Ný menntamál - 01.06.1983, Blaðsíða 54

Ný menntamál - 01.06.1983, Blaðsíða 54
Rúnar: Við höfum reynt að finna heimili þar sem nemendur mega dvelja um helgar svo að þeir einangrist síður frá öðrum. Þessar helgarheimsóknir hafa gefist mjög vel. Þið notið hendurnar mjög mikið þegar þið talið. Þurfa heyrnleysingja- kennarar að vera góðir leikarar? Guðlaug: Við reynum að nota sem flestar aðferðir til að fá nemendur til að skilja okkur. Reyndar geta allir kennar- ar beitt augum, höndum og líkamanum öllum til að auðvelda nemendum námið en ég held að þessum þætti hafi verið of lítill gaumur gefin í almennri kennslu. Vinnið þið mikið saman? Guðlaug: Samstarfið fer að miklu Ieyti fram á óformlegan hátt frá degi til dags enda má segja að við — og þá nem- endur meðtaldir — séum eins og ein stór fjölskylda. Kennarafundir eru einu sinni í mánuði og oftar ef nauðsyn krefur. En við forðumst að halda fundi til mála- mynda. Kennararáðsfundir eru einu sinni í viku. Ég álít að kennararáð geti verið skólastjórum mikill styrkur; það er a.m.k. reynsla mín. Kennararáðið hér hefur unnið gott starf. Bryndís: Við hittumst á kennarastofu á hverjum degi og getum borið saman bækur okkar en við teljum að meiri samvinna við kennara í grunnskólum sé æskileg. Er kennslan í grunnskóladeild svipuð kennslu í almennum grunnskólum? Gunnar: Nemendur læra sömu náms- greinar og jafnaldrar þeirra í öðrum skólum en engu að síður tengist allt námið máli og málnotkun á einhvern hátt. Við verðum að jafnaði að einfalda kennslubækur og annað námsefni, endursemja það með tilliti til þarfa nem- enda. Kennslan fer fram á talmáli og táknmáli enda má segja að nemendur líti fremur á hið síðarnefnda sem móð- urmál sitt en íslenskuna sem ,,út- lensku“. Þið notið myndbönd við kennsluna. Gunnar: Já, myndbandið er geysilega áhrifamikið kennslutæki fyrir þennan hóp. Sjónræn áreiti örva nemendur hér mun meira en bækur og blöð. Við höf- um verið að gera tilraunir með mynd- bönd sem kennslutæki og verðum að þreifa okkur áfram, meðal annars vegna þess að við getum ekki byggt á reynslu annarra. Okkur skilst að myndbönd séu ekki notuð við móðurmálskennslu í grannlöndum okkar. Hvernig notið þið tækið? Gunnar: Myndbandskennslan er með ýmsum hætti. Við tökum fyrir frétta- efni. Margir heyrnleysingjar búa við talsverða einangrun þar sem þeir geta ekki lesið dagblöð sér til gagns. Við reynum að rjúfa hana með því að kynna þeim fréttir líðandi stundar. Við styðj- umst við táknmálsfréttirnar í sjónvarp- inu og almennar fréttir. Við skýrum samhengi i 'frásögn og einstök orð og notum jafnframt fréttir úr blöðum. Nemendur verða að tengja saman mynd og orð, endurtaka og æfa sig að finna rétt orð um tiltekna athöfn, hlut eða at- burðarás. Endursögn er ýmist munnleg eða skrifleg. Við getum stöðvað tækið og beint athyglinni að einstökum at- höfnum eða hlutum; brotið skýringar- textann i kvikmynd til mergjar, breytt honum í óbeina ræðu og margt fleira. Nemendur æfa sig að segja frá, rifja upp eða festa eitthvað á blað. En við höfum áreiðanlega ekki komið auga á allt það sem unnt er að gera á sviði myndbandskennslunnar. Guðlaug: Ég vona að aðrir kennarar eigi eftir að njóta góðs af þessu starfi — ekki bara sérkennarar heldur einnig al- mennir kennarar. Myndband hentar t.d. vel við málanám. Annars held ég að flestir kennarar vilji fá myndbönd en vandinn er sá að kunna að nýta þau. Gunnar: Mér er óhætt að fullyrða að myndbandskennsla krefst mikils undir- búnings. Nemendur mega ekki vera ó- virkir áhorfendur. Nú geta nemendur stundað nám í framhaldsdeild. Guðlaug: Já, í vetur stunda til dæmis 28 nemendur undirbúningsnám og að því Ioknu geta þeir stundað nám í fram- haldsdeild. í deildinni læra allir nem- endur íslensku, stærðfræði, ensku og dönsku en síðan geta þeir valið mismun- andi námsbrautir. Verkleg kennsla fer fram í ýmsum framhaldsskólum en bók- leg kennsla í faggreinum fer fram hér í. skólanum. Ég vil geta þess að margir hafa unnið af miklum dugnaði að um- bótum á sviði framhaldsmenntunar heyrnleysingja og heyrnarskertra. Ég held að ég halli ekki á neinn þótt ég nefni sérstaklega nöfn Brands Jónsson- ar, fyrrum skólastjóra hér, Jóns Sætr- an, fyrrum yfirkennara við Iðnskólann í Reykjavík, og Guðmundar Einarssonar heyrnleysingjakennara sem starfaði lengi hér við skólann. 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ný menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný menntamál
https://timarit.is/publication/2011

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.