Ný menntamál - 01.06.1983, Blaðsíða 56

Ný menntamál - 01.06.1983, Blaðsíða 56
Greitest hits úr krossferð íslensku- kennarans * i. Málvinir fagrir, góðan og gleðilegan daginn. Þegar ég vaknaði í morgun við útburðarvælið í vekjaraklukkunni upp- hófust fangbrögð mín við skammdegis- drauginn sem í vankaðri vitundinni tók á sig líki loðins svarts flykkis sem greip mig kverkataki og þrumaði digurbarka- Iega: Þú stígur hvorki í fæturna né vitið í dag, heillin, né mér yfir höfuð. Hér er ég samt mætt. Síðast vorum við trúi ég að tala um prósa á sjöunda áratugnum, en þá var þetta helst: Guðbergur gaf söguþræðin- um á kjaftinn svo undan sveið; Thor hélt áfram að skrifa um lónli blú bojs á bömmer; Svava krossfesti konur upp við kalda grjótveggi, en Indriði lék laus- um hala í paradís. Við þetta virtust þið nokkuð dús, en bersýnilega eruð þið engu sáttari við ykkar skammdegisdrauga en ég við minn, og því langar mig til að víkja aft- * Sbr. greitest hits úr krossferð krakkanna I, I og /// í ljóðabók Einars Más. Guðmunds- sonar, Róbinson Krusó snýr aftur, Rvik 1981. ur að ljóðagerðinni (aftur, og nýbúin! sveiið þið kannski í hljóði), til þess að benda ykkur á hvernig megi særa burt drauga eða önnur illfygli með orðum. Mæli ég um og legg ég á að þráhyggin berumst við vítt og um vítt um látra- björg ljóðsins . . . II. Hvernig, já hvernig, hvar og til hvers? spyrjið þið. Þið kvartið stundum yfir torræðni ljóða, segið að vilji skáld koma boðskap á framfæri eigi hann að vera skýlaus; vilji skáldið veita upplýs- ingar um sjálft sig eða umheiminn eigi þær að vera tærar eins og kláravínið áður en þið blandið það um helgar; les- andinn þá eins og hver annar neytandi sem getur valið eða hafnað, sagt já eða nei. Þetta viðhorf ykkar speglar kröfu aldarandans um notagildi, þá kröfu að allt eigi að vera útskýranlegt, allt skuli eiga sér samnefnara. En setn betur ferer ekki svo. Það er svo margt sem ekki verður tjáð röklega, hvorki með orðum né tölum, sumt sem aðeins verður skynjað en ekki skilið. A poem should not mean but be, sagði einhver. En samt höfum við.oftar en ekki þörf fyrir að tjá með einhverjum hætti það sem við ,,fil- um“. Ef við kjósum leið orðanna, skáldskapinn, getum við hæglega lent í biindgötu. Orð eru erfið, þau fást ekki ókeypis nema stundum. En orð hafa þó löngum verið tæki til að ná dýrmætu valdi yfir umhverfinu eða eigin tilfinn- ingum, þau geta t.d. hjálpað okkur að sætta okkur við orðinn hlut, og þá verka þau sem særingarþula: þau særa burt úr heilanum óþægileg áreiti. Úr einum meiriháttar skammdegisbömmer vann ég t.d. á eftirfarandi hátt og nefndi orðaklasann kaldrana: Þœr ögurstundir er kaldhötnruð angist skellur á kaldhœðna einsemd ogflóðgarðar beiskju bresta í brimsorfnum hjörtum er enginn aflögufær ögrum borinna íslendinga. III. En hvar á að byrja? Því verður hver að svara fyrir sig. Svar mitt er spurn, því hvernig er t.d. hægt að mæla eigin brjóstbirtu? Síg ég I látrabjörg Ijóðsins hvort veit ég hverfestinni heldur hverfengurinn verður í harðviðrisgjá selsaugun fjarri gjóandi gargandi vargur yfir höfði mér síg ég hugdeig hvers megnar brjóstbirtan ? Síspurulum fyrirgefst margt og þeir steypast alltént ekki í staursfar sjálfsá- nægju og hroka. Skáldkonan Erica Jong sem lengi hefur stundað kennslu, m.a. í ljóða- gerð, gefur eftirfarandi ljóðauppskrift í Arse Poetica: Saltið myndhverfingarnar. Raðið þeim yfir grœnmetið í eldfast ílát þannig að brjóstin snúi upp og dreyp- ið soðinu yfir. Leggið álpappír yfir Ijóðið, setjið lok á leirpottinn og hitið á rist ofarlega í eldstónni þar til krauma tekur í Ijóðmyndunum. Komið þá Ijóðinu fyrir í heitum ofn- inum miðjum. Steikið í klukkutíma og luttugu mín- útur við stöðugan hita þannig að heyra megi Ijóðið matla hóglega. Ljóðið er tilbúið þegar holdið er laust frá beinum og soðið tœrt. Fœrið upp áfat ogfjarlœgið seglgarnið. Hvernig væri að prófa . . . ? IV. Það eru fleiri en þið og ég sem standa stundum ráðþrota gagnvart ýmsu orða- kyns. Merkismaður eins og Sigfús Daðason hefur m.a.s. játað slíkt. Nema hvað? íhugið varnaðarorð hans: Saam át oáólaátoýuutti Höfundur: Jóhanna Sveinsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ný menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný menntamál
https://timarit.is/publication/2011

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.