Ný menntamál - 01.06.1983, Blaðsíða 61
Nordstress frh.
félagslegum aðstæðum og andlegu álagi
kennara.
Innan skólanna þyrfti að vera aðili
sem kennarar geta snúið sér til með
vandamál sín. Sá starfsmaður þyrfti að
hafa reynslu og menntun á sviði kennslu
og sálfræði.
Flestir kennarar segjast þurfa á Iöngu
sumarfríi að halda til að safna kröftum
eftir álag kennslutímabilsins. Þettasýnir
að ekki er allt með felidu. Breytinga á
vinnutíma kennara er þörf.
í sænsku lokaskýrslunni er lagt til að
kennurum sé ætlaður fastur vinnutimi
til að sinna kennslu, samvinnu og undir-
búningi. Vinnudeginum verði skipt
niður með góðum hléum. Kennslu-
skylda verði minnkuð en meiri tíma var-
ið í samvinnu og undirbúning. Um leið
verði kennslutímabilið lengt og kennar-
arnir fái venjulegt sumarfrí. Þannig
megi minnka streitu og stuðla að betri
líðan kennara í starfi.
Þannig lýkur sænsku skýrslunni um
samnorrænu Nordstress - athugunina.
Því miður fengum við, íslenskir kennar-
ar, ekki tækifæri til að taka þátt í þessu
verkefni. Hefðum við átt hlut að máli
stæðum við e.t.v. betur að vígi gagnvart
þeim breytingum sem smám saman eru
að verða á kennarastarfinu.
Birna Sigurjónsdóttir
Viðhorf frh.
virtust menn ótrúlega viðkvæmir, þ.e.
tæp 40% svöruðu þessu ekki og lang-
flestir þeirra sem svöruðu skipuðu sér i
5.-6. sæti.
Spurt var hvernig kennara þætti hann
staddur launalega miðað við aðra:
scemilega svöruðu 26,5% en 47,5%
svöruðu heldur illa. Fæstum þótti það
breytast sér í Img þótt litið væri til alira
annarra tekjumöguleika en þriðjungur
sagði það breytast sér íóhag.
Spurt var um virkni í félagsstarfi:
(stéttarfélögum/stjórnmálasamtökum,
á vettvangi íþrótta eða lista, í karla- eða
kvennasamtökum). 35% sögðust Iítið
sem ekkert starfa.
Spurt var hvort kennari teldi stress út-
brcitt eða þjakandi meðal stéttarinnar:
23,6% töidu stress mjög úthreilt og
51,3% sögðu það lithreitt.
Spurt var hvort kcnnara fyndist hann
sjállur slressaður: Einungis 8,8% sögð-
ust vera mjög stressadir, 46,3% sögðust
nokkut) slressadir en 26,3% kváðusl
h'tit) stressadir.
Spurt var hvort menntunarskortur
hái kennurum í starfi: 35% segja nokk-
uð oft en 45% segja sjaldan.
Spurt var hvaða eitt atriði kæmi öðr-
um fremur í veg fyrir að kennari hyrfi til
annarra starfa (gefnir 7 möguleikar +
annað): 46% sögðu starfsánœgju/
áhuga koma í veg fyrir að þeir leiti ann-
arra starfa.
Spurt var um hlut skólastjóra, kenn-
araráða og kennarafunda varðandi
ákvarðanir í skólanum: (4 fullyrðingar
+ annað) 47,5 % sögðu að kennara-
fundir tcekju helstu ákvarðanir en
skólastjóri framkvæmdi síðan, 28,8%
sögðu að skólastjóri tæki ákvarðanirnar
í samráði við kennararáð.
Spurt var hvernig kennarafundir nýtt-
ust í skólanum: (gefnar 4 fullyrðingar +
annað). 68,8% svöruðu því til að þeir
væru umrœðufundir um stefnumótandi
atriði í skólastarfinu þarsem ákvarðanir
vœru teknar.
Spurt var um hvað kennara fyndist að
foreldrar ætluðust til af skólanum:
(gefnar 5 staðhæfingar + annað).
17,5% töldu skólanum ætlaðan miklu
meiri hluta í uppeldi en beina þekking-
armiðlun, 36,3% töldu skólanum ætlað
að kenna ákveðna færni og miðla þekk-
ingu til undirbúnings frekara námi og
25% töldu foreldra hafa óljósar hug-
myndir um hvað skólinn ætti að gera.
Fleiri svör mætti auðvitað tína til en
það verður ekki gert hér. Margar spurn-
ingar sitja eftir hjá undirrituðum, svo
sem hvers vegna KÍ tók á málinu sem
raun varð á og eins hvers vegna kenn-
arar brugðust við á þann hátt sem fyrr
var lýst. Hafa kennarar eitthvað að fela
eða halda þeir að ég hat'i verið að gera
tilraun til að njósna um þá og persónu-
lega þanka þeirra? Líta kennarar á
viðhorf sín og starfsanda sem einka-
mál? Finnst kennurum að öðrum komi
það ekki við hvernig þeir hugsa og
vinna?
Ég hefi tilhneigingu til að svara sem
einn af ,,hópnum“ og segja að það sé
ekkert einkamál okkar livað við erum
að hugsa eða gera og að það sé okkur
ekki til góðs að pukra með viðhorf
okkar. Við eigum að koma til dyranna
eins og við erum klædd. Við eigum
nefnilega heimtingu á að tekið sé mark á
okkur við stefnumótun en til þess að svo
megi verða er lágmark að við sýnum
inálum álutga og sýnum metnað — upp-
eldislegan melnað byggðan á þjóðlé-
lagslegum markmiðum sem eiga sér ein-
hverja samsvörun í mannskilningi sem
við erum reiðubúin að berjast fyrir. Við
eigum að gera mestar kröfur til okkar
sjálfra. — Ef við gerum það getum við
búist við að tekið verði mark á okkur.
Benedikt Sigurðarson
Svar Hönnu frh.
,,Aðframkomnum“ kennara, sem
getur leitað til samkennara sinna með
vandamál sín og notið skilnings þeirra
og stuðnings, er lítil hætta búin. Að því
ber að stefna að andrúmsloftið í hverj-
um skóla verði þannig að kennarar og
nemendur geti eflst og þroskast á þann
hátt sem vikið hefur verið að hér að
framan.
Hvers vegna leiðist . . . frh.
kennari hefur ekki áhuga á kennslunni
(sem er oft vel skiljanlegt miðað við að-
stæður) og virðist kenna nemendum
eitthvað til þess eins að fá kaupið sitt, er
hætta á að nemendur missi allan áhuga
á náminu. Afleiðingin er leiðinlegt and-
rúmsloft í hópnum eða bekknum og
léleg mæting. Sem betur fer á þessi
lýsing ekki við meirihluta kennara en
hún á því miður við um of marga. Þess
eru einnig dæmi að óskiljanlegar
kennslubækur hafi valdið því að þorri
nemenda hafi misst allan áhuga á náms-
grein sem annars væri áhugaverð.
Áhugi nemenda á námi, ásamt sam-
skiptum þeirra við aðra nemendur, er
mikilvægasta forsenda þess að þeint líði
vel í skólanum. Það er því skylda kenn-
ara að gera allt til að draga ekki úr þeim
áhuga. Mér er ljóst að sumir nemendur
hafa lítinn sem engan áhuga á náminu
og vilja ljúka því á sem auðveldastan
hátt til að fá einhverja vinnu. En það
eru lika margir nemendur sem eru í skól-
anum af „frjálsum vilja“, hafa áhuga á
námi og að ætla að stunda framhalds-
nám að loknu stúdentsprófi. Það er
verkefni skólans að sjá til þess að þeir
geti sinnt náminu og missi ekki áhugann
kannski strax á fyrstu önn. Ég er engu
að síður nokkuð ánægður með skólann
en margt rnætti vera betra sem sést
kannski best á því að um 30 af hundraði
nýnema léllu á haustönn 1982.
Steingrimur Sigurgeirsson,
MH. Reykjavik.
61