Ný menntamál - 01.06.1983, Blaðsíða 28

Ný menntamál - 01.06.1983, Blaðsíða 28
viðhorf þeirra til skólamála. Eftir á að hyggja held ég að þetta annars ágæta fólk hafi strax á þessu stigi óttast hvað könnunin kynni að leiða í ljós eða a.m.k. það sem hugsanlega yrði ásteit- ingarsteinn innan Kennarasambandsins. E.t.v. var þessi afstaða þeirra sú eina rétta við ríkjandi aðstæður en hún varð þess alltént valdandi að ómögulegt var að fylgja listunum eftir með heimsókn í skólana. Niðurstaðan varð á þá lund að sendir voru u.þ.b. 400 listar í 22 skóla með því fororði að trúnaðarmenn KÍ á hverjum stað sæju um dreifingu, innheimtu og skil á þeim. Ég taldi víst að einhver af ábyrgðarmönnum Kennarasambandsins hefði skrifað bréf til allra trúnaðar- manna með góðum orðum og fyrirbæn- um en af því mun ekki hafa orðið (hvernig sem á því stendur). Við samningu spurninganna var byggt á umræðu sem ætti að vera tiltæk öllum er að uppeldismálum starfa. Nægir að nefna hinn almenna hluta aðalnámskrár grunnskóla; þar er fjallað um nánast öll atriði sem spurningalist- inn fól í sér. Á þessu stigi máls hefi ég sérstaka ástæðu til að þakka aðalkennara mín- um, Þórði Gunnari Valdimarssyni, fyrir framúrskarandi þolinmæði og góðar ábendingar við gerð spurpingalistans en það verk virtist á tímabili engan enda ætla að taka. Á sama hátt er mér ljúft að þakka Jónasi Pálssyni skólastjóra fyrir áhuga hans og hvatningu ásamt góðum ráðum og vinsamlegum ábend- ingum. Það má e.t.v. segja að mér hefði átt að vera það Ijóst fyrirfram að 134 spurningar á 27 blaðsíðum (oftast 5 svarmöguleikar) væru of viðamiklar til að hljóta skjóta afgreiðslu þar sem auk heldur var verið að spyrja um við- kvæma og vandskilgreinda hluti. Auð- vitað þykist ég hafa mér til afsökunar ýmislegt, svo sem eins og það að ég reyndi að fá fulltrúa KÍ til að ákveða hverju skyldi sleppa. Ég hafði einnig tröllatrú á trúnaðarmannakerfi KÍ og treysti því að þeir aðilar myndu með vaskri framgöngu tryggja mér heimt allt að 50 af hundraði — en það fór sannar- Iega á annan veg. Þrátt fyrir þau afskipti sem stjórn KÍ hafði af spurningalistanum þá vildu þessir ágætu menn að það kæmi skýrt fram á haus hans að ég, ásamt kennur- um mínum, bæri ábyrgð á spurningun- um. Með þessu var því að nokkru brost- in forsenda fyrir samráði við þessa að- 28 ila. Aðalforsenda samstarfs af minni hálfu hlaut að vera sú að fá greiðan að- gang að starfandi kennurum fyrir til- styrk samtaka þeirra. Hvað sem þessu leið var títtnefndur listi sendur út skömmu fyrir páska — í fullri Iengd. Tíminn leið og lítið gerðist. Ég var kominn í tímaþröng svo að ég reyndi að reka á eftir en virtist lítinn hljómgrunn fá hjá trúnaðarmönnum. Starfsmenn KÍ hlupu þá að nokkru undir bagga með mér og seint og um síðir hafði ég fengið í hendur 95 lista úr 12 skólum. Þegar reynt var að kanna afdrif listanna í hin- um skólunum kom í ljós að kennarar höfðu jafnvel sameinast um (formlega rætt) að taka ekki þátt í könnuninni; í einum skóla hafði listunum aldrei verið dreift og kennarar vissu ekki um þá. í sumum tilvikum hafði ekki tekist að innheimta listana og þess voru jafnvel dæmi að iistar, sem skilað hafði verið til trúnaðarmanna, höfðu ekki verið sendir. í því sambandi virtust mjög margir trúnaðarmanna líta svo á að þeir væru að vinna fyrir mig persónulega og allsendis óháð KÍ hvað könnunina snerti. Til viðbótar kom það glögglega í ljós að ég var á einhvern hátt mjög tor- tryggður og er þá vægt til orða tekið. Það var jafnvel svo að skætingur og dylgjur fylgdu neðanmáls á listum sem skilað var (þrátt fyrir það þóttu mér þau viðbrögð betri en engin). Sé eingöngu miðað við þá skóla, sem sýndu einhver viðbrögð, námu heimtur tæplega 50% og þeir listar, sem voru að fullu útfylltir, voru 80 talsins eða um 40°7o þeirra sem útfylltir voru að einhverju leyti. Þessa 80 lista tók ég síðan til skráningar á tölvutækt form í tölvu Háskólans og bar KÍ kostnað af þeim þætti. Vann ég síðan einfalda tíðnidreifingu úr safninu og gerði fylgnireikninga á fáeinum breytustærðum. Öll frekari vinnsla var látin eiga sig á þessu stigi enda þeim verkum lokið er beinlínis miðuðust við nám mitt í HÍ. Upplýsingar, sem söfnuðust, eru skráðar á ,,diskettu“ og tækar í tölvu Reiknistofnunar. Félagsvísindadeild geymir gögnin og eru allar persónu- bundnar upplýsingar auðvitað trúnað- armál. Að öðru leyti er nemendum og kennurum deildarinnar heimill aðgang- ur að talnasafninu en öll önnur hagnýt- ing hlýtur að vera háð samkomulagi málsaðila. Það kann að vera álitamál hvort ástæða er til að sinna frekari úrvinnslu þessara gagna en ekki verður það sárs- aukalaust frá minni hálfu að sjá verk mitt að miklu leyti unnið fyrir gýg. Slæmar heimtur eru að engu leyti næg ástæða til að hætta við að nýta það sem hægt er úr þessum gögnum, þótt e.t.v. megi segja að skil hafi verið of slæm til að nokkuð sé hægt að alhœfa af þeim um kennarastéttina í heild (enda var það aldrei ætlunin). Þá er einnig hugsanlegt að hægt sé að finna einhverjar vísbend- ingar um atriði sem þarfnast nánari at- hugunar. Þá mætti vafalaust nota þetta efni síðar meir til samanburðar við aðra vitneskju er kynni að reka á fjörur rann- sóknarmanna. Hvað sem þessum vangaveltum líður þá á eftir að ákveða hvort koma eigi áðurnefndum upplýsingum á framfæri. Hafi einhver áhuga þá er ég til viðræðu um að taka hluta af spurningalistanum og senda hann út á ný til annars úrtaks, prófa að senda ítrekun, semja spurning- ar upp á nýtt eða hluta listann niður og senda til úrtaks sem valið væri af hend- ingu úr þessum nálega 2500 manna hópi sem annast kennslu í grunnskól- um. Ég er þannig „til í allt“ sem fyrr. Helstu spurningar, er snertu Iíðan kennaranna, gáfu eftirfarandi til kynna í grófum dráttum (þarna er einasta til- greint ef um er að ræða ákveðna stefnu eða stefnuleysi í svörum: Spurt var um möguleika kennara til að ráða efni og aðferðum í kennslu: þriðjungur sagði að skortur á gögnum takmarkaði möguleika til slíks (32,5%; 5 mögul.). Spurt var um samstarf kennara: 31,5% sögðust vinna mikið með öðrum, 28,3 hvorki mikið né lítið og 22,5% lítið. Spurt var hvort kennarar vildu breyta samstarfsháttum kennara í skólanum: 21% vildu miklu meira samstarf og 51,5% vildu meira. Spurt var hvort menn vildu breyta út- reikningi á vinnutíma og vinnutilhögun til samræmis við aðrar starfsstéttir (Kl. 8-4, 9-5). Rúmlega helmingur var já- kvæður en 43,8% svöruðu hiklaust neit- andi. Spurt var hvernig kennari teldi að menn kæmust frá vinnuskyldunni: fjórðungur svaraði almennt vel en rúm 50% svöruðu bæði vel og illa. Spurt var um virðingarröð; kennarar voru beðnir að númera eftirtalin 8 starfsheiti eins og þeir teldu að þau væru virt í samfélaginu: byggingameist- ari, sjómaður, grunnskólakennari, lög- regluvarðstjóri, bóndi, menntaskóla- kennari forstjóri, rithöfundur. Þarna frh. á bls. 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ný menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný menntamál
https://timarit.is/publication/2011

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.