Ný menntamál - 01.06.1983, Page 25

Ný menntamál - 01.06.1983, Page 25
Skólastofnanir & nýbreytnistarf gera nemendur hæfa til að taka fullan þátt í lýðræðislegu þjóðfélagi. Skólar eru viðhaldsstofnanir í þeim skilningi að þar er lögð áhersla á löghlýðni, stund- vísi, tillitssemi, samvinnu o.s.frv. Nem- endum er kennt að virða lýðræði, ís- lenska tungu, sögu, hefðir og önnur sér- kenni íslensku þjóðarinnar. Skólinn miðar m.ö.o. að því að laga ungt fólk að þjóðfélaginu á hverjum tíma. Hins vegar er líklegt að ýmislegt breytist frá því að nemandi hefur skólagöngu og þar til henni lýkur. Skólamenn geta ekki að öllu leyti búið nemendur undir fram- tíðina því að þeir, eins og aðrir, vita ekki nákvæmlega hvað hún ber í skauti sér. Af þessum sökum eru skólarnir oft ekki í takt við tímann. Hræringar verða fyrst í þjóðfélaginu áður en þær ná í al- vöru inn fyrir veggi skólanna. Að þessu leyti eru skólar stofnanir sem ætlað er að tryggja reglu, festu og stöðugleika. Þeir virðast sjaldan mega vera í farar- broddi. Kennurum virðist heldur ekki kleift að kenna samkvæmt eigin fram- tíðarspá. Ef við leiðum hugann að því marg- slungna hlutverki sem skólum er ætlað að gegna skiljum við betur stöðu þeirra í viðhaldskerfi þjóðfélagsins. Við getum t.a.m. varla talað um skóla án þess að fræðsla komi þar við sögu. Fræðsla fer að sjálfsögðu fram víðar en í skóla en skólinn fræðir á skipulegan hátt um til- tekin efni sem gjarnan er skipt í náms- greinar og þær vega mismikið, t.d. hvað snertir tíma á stundaskrá. Fræðsla um efni, sem skipta máli á líðandi stund, á ekki alltaf greiðan aðgang inn í skólana svo ekki sé talað um málefni sem líkur eru á að verði mikilvæg í nánustu fram- tíð. Jafnvel aðferðir við þjálfun og öflun þekkingar virðast oftar lúta lög- málum stofnunarinnar, skipulagi, reglu, hefðum og venjum en eðlislægum þörf- um nemenda eða framtíðarþörfum. Það þarf ekki að vera neikvætt í sjálfu sér hvernig skólinn gegnir fræðsluhlutverk- inu heldur varpar það skærara ljósi á eðli hans sem viðhaldsstofnunar. Annað meginhlutverk skóla er upp- eidishlutverkið. Skólaskylda og skóla- tími hefur iengst. Börn hefja formlega skólagöngu fyrr en áður og sífellt stærri hluti ævinnar er helgaður skólanámi. Daglegur viðverutími í skólanum hefur lengst mikið á fáum áratugum. Enda þótt uppeldis- og mótunaráhrif heimila, félaga og fjölmiðla séu líklega meiri en skólans fer ekki hjá því að hann hafi nokkur áhrif. Hann á beinlínis að stuðla að því að nemendur tileinki sér sam- skiptareglur, siðgæði, hugsunarhátt og hegðan sem almennt er viðurkennd. Á þessum sviðum má skólinn heldur ekki móta börn og unglinga í trássi við þau viðhorf sem ríkja á heimilum. Margt bendir til þess nú í seinni tíð að foreldrar geri meiri kröfur til skóla en áður. Kennurum virðist sífellt ætlað meira gæsluhlutverk. Til þess er ætlast, beint og óbeint, að skólar séu öruggt at- hvarf fyrir nemendur. Á það ekki síst við þegar foreldrar vinna utan heimilis eða þegar nemandi er hjá öðru foreldri sínu. Má líta svo á að með þessum breytingum fái skólar meira vald og axli meiri ábyrgð en jafnframt er til þess ætl- ast að gæslutíminn sé nýttur til fræðslu og uppeldis. Þessa blöndu fræðslu, uppeldis, mótunar og gæslu kallar fólk svo menntun. Flestir geta fallist á að menntun breyti nemendum til hins betra. Hins vegar greinir fólk á um hvað sé jákvæð breyt- ing og að hve miklu leyti skóli stuðli að menntun. Mismunandi skoðanir á menntunarhlutverki skóla virðast búa að baki ýmsum hræringum í skólamál- um. Enda þótt fólk sé ekki sammála um hvað sé ,,gott“ skólastarf eða ,,góð“ menntun telja flestir að mönnum takist aldrei að setja skólastarfi endanleg markmið eða finna einhlítar aðferðir við nám og kennslu. Þetta sjónarmið stuðlar á vissan hátt að framförum. Þrátt fyrir viðhaidseðli sitt tekur skóla- starf sífelldum breytingum enda tak- mörk fyrir því hve lengi er hægt að standa gegn þeim. En eins og fram hef- ur komið setur óvissa um framtíðina skólanum takmörk og hann er einnig háður hefðum og ákvörðunum sem hafa verið teknar í fortíðinni. Innan slíkra marka breytist skólastarfið mis- hratt og áherslur eru lagðar á mismun- andi þætti á hverjum tíma. í þessu sam- bandi skiptir sérstaða skólans sem stofnunar og eðli skólastarfsins miklu máli. Skýr og ótvíræð markmið eru eitt megineinkenni flestra stofnana. I fram- leiðslustofnunum er ekki aðeins ljóst hver markmiðin eru, þ.e. að framleiða, heldur er einnig ljóst hvernig best eða hagkvæmast er að ná þeim. Ennfremur er tiltölulega auðvelt að sjá hvort gæði vörunnar standist kröfur. Að þessu leyti hefur skólinn sem stofnun sérstöðu. Markmið skólastofnana eru ekki aðeins víðtæk og margræð heldur er einnig unnt að ná þeim á fjölmargan hátt. Af þessu leiðir að styðjast má við mismun- andi forsendur þegar meta skal í lok skólatímans, eða á honum, „hvort gæði standist kröfur“, þ.e. hvort skólinn hafi gegnt hlutverki sínu eins og til var ætl- ast. Annað einkenni flestrar stofnana eru þau vinnubrögð eða sú tækni sem beitt er við starfsemina. í stofnunum, þar sem markmið eru skýr og aðferðir ótví- ræðar, þar sem hægt er að beita þraut- reyndri tækni, er stjórn og skipulags- vinna tiltölulega auðveld. Þessu er öf- ugt farið i skóla. Þar er hæpið að til- tekin ,,tækni“, t.d. kennsluaðferð, reynist svo vel að allir skólar geti beitt henni. Það er jafnvel ekki víst að kennsluaðferð, sem reynist vel í eitt skipti, beri góðan árangur næst. Orsök þess að ekki er hægt að beita óbrigðulli tækni í skólastarfi er einfaldlega sú að ,,viðfangsefnið“ er Iifandi fólk, einstaklingar með mismunandi reynslu að baki, ólík viðhorf, vonir, tilfinningar o.s.frv. Það er því augljóst að í skóla- starfi kemur margs konar ,,tækni“ til greina. Sumir telja hins vegar að hin mannlegu samskipti í skólum séu svo margvísleg og flókin að engri tækni verði þar við komið. Samkvæmt þeirri skoðun er kennsla þá að vissu marki 25

x

Ný menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný menntamál
https://timarit.is/publication/2011

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.