Ný menntamál - 01.06.1983, Blaðsíða 5

Ný menntamál - 01.06.1983, Blaðsíða 5
Efni & höfundar í fyrsta tölublaði Nýrra Mcnntamála fer mest fyrir greinaflokki sem ber heitið Hvernig líður kennurum í vinnunni? Birna Sigurjónsdóttir, kennari við Víði- staðaskóla í Kópavogi, skrifar fyrstu greinina í flokkn- um. Fjallar hún m.a. um vinnuskipan í kennslustarf- inu. Birna segir ennfremur frá hinni svonefndu Nord- stress-könnun, samnorrænni rannsókn á sviði vinnu- verndar. Haukur Viggósson kennir einnig við Víði- staðaskóla. Hann greinir m.a. frá því hvernig skipulag skólastarfs getur leitt til einangrunar kennara. Hrólfur Kjartansson námstjóri ritar grein þar sem hann leitast við að draga upp mynd af skólum sem stofnunum. Vík- ur hann jafnframt að viðleitni kennara til að bæta skólastarfið. Benedikt Sigurðarson frá Grænavatni er kennari við Stórutjarnaskóla í S.-Þingeyjarsýslu. Bene- dikt segir lesendum frá könnun sem hann vann á sl. ári en hún beindist að viðhorfum kennara til ýmissa þátta skólastarfs. Síðast í greinaflokknum eru birtar nokkrar niðurstöður úr könnun, sem skólamálaráð KÍ gekkst fyrir árið 1981, og tveimur spurningum er beint til formanna KÍ og HÍK, sálfræðings og félagsráðgjafa. Viðtalsþættir eru þrír í blaðinu: Jónas Pálsson var kjörinn rektor Kennaraháskóla íslands 28. janúar síð- astliðinn. Stefán Jökulsson, ritstjóri NM, ræðir við Jónas af því tilefni. Einnig er birt viðtal Stefáns við Guðlaugu Snorradóttur, skólastjóra Heyrnleysingja- skólans, og þrjá kennara við skólann. ÓlafurJ. Proppé varði fyrir skömmu doktorsritgerð í Bandaríkjunum. Ingvar Sigurgeirsson, forstöðumaður kennslumið- stöðvar Námsgagnastofnunar, ræðir við Ólaf um efni ritgerðarinnar. Hörður Bergmann námstjóri skrifar grein sem hann nefnir Hvernig líður unglingum í skólanum? í fram- haldi af grein Harðar rita fjögur ungmenni stutta pistla. Guðrún Friðgeirsdóttir, kennari við Mennta- skólann í Hamrahlíð, ritar grein um skólaráðgjöf. Baldur Ragnarsson, sem er einnig kennari við MH, ritar grein í tilefni af aldarafmæli esperanto á þessum áratug. Ætlunin er að i hverju tölublaði NM verði nokkrir fastir liðir; Karl Jeppesen, deildarstjóri fræðslumynda- deildar Námsgagnastofnunar, skrifar um myndvarpa og glærugerð í þættinum Svona gerum við. Jóhanna Sveinsdóttir, kennari við MH, er höfundur fyrsta pist ils í þættinum Sögur úr skólastofunni og Pétur Önund- ur Andrésson, kennari við Breiðholtsskóla, skrifar Vangaveltur í þetta sinn. Heimir Pálsson, skólameistari á Selfossi, beinir spurningu til Ingvars Gíslasonar menntamálaráðherra í þættinum S & S & S (spurt, svar- að, spurt). Ráðherra ber síðan fram spurningu sem svarað verður í næsta blaði. Þorvaldur Örn Árnason námstjóri og Svanhildur Kaaber, yfirkennari í Foss- vogsskóla, skrifa umsagnir um bækur. Loks ber að geta þess að fyrirhugað er að birta bréf sem blaðinu berast. Eru lesendur eindregið hvattir til að senda Nýjum Menntamálum bréf og hvers kyns efni. Birna Haukur Hrólfur Þorvaldur Örn Ingvar S. 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ný menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný menntamál
https://timarit.is/publication/2011

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.