Ný menntamál - 01.06.1983, Blaðsíða 63
Nýjar og væntanlegar bækur f rá iðunni
Þjálfunar- og keppnissálarfræði eftir willi Railo sem löngu er kunnur um öll
Noröurlönd fyrir kennslu og rit um íþróttasálarfræöi. Bókin er gefin út aö tilhlut-
an ísí og er mjög hagnýt fyrir þjálfara, leiötoga, iðkendur og aöra áhugamenn.
Hún hentar jafnt á námskeiöum íþróttahreyfingarinnar, sem kennslubók í fram-
haldsskólum og til sjálfsnáms.
Crasmaðkur, leikrit Birgis Sigurðssonar, er gefiö út í bók samhliða sýningu á sviöi
Þjóðleikhússins. Birgir er kunnur leikritahöfundur og þetta nýja leikrit hans er
ekki síður athyglisvert en hin fyrri. Þetta er átakamikið verk sem gerist í Reykjavík
nú á tímum,- þaö lýsir uþþgjöri innan fjölskyldu þar sem lagt er á tæpasta vaö
enda ganga fáir heilskinna úr þeim sviptingum.
Ljóðlist eftir Baldur Ragnarsson; kennslubók handa framhaldsskólanemendum
og ööru áhugafólki. Bókin skiptist í 30 kafla meö verkefnum og er megináhersla
lögö á einkenni Ijóölistar. Fjallaö er um líkingar og tákn, andstæöur, ýmsar hlið-
stæður í máli og Ijóði, hrynjandi, stuölareglur, bragarhætti og óbundið Ijóöform.
Fræöiheitaskrá með stuttum skilgreiningum fylgir bókinni.
Leikir, dr. ingimar Jónsson tók saman. Bókin lýsir 75 vinsælum leikjum ásamt fjöl-
mörgum afbrigðum þeirra. öllum leikjunum er lýst á einfaldan og glöggan hátt
og hverjum leik fylgir skýringarmynd. Þetta er handhæg bók sem hentar vel í
íþróttakennslu, viö almenna líkamsrækt, þjálfun íþróttamanna og fyrir almenn-
ing.
Lífeðlisfræði eftir örnólf Thorlacius er hentug fyrir náttúrufræöinám í fram-
haldsskólum og aöfararnám heilbrigöisstétta. Bókin skiptist í tíu kafla þar sem
fjallað er um alla helstu þætti almennrar lífeölisfræöi. Er sérstaklega stuöst við líf-
eðlisfræði mannsins en dæmi tekin til samanburðar af ýmsum dýrum. Bók þessi
er líkleg til aö leysa af hólmi ýmislegt af eldra námsefni.
Nýgræðingar í Ijóðagerð hefur að geyma úrval úr Ijóöum skálda sem komu
fram á árunum 1970-1981. Eysteinn Þorvaldsson valdi og hefur samiö rækilegan
formála þar sem grein er gerö fyrir megineinkennum þessa skáldskapar. í bókinni
eru Ijóö eftir 36 skáld og.skrá um allar þær Ijóöabækur ungra skálda á þessum
tíma sem til náöist. Þetta er fróöleg bók og skemmtilegt sýnishorn af vaxtar-
broddi íslenskrar Ijóölistar og viöhorfum ungrar kynslóöar.
Barnakórslög, 15 barnakórslög eftir Jón Ásgeirsson tónskáld sem hann hefur
sjálfur útsett. Ríkaröur ö. Pálsson bjó nóturnar til prentunar. Cagnleg bók fyrir
tónmenntakennslu.
Inngangur að sálarfræði eftir Ernest R. Hilgard, prófessor. Meöhöfundar eru
prófessorarnir Rita L. Atkinson og Richard C. Atkinson. Þetta er ein allra þekktasta
kennslubók í sálarfræði fyrir framhaldsskóla sem út hefur komiö á síöari árum og
er notuð til kennslu víöa um lönd. Bókin gerir grein fyrir öllum meginþáttum sál-
arfræðinnar og mikill fjöldi skýringarmynda auðveldar notkun hennar. Þýöandi
er konráö Ásgrímsson sálfræöingur. Fyrsti hluti bókarinnar kemur út á komandi
hausti.
' : ./J ;
löunn býöur meira en 150 námsbækur, handbækur og fræöibækur af ýmsu tagi.
Leitaöu upplýsinga um bækur í kennslugrein þinni eöa komdu hugmyndum á
framfæri. Námsbókaskrá erfáanleg.
Bræöraborgarstíg 16, Reykjavík
Sími (91) 1-29-23,1-91-56