Ný menntamál - 01.06.1983, Blaðsíða 40
Um grein Harðar Bergmanns
(sjá bls. 36)
Ég er sennilega ekki eini vesæli skóla-
neminn sem er fyrirfram vantrúaður á
kannanir skólamanna á nemendum. Á
meðal okkar nemenda, og sennilega
annarra, er sú skoðun ríkjandi að við
séum best færir um að meta það sem
okkur snertir. Að þessu sögðu tel ég að
það sé mikið ,,hrós“ frá minni hendi er
ég segi að grein Harðar gefi góða vís-
bendingu um hugmyndir nemenda um
skólann og líðan þeirra þar. Þær álykt-
anir sem dregnar eru af niðurstöðunum
falla einnig vel að hugmyndum ntínum
og vafalaust margra annarra nemenda.
Því verður þó ekki neitað að ég hnaut
um nokkur atriði við lesturinn. Helst
stakk það mig hvað greinarhöfundur
var, að því er mér fannst, oft of „hlut-
drægur“ í orðavali. Það var mikið talað
um þau 20-30% nemenda sem líður illa í
skólanum en minna um hin 70-80% sem
ánægð eru. Það þaut um huga minn að
greinarhöfundur hafi búist við betri
niðurstöðum og orðið fyrir einhvers
konar ,,sjokki“ sem vísvitandi og óaf-
vitandi birtist í stílnum á greininni.
í niðurlagi greinarinnar segir höfund-
ur ,,að ekki sé ætlunin að fjalla um or-
sakir . . . “. Ég get ekki sætt mig við að
slitin séu á þennan hátt bönd milli or-
sakar og afleiðingar því að það torveld-
ar mönnum að gera sér grein fyrir niður-
stöðum kannananna. Ég ætla ekki að
draga í efa að 20-30% nemenda líði
,,illa“ í skólanum en ég vil minna á að
skólinn þarf ekki að eiga þar alla sök.
Ef svipuð könnun væri gerð á ein-
hverjum öðrum vinnustað tel ég víst að
ekki væri að vænta betri niðurstaðna.
Grunnskólinn er vinnustaður nemenda í
alllangan tíma, hvort sem þeim líkar
það betur eða verr. Aldurinn er í mörg-
um tilvikum ,,erfiður“; þá á ég sérstak-
lega við unglinga. Heimilisaðstæður
geta verið mismunandi og áhugamál
geta haft sín áhrif o.s.frv.
í greininni er varpað fram allmörgum
spurningum sem verðar eru athygli um-
fram annað. Gott er að velta því fyrir
sér hvort viðhlítandi svar sé til við þeirri
spurningu hvernig unglingum líður í
skólanum. Sú spurning er víðtæk en ég
tel að hægt sé að fá svar við henni í
grófum dráttum, þ.e. með því að skipta
nemendum í jákvæðan og neikvæðan
hluta.
Hvernig á að standa að könnunum
sem þessum? Ég tek undir það með
greinarhöfundi að sú aðferð að nota
spurningalista er ófullnægjandi. Ungl-
ingum, svo og öðrum, hættir til að svara
spurningum um eigin hag í samræmi við
óskhyggju fremur en veruleika. Ungl-
ingar eru á þroskastigi sem m.a. ein-
kennist af uppreisn gegn stjórn fullorð-
inna; ekki er fráleitt að ætla að þessa
gæti í svörum þeim sem fengust. Dreg
ég því í efa að unglingar reyni alltaf að
líta skólagöngu sína jákvæðum augum.
Eins og greinarhöfundur bendir á er lík-
legt að það séu sömu nemendur sem
líður ,,illa“, skrópa, eru áhugalausir og
telja námið gagnslítið. Ætla má að þeim
nemendum, sem eru í hinum neikvæða
hluta, finnist þeir ,,firrtir“.
Að öllu þessu sögðu tel ég að niður-
stöður höfundar séu ekki slæmar heldur
álít ég að þær gefi tilefni til bjartsýni
hvað varðar framvinduna í skólamál-
um.
Um 80% nemenda voru þeirrar skoð-
unar að námið væri gagnlegt. Þetta
leiddi huga minn að því menntunar-
,,snobbi“ sem er algengt hér á landi. Ó-
afvitandi innprentar skólinn nemendum
að þeir séu ,,glataðir“ án prófskírteina.
Afleiðing þessa er togstreita sem oft
veldur því að nemendur fá ímugust á
skólanum. Ég tel að þessi innræting í
skólanum sé ein meginorsök skólaleiða
þótt ytri aðstæður, t.d. heimilið og fé-
lagarnir, skipti e.t.v. mestu máli í þessu
sambandi.
í heild tel ég að greinarhöfundi hafi
tekist vel að draga upp mynd af skólan-
um og líðan unglinga þar. Rökstuðning-
ur og ályktanir eru sannfærandi. Grein-
in er gott framlag til lifandi umræðna
um skólamál sem eru þarfar ef allt á
ekki að hjakka í sama farinu.
Ragnar Gautur Steingrímsson,
Flensborgarskóla.
40