Ný menntamál - 01.06.1983, Blaðsíða 58
Vistfræði fyrir byrjendur
Útgefandi: Svart á hvítu (1982)
Þýðandi: Pétur Reimarsson
Ríkir vistkreppa? Stefnir í visthrun? Er
tæknin að ganga af náttúrunni dauðri?
Hvað getur maðurinn gert til að sporna
við helstefnunni? Þessum og mörgum
fleiri áríðandi spurningum er miskunn-
arlaust svarað í þessari bók.
(A f baksíðu)
Vistfrœði fyrir byrjendur fjallar um allt
milli himins og jarðar; lífið á jörðinni,
það sem ógnar tilveru þess og það, sem
gœti bjargað því. En þótt ótrúlega víða
sé komið við er bókin engin staðreynda-
þula. Umfjöllun þessa þýðingarmesta
efnis nútímans er að miklum hluta í
myndasöguformi. Góð mynd segir
meira en langt mál. (Einnig af baksíðu
bókarinnar; allt hverju orði sannara!)
■
Það fer ekki á milli mála að eitt mesta
vandamál sem mannkynið verður að
fást við nú og í nœstu framtíð er að
stöðva eyðingu hinnar lífrœnu náttúru
og tryggja viðgang og eðlUega nýtingu
þeirra auðlinda sem afkoma okkar og
framtíð byggist á. Á hverju ári fjölgar
íbúum jarðar um 60-70 milljónir og
fjölgunin er fyrst og fremst í þróunar-
löndunum þar sem nú er skortur á flest-
öllum nauðsynjum svo sem mat, hrá-
efnum og orku. En þetta vandamál
verður ekki leyst nema að þjóðir heims
taki á því sameiginlega af fulkominni
alvöru. Náttúrugæðum verður að skipta
á réttlátan hátt, útrýma fátcekt og fram-
leiða mat handa öllum. Því miður
höfum við Islendingar lítil afskipti haft
af þessu sameiginlega vandamáli mann-
kynsins og oft látið sem það komi okkur
ekki við. Þessi bók getur vonandi sann-
fœrt einhvern lesanda sinn um að'við
erum ekki einir í heiminum og við ber-
um sameiginlega ábyrgð á framtíð
okkar.
Haukur Hafstað
framkvœmdastj. Landverndar.
(Úr eftirmála)
Lögmál alþýðunnar um vistfræði.
1. Allt tengist innbyrðis.
2. Efni eyðist ekki, það breytir um
form.
3. Náttúran veit betur.
4. Það er ekki hœgt að borðafrítt.
(Bls. 17)
Það má nota vistfrœðina til góðs eða ills
eins og aðrar vísindagreinar. Það veltur
allt á því hver situr við stjórnvölinn. í
stað þess að vernda náttúruna getur
vistfræðin, með því að kortleggja hana,
aðstoðað við ,,ofnýtingu á því sem
betra væri að dást að, njóta og búa í. “
(Joseph Wood Knotch).
(Bls. 126)
Iðnvœðingin olli því að áhersla var ekki
lengur lögð á að lifa af afurðum auð-
lindanna heldur var ráðist á þær sjálfar.
Þannig hóf nú mannkynið að ganga á
,,höfuðstól“ jarðarinnar í stað þess að
lifa af,, vöxtunum
Bókin minnir á kvikmynd hvað upp-
byggingu varðar. í henni er urmull af
stuttum atriðum sem hvert um sig er
harla ófullkomið. Heildarmyndin birtist
ekki fyrr en búið er að klippa kvik-
(Bls. 30)
Það er lífsnauðsyn að skilja eðli náttúr-
unnar. Vistfrœðin getursagt til um hvað
við getum og hvað ekki, til þess að,, vef-
ur lífsins“ haldist heill og hana má nota
til að gagnrýna þjóðfélagið á róttækan
hátt. En vistfræðin sjálf er bara tæki.
Látum mannlegar þarfir og umhyggju
fyrir umhverfinu móta framleiðslu og
lífshætti! Skynsamleg og skemmtileg
störf góð lífskjör og heilbrigt og gott
umhverfi fyrir alla! Spörum orku og
hráefni!
(Bls. 159)
myndina, þ.e. raða brotunum saman.
Lesandinn ætti ekki að sofna út frá
bókinni. Hann hefur kappnóg að gera
við að fylla upp í eyðurnar milli atrið-
anna (í huganum) og reyna að skilja
brandarana. Gamninu í bókinni fylgir
mikil alvara, óvenjumikil.
Bókin miðast fyrst og fremst við
manninn — sögu hans, lífshætti og um-
hverfi — en það er nýlunda í bókum á
íslensku um vistfræði handa
byrjendum. Ég er ekki í vafa um að það
hentar borgarbörnum nútímans betur
að byrja á því að læra um manninn en
lífverur sem flest þeirra þekkja lítið sem
ekkert. Vistfræði er ekki bara líffræði;
hún tekur einnig til mannlegra sam-
skipta og tengsla manna við náttúruna.
58