Ný menntamál - 01.06.1983, Blaðsíða 32

Ný menntamál - 01.06.1983, Blaðsíða 32
1. Hvað er gert til að vernda geðheilsu kennara? 2. Hvert á aðframkominn kennari að leita með vandamál sín ? Valgeir Gestsson, formaður KÍ: 1. Ekki hefur verið unnið að því sérstak- lega, þ.e. á formlegan eða skipulegan hátt, að verndageðheilsu kennara. Ýmis ákvæði í lögum og reglugerðum veita kennurum aftur á móíi ákveðna vernd hvað varðar vinnuálag, vinnu- byrði og lágmarksaðbúnað og stuðla þannig beint eða óbeint að betri líðan þeirra í starfi. í þessu sambandi má nefna ákvæði um hámarksnemendafjölda í bekk, lengd kennslustunda, stundahlé, skóia- leyfi, meðferð agamála og skólareglur. Lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustað taka einkum til atriða er varða líkamlega líðan fólks á vinnustað sem að sjálfsögðu hefur áhrif á andlega líðan. Lög um réttindi og skyldur veita starfsmönnum ríkisins ákveðið starfsör- yggi, t.d. ákvæði um fastráðningu og. veikindarétt. í kjarasamningum er kennurum tryggður afmarkaður vinnutími, matar- hlé, orlof, tryggingar o.fl. Þótt ýmis baráttumál KÍ séu ekki ein- göngu sett fram kennarastéttinni til sáluhjálpar mundi framgangur margra þeirra stuðla að betri geðheilsu kennara. Þar má nefna færri nemendur í bekkjar- deildum, bætta starfsaðstöðu nemenda og kennara, fleiri og betri námsgögn, fleiri tækifæri til framhalds- og endur- menntunar og — síðast en ekki síst — betri laun. 2. Aðframkominn kennari á að snúa sér til þess er hann treystir best til að koma sér til hjálpar við að leysa vandann. Æski- legt er að það sé yfirmaður hans, skóla- stjóri eða yfirkennari eða þá að svo góð- ur samstarfsandi ríki í skólanum að kennarinn geti leitað til samkennaranna og skólastjórans sem samstarfshóps þar sem litið er á vandamál eins sem úr- lausnarefni fyrir hópinn í heild. Kristján Th orlacius, formaður HIK: Þau áhrif, sem starfið hefur á andlega og líkamlega líðan, eru mjög til umræðu hjá kollegum í grannlöndum okkar um þessar mundir. Streita er atvinnusjúk- dómur sem leggst æ þyngra á kennara og þeim fjölgar sem gefast hreinlega upp fyrir auknum kröfum sem starfið gerir til þeirra. Það er því ekki að ófyrir- synju að þessi mál eru tekin til umfjöli- unar á hinum nýja vettvangi kennara og spurningarnar, sem hér eru bornar fram, eru því miður ekki alveg út í hött þó að svör mín verði það sjálfsagt að einhverju leyti. 1. Fyrri spurningunni get ég ekki svar- að nema með því að fara lítið eitt í kringum hana. Ef sú fullyrðing er rétt að streita stafi af of miklu vinnuálagi má segja að nokkuð hafi áunnist með nýjustu kjarasamningum. Þegar fallist var á það á sínum tíma að kennslu- skylda minnkaði við 55 og 60 ára aldur var í raun viðurkennt að kennslustörf eru meira slítandi en önnur störf; mér er ókunnugt um svipuð ákvæði hjá öðrum stéttum. En það er ekki nóg að embætt- ismenn í ráðuneytum skilii þetta. í hug- um margra samborgara okkar erum við „fólkið sem fær Ianga sumarfríið“. Sjálfsagt telja mörg okkar það starfinu til gildis en ekki má gleyma því hverju verði við kaupum þetta langa sumarfrí, þ.e. með auknu vinnuálagi á starfstíma skólanna. Við skilum jafnmörgum vinnustundum á ári og aðrir ríkisstarfs- menn og árskennsluskylda okkar er svipuð og hjá kennurum á öðrpm Norðurlöndum. Og sumarfríið okkar Ianga er siður en svo nýtilkomið. Það er gamall arfur frá árinu „sextánhundruð og súrkál“ þegar nafni minn, þáverandi kóngur, varð við bænakvaki íslenskra bænda og leyfði að synir þeirra fengju að vera heima frá upphafi sauðburðar fram yfir haustréttir. Allt frá dögum Kristjáns IV. hafa sumarleyfi í skólum okkar miðast við þarfir atvinnulífsins en ekki við óskir heyraranna. Við kennar- arnir höfum hins vegar hliðrað til hvað varðar vinnutíma okkar og leggjum á okkur fyrir bragðið óhóflega vinnu- byrði á kennslutímanum. Ég tel mikil- vægt fyrir andlega vellíðan fólks að það geti, a.m.k. ef það vill, stillt vinnu sinni í hóf og sá misskilningur er býsna al- mennur að vinnuálag sé lítið á kennara og þá einblínt á langt sumarfrí. Þann misskilning þurfum við að leiðrétta. 2. Aðframkominn kennari getur í raun- inni aðeins gert eitt: Leitað að öðru starfi sem fylgir minna andlegt álag. Víðir H. Kristinsson, forstöðumaður Sálfræði- deildar skóla: Ég álít að raunverulega hafi lítið verið gert til að vernda geðheilsu kennara. Ekki hefur t.d. verið reynt að tryggja að kennarar gætu lifað af launum sínum. Það er þó frumskilyrði þess að fólki líði vel að það sé ekki að farast úr áhyggj- um vegna efnahagsins. Ég fæ heldur ekki séð að daglegt starf kennara hafi verið skipulegt með það fyrir augum að þeim líði reglulega vel í starfi. Þvert á móti. Ýmislegt í daglegu starfi veldur streitu, t.d. óraunhæf yfirferð á náms- efni, fáránleg samræmd próf o.fl. Fjöldi kennara lætur sífellt í ljós óá- 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ný menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný menntamál
https://timarit.is/publication/2011

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.