Ný menntamál - 01.06.1983, Blaðsíða 53
þeirra og félagsþroska hvenær sem færi
gefst.
Síðan kennið þið hverju harni sér-
staklega.
Bryndís: Já. Þroski þeirra er afar mis-
jafn og þarfir þeirra ólíkar. Þess vegna
er einstaklingskennsla nauðsynleg. Við
leggjum áherslu á að þjálfa heyrn, tal og
lestur af vörum og æfum þau málhljóð
og orð sem verið er að kenna hverju
sinni. Heyrnarskertir búa yfirleitt ekki
við algjöra þögn og við reynum að
þjálfa heyrnarskyn þeirra eins og hægt
er. í einstaklingstímum er efni dagsins
endurtekið í breyttri mynd. Einnig
þjálfum við form- og litaskyn og gerum
hljóðfallsæfingar. Loks fylgjumst við
með framför barnsins og prófum skiln-
ing þess.
Þú nefndir hljóðfallsæfingar.
Hvernig æfingar eru það?
Bryndís: Við köllum þær stundum
rýtmaæfingar. Þær eiga að auðvelda
nemendum að skynja hrynjandi máls-
ins. Börn með óskerta heyrn skynja
hljóðfall þess af sjálfsdáðum en það er
eitt af því sem nemendur hér verða að
læra smátt og smátt. Við notum til
dæmis tvö blóm, annað lítið og hitt
stórt, til að tákna misþungar áherslur í
orði eða sláum á trommu. Annars má
nota margar aðferðir í þessu skyni.
Heyrnarskertir eða heyrnarlausir geta
skynjað hljóðbylgjur með því að snerta
hluti sem þær fara um og við höfum hér
sérstakan ,,hljóðbylgjukubb“ sem
magnar hljóð. Börnin sitja á honum og
geta þannig áttað sig betur á því hvað
hljóð er. Smám saman skynja þau hve
mismunandi hljóðin eru. Þegar héyrn-
arlaust fólk dansar skynjar það oft
hljóðfall tónlistarinnar vegna titringsins
í lofti eða gólfi.
Hvernig kcnnió þið börnunum að
lesa?
Bryndís: Við beitum aðallega hljóð-
aðferð við að kenna lestrartæknina
sjálfa og auk þess kennum við táknið,
þ.e. í táknmáli heyrnarlausra, fyrir
hvern staf. En við notum einnig orð-
myndaaðferð og fleiri aðferðir vegna
þess að við erum að byggja upp það mál
sem lesa á samhliða lestrarkennslunni.
Reyndar er ekki ýkja erfitt að kenna
heyrnarskertum að lesa en hins vegar
reynist þeim erfiðara að skilja lesefnið.
Þar erum við komin að því meginmark-
miði skólans, sem Guðlaug nefndi áð-
an, að stuðla að málþroska og málskiln-
ingi á kerfisbundinn hátt.
Kennið þið svonefndar sérgreinar
hér?
Bryndís: Já, börnin fá þjálfun í leik-
fimi og myndmennt. Leikfimi hefur
vitaskuld gildi fyrir alla en hún er afar
mikilvæg fyrir heyrnarskerta. Ég get til
dæmis nefnt að heyrnarleysi fylgir
stundum skert jafnvægisskyn og leik-
fimi getur átt sinn þátt i að bæta það.
Þeir sem geta ekki beitt máli að öllu leyti
hafa einnig mikla þörf fyrir að tiá sig á
annan hátt, til dæmis með hreyfingum
eða á myndrærlan eða leikrænan hátt.
Slíkri tjáningu fylgir oft mikil gleði og
við reynum að stuðla að því, til dæmis í
frjálsum tímum, að börnin geri eitthvað
skapandi.
Hvernig er samstarfi ykkar við for-
eldra háttað?
Guðlaug: Rúnar minntist á það sam-
starf sem athugunar- og greiningardeild
hefur við foreldra. Almennt má segja að
samstarf okkar við foreldra sé mjög ná-
ið. Foreldrar koma hingað í heimsókn
og fylgjast með starfinu og foreldra-
fundir eru að minnsta kosti tvisvar á ári.
Bryndís: Við notum sérstakar sam-
skiptabækur sem foreldrar og kennarar
skrifa í á víxl. Þannig reynum við að
tryggja að mikilvægar upplýsingar um
barnið fari ekki forgörðum.
Guðlaug: Ég vil í þessu sambandi
benda á að kennslan varir ekki nema
hluta úr degi og þess vegna er afar mikil-
vægt að allir þeir sem umgangast heyrn-
arskerta leggi hönd á plóginn og hjálpi
þeim. að sigrast á erfiðleikum sem fötlun
þeirra veldur, a.m.k. að svo miklu leyti
sem unnt er. Við verðum að takast á við
þessa erfiðleika alls staðar; ekki aðeins í
skólanum.
Það virðist ríkja mikil samstaða í
hópi nemenda. En eru samskipti þeirra
mikil við þá sem hafa óskerta heyrn?
Gunnar: Þau samskipti eru ekki eins
mikil og ákjósanlegt væri. Þeir, sem eru
heyrnarlausir eða heyrnarskertir, virð-
ast ekki eiga marga heyrandi vini og
að því leyti eru nemendur hér kannski
nokkuð einangraðir. Hitt er rétt að hér
ríkir mikil samheldni. Þeir, sem hafa
verið í almennum skólum áður en þeir
komu hingað, segja að hér séu allir vin-
ir; það sé meiri rígur milli nemenda í
öðrum skólum.
Bryndis: Mig grunar nú að einangr-
unin yrði meiri ef heyrnleysingjar stund-
uðu að jafnaði nám í almennum skól-
um.
53