Ný menntamál - 01.06.1983, Blaðsíða 60

Ný menntamál - 01.06.1983, Blaðsíða 60
SSPS‘gA'H‘70 ALDARAFMÆLI ESPERANTO Á ÞESSUM ÁRATUG Fyrir fimmtíu árum samdi Þórbergur Þórðarson allþykka bók, Alþjóðamál og málleysur, ítarlegt fræðslurit um al- þjóðamálið esperanto og önnur málleg efni. Bókin kom út hjá Menningarsjóði og gekk seint á upplagið; þó er svo kom- ið nú að hún er ekki iengur fáanleg nema í fornbókaverslunum. Þessi bók Þórbergs var á sínum tíma einstök í sinni röð í veröldinni; á engu öðru þjóð- máli hafði esperanto og sögu þess verið gerð jafn-rækileg skil á einum stað. Enn er þar margt í fullu gildi, einkum lýsing Þórbergs á málinu og eiginleikum þess og hinn postullegi boðskapur meistar- ans um gildi og framtíðarhlutverk esper- anto í þágu friðar og skilnings milli jarðarbúa. Margt hefur gerst í sögu esperanto á þeim fimm áratugum sem liðnir eru frá útkomu bókar Þórbergs. Þessu greinar- korni er ekki ætlað að rekja þá sögu með neinum hætti, til slíks dygði ekki minna en ný bók. Ég vil þó vekja athygli á því að senn er öld liðin frá því að dr. Zamenhof birti fyrstu kennslubókina í málinu, Unua Libro, 1887. Þau fimm ár, sem eru til stefnu fram að aldaraf- mælinu, hyggst alþjóðlega esperanto- hreyfingin nýta sem best til að afla mál- inu meiri viðurkenningar og fylgis. Það er ánægjulegt að geta hér nefnt að einn merkasti atburður í sögu esper- antohreyfingarinnar á síðustu árum varð í Reykjavík fyrir tæpum fimm ár- um. Þá hélt Alþjóðlega esperantosam- bandið (Universala Esperanto-Asocio) árlegt heimsþing sitt í fyrsta skipti á ís- landi með um 1100 þátttakendum frá 40 löndum. Sýndi þá aðalframkvæmda- stjóri Menningar- og fræðslustofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO), Amadou-Mahtar M’Bow, alþjóðamál- inu þann sóma að setja þingið með ítar- legri ræðu en hann var þá staddur hér í boði íslenskra stjórnvalda. Þessi viður- kenning æðsta starfsmanns svo mikil- vægrar menningarstofnunar hefur reynst esperantohreyfingunni heilla- drjúg, styrkt tengslin við UNESCO og vakið áhuga fjölþjóðastofnana á hlut- verki esperanto. Eru þess nýleg dæmi að málið hafi beinlínis verið notað á al- þjóðaráðstefnum utan esperantohreyf- ingarinnar, t.d. i Namur á 9. þingi Al- þjóðasambands sérfræðinga í stýrifræði (Association Internationale de Cyberné- tique) í september sl. þar sem esperanto var notað sem þriðja verkmál. Það fær- ist líka í vöxt að vísindamenn birti rit- gerðir á esperanto, ekki síst málvísinda- menn. Almenn útbreiðsla málsins er eins og vænta má mjög misjöfn eftir löndum; á undanförnum fáum árum hefur það notið mestrar hylli í Kína og er víða fylgst með þeirri þróun af eftirvænt- ingu. Ýmsir hafa heyrt að auðvelt sé að nema esperanto. Það er vissulega rétt ef miðað er við önnur tungumál. Þó verða menn að hafa fyrir því að læra esper- anto eins og aðrar greinar. Hafa esper- antokennarar löngum verið áhugasamir að semja nýjar kennslubækur, reyna nýjar kennsluaðferðir og gangast fyrir tilraunum í kennslu málsins. Ein sú at- hyglisverðasta fór fram á vegum Al- þjóðasambands esperantomælandi kennara (ILEI) fyrir nokkrum árum (1971-1974). Var þá börnum í 30 bekkj- ardeildum í 5 löndum, Belgíu, Þýska- landi.'Frakklandi, Hollandi og Júgósla- víu, kennt málið samtímis samkvæmt samræmdri námskrá. Tilrauninni lauk með sameiginlegu námskeiði allra barn- anna í St. Gerard í Belgíu. Þar hlutu þau frekari þjálfun í esperanto og auk þess var málinu beitt til að kenna aðrar greinar, t.d. landafræði. Nákvæmt eftirlit var haft með tilrauninni og ítar- leg greinargerð samin um árangur sem þótti mjög jákvæður (Helmut Sonna- bend: Esperanto — lerneja eksperi- mento, 1979). Enginn kostur er að rekja hér til hlítar niðurstöður þessarar kennslutilraunar. Þó vil ég nefna að í lok 2. námsárs var m.a. lagt próf fyrir nemendur, sem voru í 4. bekk barna- skóla, þar sem setningar skyldu þýddar af esperanto á móðurmál barnanna. Jafnframt voru nemendur fjögurra þýskra bekkjardeilda 7. og 8. bekkjar, sem lært höfðu ensku frá því í 5. bekk, látnir þreyta próf þar sem hliðstæður enskur texti skyldi þýddur á þýsku. Nið- urstöður þessarar könnunar voru þær að börnin í ,,esperanto-bekkjunum“, sem höfðu lært esperanto í tvö ár, gerðu þessum málkröfum 80% skil, börnin í 7. bekk, sem lært höfðu ensku í þrjú ár, gerðu þeim 57% skil og eftir fjögurra ára enskunám gerðu börnin í 8. bekk málkröfunum 76% skil. Síaukin áhersla er nú víða lögð á þjálfun og menntun kennara í esper- anto, m.a. á vegum Alþjóðlega esper- anto-sambandsins. Horfa áhugamenn um alþjóðamálið nú með meiri bjartsýni en oft áður til ánægjulegrar framvindu í kennslumálum sem gæti eflt esperanto verulega á næstum árum. Baldur Ragnarsson Skólastofnanir frh. Hin ytri umbun kemur m.a. fram í við- urkenningu starfsfélaga, skólastjóra og foreldra og skilningi þessara aðilja á starfi kennara. Þótt stjórnendur skóla geti ekki alltaf bætt starfsskilyrði þeirra sem vinna nýbreytnistarf, sem vissulega er brýnt, veitir hvatning skólastjóra og áhugi þeirra á umbótastarfi einstakra kennara mikla umbun. Líklega er hin innri umbun þó enn þyngri á metunum. Hún er tilfinningaleg og á upptök sín í daglegum samskiptum við nemendur og stuðiar að persónulegum þroska kenn- arans og framför í starfi. Ef til vill er innri umbun hinn raunverulegi hvati umbóta í skólastarfi. Heimildir: Berg, G.: Research into the School as an Organization; Scandinavian Journai of Edu- cationalResearch, 26, 1982, 95-117. Brooks, M.: School Organization Renewal; The Educational Forum, haust 1982, 37-45. Ebeltoft, A.: Nye arbejdsformer i skolen; Oslo, Tallins/Norli 1975. House, E.: The Politics of Educational Inno- vatioan; Berkley, Kalif., McCutchan Publ Co. 1974. Katz, D. og Kahn, R.: The Social Psycho- logy of Organizations; New York, John Viley & Sons 1966. Lorlie, D.: Schoolteacher; Chicago, Univ. of Chicago Press 1975. Varvik, L.: Alternative skoleutviklongspro- gram; Stord Lærerhogskole (fjölrit; ekkert ártal). Wallin, E. og Berg, G.: The School as an Organization; Journal of Curriculum Studi- es, 1972,277-285. Vandamálaskýrsla frh. Heimildir: Blan, P.M. og Scott, R.W.R.: Formal Organisation — A Comparative Approach; Rutledge og Kegan Paul, London 1963. Blan, P.M.: Dynamics of Bureaucracy; The Univ. of Chicago Press, Chicago 1969. Haukur Viggósson, Gísli Ásgeirsson: Borg- arskóli — Greining á kennarasamfélagi; KHÍ, handrit 1979. Nordstressproject, Delrapport 1. Weber, M.: Characteristics of Bureaucracy; Sociological Theory, Cosar og Rosenberger, Macmillan Company, London 1969. 60
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ný menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný menntamál
https://timarit.is/publication/2011

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.