Ný menntamál - 01.06.1983, Blaðsíða 60
SSPS‘gA'H‘70
ALDARAFMÆLI ESPERANTO Á ÞESSUM ÁRATUG
Fyrir fimmtíu árum samdi Þórbergur
Þórðarson allþykka bók, Alþjóðamál
og málleysur, ítarlegt fræðslurit um al-
þjóðamálið esperanto og önnur málleg
efni. Bókin kom út hjá Menningarsjóði
og gekk seint á upplagið; þó er svo kom-
ið nú að hún er ekki iengur fáanleg
nema í fornbókaverslunum. Þessi bók
Þórbergs var á sínum tíma einstök í
sinni röð í veröldinni; á engu öðru þjóð-
máli hafði esperanto og sögu þess verið
gerð jafn-rækileg skil á einum stað. Enn
er þar margt í fullu gildi, einkum lýsing
Þórbergs á málinu og eiginleikum þess
og hinn postullegi boðskapur meistar-
ans um gildi og framtíðarhlutverk esper-
anto í þágu friðar og skilnings milli
jarðarbúa.
Margt hefur gerst í sögu esperanto á
þeim fimm áratugum sem liðnir eru frá
útkomu bókar Þórbergs. Þessu greinar-
korni er ekki ætlað að rekja þá sögu
með neinum hætti, til slíks dygði ekki
minna en ný bók. Ég vil þó vekja athygli
á því að senn er öld liðin frá því að dr.
Zamenhof birti fyrstu kennslubókina í
málinu, Unua Libro, 1887. Þau fimm
ár, sem eru til stefnu fram að aldaraf-
mælinu, hyggst alþjóðlega esperanto-
hreyfingin nýta sem best til að afla mál-
inu meiri viðurkenningar og fylgis.
Það er ánægjulegt að geta hér nefnt
að einn merkasti atburður í sögu esper-
antohreyfingarinnar á síðustu árum
varð í Reykjavík fyrir tæpum fimm ár-
um. Þá hélt Alþjóðlega esperantosam-
bandið (Universala Esperanto-Asocio)
árlegt heimsþing sitt í fyrsta skipti á ís-
landi með um 1100 þátttakendum frá 40
löndum. Sýndi þá aðalframkvæmda-
stjóri Menningar- og fræðslustofnunar
Sameinuðu þjóðanna (UNESCO),
Amadou-Mahtar M’Bow, alþjóðamál-
inu þann sóma að setja þingið með ítar-
legri ræðu en hann var þá staddur hér í
boði íslenskra stjórnvalda. Þessi viður-
kenning æðsta starfsmanns svo mikil-
vægrar menningarstofnunar hefur
reynst esperantohreyfingunni heilla-
drjúg, styrkt tengslin við UNESCO og
vakið áhuga fjölþjóðastofnana á hlut-
verki esperanto. Eru þess nýleg dæmi að
málið hafi beinlínis verið notað á al-
þjóðaráðstefnum utan esperantohreyf-
ingarinnar, t.d. i Namur á 9. þingi Al-
þjóðasambands sérfræðinga í stýrifræði
(Association Internationale de Cyberné-
tique) í september sl. þar sem esperanto
var notað sem þriðja verkmál. Það fær-
ist líka í vöxt að vísindamenn birti rit-
gerðir á esperanto, ekki síst málvísinda-
menn.
Almenn útbreiðsla málsins er eins og
vænta má mjög misjöfn eftir löndum; á
undanförnum fáum árum hefur það
notið mestrar hylli í Kína og er víða
fylgst með þeirri þróun af eftirvænt-
ingu.
Ýmsir hafa heyrt að auðvelt sé að
nema esperanto. Það er vissulega rétt ef
miðað er við önnur tungumál. Þó verða
menn að hafa fyrir því að læra esper-
anto eins og aðrar greinar. Hafa esper-
antokennarar löngum verið áhugasamir
að semja nýjar kennslubækur, reyna
nýjar kennsluaðferðir og gangast fyrir
tilraunum í kennslu málsins. Ein sú at-
hyglisverðasta fór fram á vegum Al-
þjóðasambands esperantomælandi
kennara (ILEI) fyrir nokkrum árum
(1971-1974). Var þá börnum í 30 bekkj-
ardeildum í 5 löndum, Belgíu, Þýska-
landi.'Frakklandi, Hollandi og Júgósla-
víu, kennt málið samtímis samkvæmt
samræmdri námskrá. Tilrauninni lauk
með sameiginlegu námskeiði allra barn-
anna í St. Gerard í Belgíu. Þar hlutu
þau frekari þjálfun í esperanto og auk
þess var málinu beitt til að kenna aðrar
greinar, t.d. landafræði. Nákvæmt
eftirlit var haft með tilrauninni og ítar-
leg greinargerð samin um árangur sem
þótti mjög jákvæður (Helmut Sonna-
bend: Esperanto — lerneja eksperi-
mento, 1979). Enginn kostur er að rekja
hér til hlítar niðurstöður þessarar
kennslutilraunar. Þó vil ég nefna að í
lok 2. námsárs var m.a. lagt próf fyrir
nemendur, sem voru í 4. bekk barna-
skóla, þar sem setningar skyldu þýddar
af esperanto á móðurmál barnanna.
Jafnframt voru nemendur fjögurra
þýskra bekkjardeilda 7. og 8. bekkjar,
sem lært höfðu ensku frá því í 5. bekk,
látnir þreyta próf þar sem hliðstæður
enskur texti skyldi þýddur á þýsku. Nið-
urstöður þessarar könnunar voru þær
að börnin í ,,esperanto-bekkjunum“,
sem höfðu lært esperanto í tvö ár, gerðu
þessum málkröfum 80% skil, börnin í 7.
bekk, sem lært höfðu ensku í þrjú ár,
gerðu þeim 57% skil og eftir fjögurra
ára enskunám gerðu börnin í 8. bekk
málkröfunum 76% skil.
Síaukin áhersla er nú víða lögð á
þjálfun og menntun kennara í esper-
anto, m.a. á vegum Alþjóðlega esper-
anto-sambandsins. Horfa áhugamenn
um alþjóðamálið nú með meiri bjartsýni
en oft áður til ánægjulegrar framvindu í
kennslumálum sem gæti eflt esperanto
verulega á næstum árum.
Baldur Ragnarsson
Skólastofnanir frh.
Hin ytri umbun kemur m.a. fram í við-
urkenningu starfsfélaga, skólastjóra og
foreldra og skilningi þessara aðilja á
starfi kennara. Þótt stjórnendur skóla
geti ekki alltaf bætt starfsskilyrði þeirra
sem vinna nýbreytnistarf, sem vissulega
er brýnt, veitir hvatning skólastjóra og
áhugi þeirra á umbótastarfi einstakra
kennara mikla umbun. Líklega er hin
innri umbun þó enn þyngri á metunum.
Hún er tilfinningaleg og á upptök sín í
daglegum samskiptum við nemendur og
stuðiar að persónulegum þroska kenn-
arans og framför í starfi. Ef til vill er
innri umbun hinn raunverulegi hvati
umbóta í skólastarfi.
Heimildir:
Berg, G.: Research into the School as an
Organization; Scandinavian Journai of Edu-
cationalResearch, 26, 1982, 95-117.
Brooks, M.: School Organization Renewal;
The Educational Forum, haust 1982, 37-45.
Ebeltoft, A.: Nye arbejdsformer i skolen;
Oslo, Tallins/Norli 1975.
House, E.: The Politics of Educational Inno-
vatioan; Berkley, Kalif., McCutchan Publ
Co. 1974.
Katz, D. og Kahn, R.: The Social Psycho-
logy of Organizations; New York, John
Viley & Sons 1966.
Lorlie, D.: Schoolteacher; Chicago, Univ. of
Chicago Press 1975.
Varvik, L.: Alternative skoleutviklongspro-
gram; Stord Lærerhogskole (fjölrit; ekkert
ártal).
Wallin, E. og Berg, G.: The School as an
Organization; Journal of Curriculum Studi-
es, 1972,277-285.
Vandamálaskýrsla frh.
Heimildir:
Blan, P.M. og Scott, R.W.R.: Formal
Organisation — A Comparative Approach;
Rutledge og Kegan Paul, London 1963.
Blan, P.M.: Dynamics of Bureaucracy; The
Univ. of Chicago Press, Chicago 1969.
Haukur Viggósson, Gísli Ásgeirsson: Borg-
arskóli — Greining á kennarasamfélagi;
KHÍ, handrit 1979.
Nordstressproject, Delrapport 1.
Weber, M.: Characteristics of Bureaucracy;
Sociological Theory, Cosar og Rosenberger,
Macmillan Company, London 1969.
60