin þeim framleiðslustofn-
unum sem flestar rannsóknir hafa beinst
að. Með slíkum samanburði hafa sér-
kenni skóla verið leidd í ljós og lögð
hefur verið áhersla á sérstakt hlutverk
þeirra og starfsemi. Má t.d. nefna fram-
Ieiðsluna. Iðnfyrirtæki framleiða hluti.
Vinna starfsfólks er oft svo sérhæfð að
auðvelt er að skipta með því verkum.
Tiltölulega vandalítið er að meta gæði
framleiðslunnar, afköst, magn, kostn-
að, þarfir fyrirtækisins o.s.frv. Ekki er
jafnauðvelt að skilgreina ,,framleiðslu“
skóla. Þar er ,,hráefnið“ lifandi fólk
með tilfinningar, margs konar skoðanir
og reynslu. Erfitt er að meta gæði og af-
köst því ýmiss konar viðmiðun kemur til
álita. Mismunur skóla og annarra stofn-
ana birtist ennfremur í bví að stór hluti
þeirra sem tilheyra skólanum, þ.e. nem-
endurnir, eru þar ekki af frjálsum vilja.
Þeim er skylt að vera þar .
Við getum hugsað okkur að íslenskt
þjóðfélag sé opið og lifandi kerfi. Opin
kerfi, í mannfélagsleeum skilningi, eru
hliðstæð opnum kerfum vistfræðinnar.
Þau eru að vissu leyti afmörkuð en samt
háð umhverfi sínu. Innan heildark.erfis-
ins, þjóðfélagsins, má greina undirkerfi.
Fræðimennirnir Katz og Kahn telja að
helstu undirkerfin séu stjórnkerfi (t.d.
ríkisstjórn, Alþingi), framleiðslukerfi
(atvinnuvegir), viðhaldskerfi (skólar,
kirkja) og þróunarkerfi (rannsókna- og
þróunarstofnanir).
Katz og Kahn telja skóla hluta af við-
haldskerfinu enda er skólum ætlað að
Höfundur: Hrólfur Kjartansson
24