Ný menntamál - 01.06.1983, Blaðsíða 18
Það er kannski mannlegt að reyna sí-
fellt að breyta sjálfum sér og leita or-
saka allra vandamála í eigin barmi. Öll
þekkjum við ímynd hins fullkomna
kennara sem hrífur alla með persónu-
töfrum sínum og á aldrei við vandamál
að stríða.
Á kennarastofum tíðkast yfirleitt
ekki að kennarar ræði vandamál sín. í
þeim skólum þar sem enginn þekkir að-
stæður annars er lítil samkennd og
kennari sem talar mikið um agavanda-
mál sín fær fljótt stimpilinn „lélegur
kennari“. Menn læra það líka fljótt að
tala varlega um erfiðleika sína í starfi.
Kennsla verður seint svo góð að ekki
megi bæta hana. Forsendur þess að
kennari geti vaxið í starfi eru samskipti
við starfsfélaga, þekkingarleit og opin-
ská umræða um hvaðeina sem kennsl-
una varðar.
Samvinna — samábyrgð
Einna alvarlegust er einangrun bekkjar-
kennara þegar hann verður að taka
ákvarðanir sem geta haft áhrif á alla
framtíð einstakra nemenda. Kennarinn
getur ekki rætt málið við neinn sem
þekkir nemendur og vandamál þeirra
jafnvel og hann sjálfur. Kennarinn
forðast í lengstu lög að leita til yfir-
manna, hjúkrunarkonu, félagsráðgjafa
eða sálfræðings vegna þess að um leið
og hann gerir það er málið orðið opin-
bert, aðgerðir formlegar og málið að
vissu marki tekið úr höndum hans.
Áður en kennarinn leitar til þessara að-
ilja hefur hann reynt allar aðferðir sem
hann sér til lausnar vandamálinu og vís-
ar því ekki frá sér fyrr en hann getur
með engu móti leyst það.
Líðan kennara við slíka ákvörðun
geta allir kennarar ímyndað sér ef þeir
þekkja hana ekki af eigin raun.
Ég tel að ,,teymi“ (hópur) geti fundið
fleiri lausnir á slíkum vandamálum en
einangraður bekkjarkennari. í teyminu
geta kennarar rætt og íhugað vandamál
í sameiningu og leitað lausna á því. Ef
vel tekst til kemst vandamálið aldrei á
það stig að það komi til kasta annarra í
skólanum.
Nemandi með hegðunarvandkvæði
eykur mikið álag á kennarann og aðra
nemendur. Teymi kennara með breyti-
lega hópa nemenda getur jafnað álagið
þannig að það leggist ekki alltaf á sama
kennarann með sama hóp. Komi upp
vandamál í samskiptum kennara og
nemanda er t.d. hægt að hliðra til án
þess að úr því verði mikið mál.
Einangraðastir allra í skólunum eru
sérgreinakennarar sem kenna aðeins
eina grein. Þeir hitta mörg hundruð
nemendur fáa tíma í hverri viku og geta
því tæpast myndað sterk tengsl við
hvern og einn. Ennfremur hafa þeir
yfirleitt lítið eða yfirborðslegt samband
við aðra kennara. í skólanum er t.d.
ekki gert ráð fyrir samstarfsfundum
þessara kennara og umsjónarkennara.
Skyldi því engan undra þótt sér-
greinakennurum líði verst í starfi sam-
kvæmt niðurstöðum sænsku Nord-
stress-könnunarinnar. Þar er bent á þá
Iausn að sérhæfing kennara minnki en
kennaramenntunin verði víðtækari.
Kostir teymisins felast ekki aðeins í
samábyrgð og gagnkvæmum stuðningi
kennara. Við skipulagningu náms er
kostur að geta skipst á hugmyndum.
Þegar allir miðla þekkingu sinni og
reynslu næst oft betri árangur, frjórri
kennsla en ella. í framkvæmd nýtast þá
sérhæfileikar hvers og eins og við undir-
búning má oft spara vinnu með hag-
kvæmri verkaskiptingu.
En hvers vegna er teymisvinna ekki
algengari ef kostir hennar eru svo aug-
ljósir? Eru kennarar e.t.v. ekki tilbúnir
að breyta starfsháttum sínum, þ.e.
fórna einhverju af sjálfstæðinu? Eru
þeir hræddir við ný vinnubrögð? Þú
veist hvað þú býrð við en óvissa fylgir
breytingum. Eða er ástæðunnar að leita
í skipulagi skólans sem stofnunar og
kjarasamningum kennara?
Samstarf krefst tíma. Nauðsyn er að
fastir tímar á töflu séu ætlaðir hópnum
til sameiginlegra funda. Samstarfið má
ekki færast yfir á kvöld og helgar eða
bætast við aðra vinnu og verða meira
eða minna ólaunað.
Ekki er einhlítt að kennara liði betur
en ella í nánu samstarfi við aðra kenn-
ara. í teymi getur, þegar verst lætur,
blossað upp harkalegur ágreiningur sem
eyðileggur samstarfið eða gerir einum
kennara starfið ákaflega erfitt. Oftast
varðar þessi ágreiningur kennsluna eða
viðhorf til nemenda. Stundum verður
ágreiningur vegna ólíkrar menntunar og
þekkingar á kennslufræði og sálar-
fræði.
Það krefst mikils af hópnum að leysa
slika samstarfsörðugleika og oft er þá
valinn auðveldari kosturinn: að skella á
eftir sér hurðum og hætta samvinnunni.
Meðan kennarar eru sjálfráðir um
hvort þeir vinna saman eða ekki geta
þeir hagað sér þannig. En er ekki kom-
inn tími til að taka afstöðu og marka
ákveðna stefnu? Sem stendur er hefð-
bundið starf í sumum skólum en annars
staðar er unnið misjafnlega markvisst
nýbreytnistarf. Víða má finna hefð-
bundið starf og nýja kennsluhætti í
sama skólanum. Krafan um nýbreytni
brennur á kennurum án þess að þeim
séu skapaðar þær aðstæður sem eru for-
senda breytinganna. Hér á ég við að-
stæður í víðtækri merkingu. Skólar fá
ekki fé til að kaupa nauðsynlegan bún-
að eða gögn. Laun og mat á vinnu kenn-
ara er ekki í samræmi við breyttar kröf-
ur til þeirra. Skipulag skólans sem
stofnunar er ekki miðað við nýbreytni í
starfi.
Sú leið sem hingað til hefur verið far-
in, þ.e. að varpa allri ábyrgð á herðar
kennurunum og láta þá um að breyta, er
ekki fær til lengdar.
Það vœri léttir að hætta að kenna og vinna bara 12 tíma á
dag.
18