Ný menntamál - 01.06.1983, Blaðsíða 39
Segja má að erfitt sé að draga ályktun af þeim þáttum, sem
hér hafa verið raktir, vegna þess að ekki er ljóst að hve miklu
leyti það eru sömu nemendurnir sem gefa hin neikvæðu svör.
Líklegt verður þó að teljast að sá fimmtungur eða tæplega
fimmtungur nemendanna, sem taldi sjaldan eða aldreí gaman
í skólanum og taldi skólagönguna ekki verða sér til mikils
gagns, sé yfirleitt í þeim stóra hópi sem hefur fremur lítinn eða
mjög lítinn áhuga á náminu (um 40%) og er ánægður með
kennslufyrirkomulag hjá ,,fáum“ eða ,,engum“ kennaranna
(rúmlega 30%).
Niðurstöður þeirrar könnunar, sem hér hefur verið gerð að
umtalsefni, benda mjög í sömu átt og í „Unglingar í Reykja-
vík“: a.m.k. 20-30% þeirra sem svara virðist liða illa í skól-
anum og hjá þeim gætir óánægju með hann. Jafnframt er þó
vert að hafa í huga að mjög neikvæð viðhorf birtast hjá til-
tölulega fáum. Þessar kannanir voru gerðar meðal nemenda í
tveimur síðustu bekkjum skyldunáms og í 9. og 10. bekk. En
hvaða gildi hafa þær þegar álykta skal um ástandið nú á dög-
um? Má ætla að niðurstöður úr sambærilegum könnunum
yrðu á annan veg ef þær færu fram í ár? Hafa orðið ein-
hverjar þær breytingar á íslenskum skólum síðustu 7-8 ár að
búast mætti við að marktækur munur yrði á niðurstöðunum?
Það tel ég hæpið. Það er hægt að breyta ytri ramma starfs-
ins að nokkru á skömmum tíma, t.d. lögum, reglugerðum,
námskrám, námsefni og húsnæði. Innra starf skóla breytist
hins vegar hægt. Um það vitna ótal rannsóknir og kannanir
hjá öðrum þjóðum. Og það sem athugað hefur verið hérlendis
í þessu efni bendir til hins sama. Farvegur nýrra starfshátta
dýpkar hægt og seint. Þess vegna heid ég að ekki yrði mikill
munur á niðurstöðum kannana á viðhorfum sambærilegra
nemendahópa til skólans nú og fyrir 7-8 árum. Ég óttast raun-
ar að enn kunni a.m.k. 20-30% nemenda í efstu bekkjum
grunnskóla að vera haldin einhvers konar skólaleiða —
þannig að þeim líði illa í skólanum af einhverjum ástæðum
og hafi lítinn áhuga á flestu sem þar fer fram. Þá er ég ekki að
draga ályktanir af tölum eingöngu — heldur líka mörgum
samtölum sem ég hef átt við kennara, nemendur og fleiri, sem
til þekkja, undanfarin ár. Enda þótt ekki sé ætlunin að fjalla
um orsakir þessa hér er rétt að minna á að vitanlega má oft
rekja þær út fyrir veggi skólans — til aðstæðna í fjölskyldu
nemenda og umhverfi.
Heimildir:
Þrjár ritgerðir byggðar á rannsókninni „Unglingar í Reykjavík".
Andrés Ragnarsson: Tabere i skolen = social skœvhed? - i den
islandske folkeskole. (Hovedopgave i pædagogisk psykoiogi).
Einar Hjörleifsson: Mobning - blandt 8. klasses elever i Reykjavík.
(Hovedopgave i pædagogisk psykologi).
Hugo Þórisson: Familie- skole - samfund. En studie i forholdet social
baggrund, socialisering og samfund belyst ud fra undersogelsen UIR.
(Specialafhandling i psykologi).
Könnun á vinnuálagi og námsvenjum í skólum. Gagnfræðaskólar,
menntaskólar og sérskólar. Útg. menntamálaráðuneytið — skóla-
rannsóknadeild 1979.
KENNARAR — DEILDARSTJÓRAR!
Höfum umboð fyrir kennslubókafyrirtækin:
Longman
EnglishTeaching Ser vices
I spcachcm dcr wcit
hueber
ww
VSÉf/
Oxford University Press
Nýjustu kennslubækur þessara forlaga liggja ávallt frammi í versluninni til
skoöunar fyrir ykkur.
Pöntum allar fáanlegar bækur, kennsluefni og tímarit.
Áratuga örugg þjónusta.
Bókaverslun Snæbjarnar
Hafnarstræti 4 — Reykjavík — Sími 14281
39