Ný menntamál - 01.06.1983, Blaðsíða 23
Lítum á nokkur svör kennara við spurn-
ingum um agavandamál:
Kona: Kennarar fá á sig stimpil vegna
agavandamála. Ég hef verið stimpluð.
Karl: Álitshnekkir? Jú, það er alveg
rétt. Það er ekki útilokað.
Karl: Ég hafði áhyggjur af orðstír mín-
um fyrsta árið sem ég kenndi hérna.
Kona: Hér er ekki litið niður á fólk sem
glímir við agavandamál.
Kona: Kvarti kennarar inni á kennara-
stofu þá hættir hinum kennurunum til
að álíta þá ómögulega.
Kona: Ég geri ráð fyrir að langflestir séu
þannig gerðir að þeir eigi ákaflega erfitt
með að viðurkenna að þeir ráði ekki við
kennsluna.
Kona: Mér þœtti betra að menn ræddu
vandamál sín. Kannski reyna þeir að
breiða yfir þau svo að allt sýnist slétt og
fellt. Við vitum mætavel að hjá sumum
er allt upp í loft þótt aldrei sé rætt um
það.
Kona: Ég hef það mikla reynslu að ég
þarf næstum aldrei að leita til annarra.
Kona: Ég tel mig ekki eiga við nein
vandamál að stríða. Ef þau kæmu upp
þá myndi ég ekki tala um þau við neinn
kennaranna. Mér hefur reynst best að
leysa málin á eigin spýtur á þessum 10
árum í kennslustarfinu.
Kona: Ég myndi ekki rœða agavanda-
mál við neinn hérna ískólanum.
Kona: Kannski þekki ég engan nógu vel,
kannski treysti ég engum. Aðrir hafa
engar lausnir.
Karl: Hjá reyndum kennurum eru engin
vandamál. Það eru fremur nemendur
sem eiga við persónuleg vandamál að
stríða og við ræðum þau. Ég — ekki
aðrir — verð að meta það hvenær ég
þarfá aðstoð eða hjálp að ha/da.
Eins og sjá má eru svör kennaranna öll á
einn veg. Þeir vilja ekki trúa starfsfélög-
um sínum fyrir vandamálum sem snerta
kennsluna. Því hlýtur að fylgja mikil
vanlíðan ef kennarar geta ekki leitað til
vinnufélaga sinna — einstaklings eða
hóps — og trúað þeim fyrir vandamál-
um sínum. Geti kennarar ekki rætt
vandkvæði sín innan veggja skólans er
afar sennilegt að starfsskipanin hindri
það á einhvern hátt.
Samantekt
Ég hef nú lítillega rætt um hvernig hið
formlega kerfi getur komið í veg fyrir að
kennarar hætti á að létta á hjarta sínu.
Jafnframt hef ég bent á að óformlegar
reglur og viðhorf ráðist meira eða
minna af hinu formlega kerfi. Kerfin
verka hvort á annað og mælikvarðar eru
svipaðir þótt áhrifa óformlega kerfisins
gæti fyrr. Ég tel því nauðsynlegt að
breyta aðstæðum í skólum þannig að
kennarar geti leyst vandamál sín í sam-
einingu. Það er vitaskuld ekki auðvelt
verk þar sem í því felst umbylting á hinu
formlega skipulagi, einkum vinnuað-
stæðum. Breytingar á hinu óformlega
kerfi sigla svo óhjákvæmilega í kjölfar-
ið, þ.e. ef sú fullyrðing er rétt að það
mótist meira eða minna af hinu form-
lega kerfi.
Lausn ?
Reynsla mín við kennslustörf hefur
sýnt mér að um leið og samstarf eykst
minnkar einangrunin. Tveir eða þrír
kennarar, sem vinna fyrir opnum tjöld-
um á sama svæði, standa betur að vígi
faglega en sá sem vinnur einn. Undan-
farin fjögur ár hef ég unnið í skóla þar
sem mörgum kennsluaðferðum er beitt
og ýmislegt reynt. Þar er hefðbundið
eða lokað bekkjarkerfi, kerfi sem er að
nokkru leyti opið, opin svæði með
blönduðum árgöngum, yngri deildir og
eldri deildir. Þessum mismunandi
starfsháttum hef ég kynnst af eigin
raun. Ég hef unnið einn og í hópi með 2,
3 og 5 kennurum. Satt að segja var ein-
lægni fólks og sjálfsgagnrýni mest í 5
manna hópnum en starfið jafnframt
erfiðast. í slíkum hópi fer fram sífelid
gagnrýni og mat. E.t.v. hef ég lært mest
um kennslu í þessu hópstarfi. Þó er auð-
veldara að vinna í fámennari hópi því
þar er samræming auðveldari. Sveigjan-
legt samstarf tveggja kennara er gott,
svo langt sem það nær, en jafnast engan
veginn á við starf í stærri hópum. Ef
hópvinna á að bera tilætlaðan árangur
77/ hvaða starfsfélaga þíns myndir þú leita ef þú œttir við
agavandamál að etja?
23