Ný menntamál - 01.06.1983, Blaðsíða 52
Guðlaug
Gunnar
Bryndís
Rúnar
þuli í sjónvarpinu. Ég heyrði fólk segja:
„Þetta er svo myndarlegt fólk“ — eins
og það væri sérstaklega í frásögur fær-
andi.
Guðlaug: Ég var spurð að því hvort
þulirnir væru ekki kennarar við skól-
ann.
Gunnar: Það eimir nefnilega enn eftir
af þeim misskiiningi að heyrnarleysi
fylgi skert greind.
Guðlaug: Heyrnleysingjar tjá sig á
allt annan hátt en aðrir og þess vegna
eru þeir ef til vill hjákátlegir í augum
þeirra sem ekki þekkja til.
Eralgengt að það komi seint í Ijós að
börn heyra illa?
Rúnar: Ungbarnaeftirlitið gegnir
veigamilu hlutverki í þessu sambandi;
athugun á vegum þess beinist meðal
annars að heyrninni. Hins vegar kemur
væg heyrnarskerðing stundum ekki í
Ijós fyrr en barn er 6-8 ára enda er oft
erfitt að greina hana. Komi í Ijós að
barn heyri illa kemur það hingað.
Hvernig athugið þið börnin?
Rúnar: Greiningin er fjölþætt og
beinist ekki aðeins að heyrninni. Við at-
hugum til dæmis málþroska og reynum
að glöggva okkur á því hvernig sam-
skipti barnsins eru við aðra. Við höfum
samstarf við Heyrnar- og talmeinastöð
íslands og leitum stundum til lækna og
ýmissa sérfræðinga.
Þið leggið mikla áherslu á ráðgjöf?
Rúnar: Já, við reynum í samvmnu við
foreldra að finna þjálfunaraðferðir sem
hæfa barninu. Það er einnig mjög brýnt
að foreldrar heyrnarskertra barna hittist
og ræði saman. Á slíkum fundum segir
fólk frá reynslu sinni og ber fram spurn-
ingar sem við reynum að svara. Foreldr-
ar verða að vita hvaða áhrif heyrnar-
skerðingin kann að hafa á máltöku og
52
málþroska barnsins. Einnig veitum við
upplýsingar um hjálpartæki sem heyrn-
arskertir nota og bendum á að þau
hjálpi aðeins en lœkni ekki. Ég get líka
nefnt að það hefur reynst vel að nem-
endur hér heimsæki foreldra heyrnar-
skertra barna, hjálpi þeim til dæmis að
læra táknmálið. Það er mikilvægt að
ráðgjöfin taki til sem flestra sem um-
gangast heyrnarskert börn.
Hversu mörg heyrnarskert börn
stunda nám í almennum skólum?
Rúnar: Þau eru 80-90 talsins á land-
inu öllu. Þessi börn hafa misjafnlega
mikla heyrn. Sum þeirra geta til dæmis
fylgst með án þess að nota heyrnartæki.
Guðlaug: Ég vil bæta því við að skól-
inn hefur nú umsjón með öllum heyrn-
arskertum nemendum sem stunda nám í
almennum grunnskólum. Ég tel þá til-
högun mjög til bóta.
Væri liægt að kenna nemendum hér
að einhverju leyti annars staðar? Er rétt
að starfrækja skóla á borð við þennan?
Guðlaug: Ég er tvímælalaust þeirrar
skoðunar. Reyndar væri hægt að kenna
heyrnleysingjum í öllum skólum ef við-
unandi aðstaða yrði sköpuð til þess.
Menn geta svo velt því fyrir sér hvort
skynsamlegt sé að stefna að því. Ég get
til dæmis nefnt að margir heyrnleysingj-
ar í Svíþjóð, sem hafa stundað nám í al-
mennum skólum, hafa lýst því yfir að
vistin þar hafi alls ekki nýst þeim sem
skyldi.
Rúnar: Sé um heyrnarskerðingu að
ræða verðum við að vega þetta og meta
með tilliti til hvers nemanda. Við verð-
um að reyna að meta hæfileika og skap-
gerð hans og huga að öllum aðstæðum í
viðkomandi skóla. Hinir félagslegu
þættir, svo sem samskipti við skólafé-
laga, skipta miklu máli. Stundum hafa
heyrnarskertir hætt námi í almennum
skólum áf félagslegum ástæðum en ekki
vegna erfiðleika í náminu. Heyrnar-
skertir nemendur, sem hafa sambæri-
lega heyrn samkvæmt mælingu, geta
einnig staðið mjög misvel að vígi; það er
mjög misjafnt hversu vel þeim tekst að
nýta sér heyrnarleifarnar.
Hvað einkennir kennsluna hér öðru
fremur?
Guðlaug: Meginhlutverk skólans er
að kenna nemendum að skilja mál og
tala. Það er ekkert áhlaupaverk þegar
um er að ræða heyrnarskerta eða heyrn-
arlausa nemendur. Fötlun þerira heftir
málþroskann verulega. Allt starfið bein-
ist meira eða minna að því að kenna
börnunum málið á markvissan hátt og
reyna gera þeim fært að beita því. Við
verðum að kenna þeim að nota tákn-
málið og lesa orð af vörum annarra,
kenna þeim hefðbundinn lestur og skrift
— svo eitthvað sé nefnt.
Hvernig er kennslunni háttað í for-
skóladeild?
Bryndís: Fyrstu tímana kennum við
börnunum saman. Samverustundin er
dæmi um hópkennslu. Kennd eru 2-3
orð eða hugtök á hverjum degi, bæði
orðmynd og tákn, og við notum ýmsar
aðferðir til að þjálfa börnin í að beita
þeim. í fyrstu eru valin orð sem snerta
hið daglega líf barnanna, til dæmis orð
varðandi mat, föt, áhöld, húsgögn, leik-
föng og dýr. í þessum tímum tölum við
einnig saman um það sem er ofarlega í
huga, til dæmis um atburði dagsins áð-
ur, og beitum ýmist tákn- eða talmáli.
Við ætlum okkur líka sérstakan tíma til
að segja börnunum sögur og ævintýri,
meðal annars vegna þess að foreldrar
kunna táknmálið yfirleitt ekki nógu vel
til að geta sinnt þessum þætti. Sögurnar
stuðla mjög að málþroska þessara barna
sem annarra og víkka sjóndeildarhring
þeirra. Síðast en ekki síst vil ég nefna
að við reynum að auka sjálfstraust