Ný menntamál - 01.06.1983, Blaðsíða 30
— þrengsli í skólanum
— lélegur aðbúnaður
— skortur á kennslugögnum
hafi sömu kennsluskyldu. Þetta ætti að vera
aðalbaráttumál kennara nú.
Með nýju námsefni er sífellt verið að auka
kröfur um undirbúning og heimavinnu kenn-
ara. Það er því augljóst mál og sjálfsögð krafa
að kennsluskylda sé minnkuð og verði hin
sama á öllu grunnskólastiginu. Föst laun
verða að vera það góð að kennarar þurfi ekki
að vinna ,, auka ‘ ‘‘-yfirvinnu.
Kennsluskylda skal vera sú sama hjá öllum
kennurum í grunnskóla. Teljum við að hún
œtti að miðast við kennsluskyldu í framhalds-
skóla.
Mikil áhersla var lögð á að kennsluskylda í
grunnskólum yrði samrœmd. Flestum þótti
œskilegt að miða við 27 tíma kennsluskyldu á
viku.
Kennsluskylda mœtti minnka að mun þó að
viðverutími styttist ekki. Til gamans: Árið
1970 beitti hlutaráðinn beitingamaður 36 lóðir
(3600 króka). Þá var kennsluskylda 36 tímar.
Nú beita beitingamenn 28 lóðir án skertra
kjara.
Tíð kennaraskipti —
kennaraskortur
— kennsluskylda of mikil
— of mikið álag
— léleg laun
— þverrandi virðing fyrir starfinu
— sífellt auknar kröfur til kennarans (t.d.
uppeldis- og gœsluhlutverk)
— of margir nemendur í blönduðum bekkjum
Orsök þessa eru slæm laun fyrir mikla vinnu,
slœm aðstaða — einkum úti á landi — og illa
búnir skólar. Á Reykjavíkursvœðinu er erfitt
fyrir kennara að fá vinnu. Ungt, nýútskrifað
fólk hrökklast því burt. Á sama tíma eru
kennarar að kafna vegna of mikillar vinnu.
Lág laun. Fjöldiþeirra sem útskrifast frá KHÍ
segir ekki alla söguna á Reykjavíkursvœðinu.
Þar eru mestar líkur á að nýútskrifaðir kenn-
arar fái aðra vinnu og hœrri laun. Fólk þarf
að eiga þess kost að fá húsnœði á vegum sveit-
arfélags.
Aðstöðumunur veldur tíðum kennaraskipt-
um. Víða úti á landi er erfitt að fá viðunandi
húsnœði og auk þess er framfærslukostnaður
mun meiri.
Ástæðan er fyrst og fremst þau launakjör sem
kennarar búa við. Þar er í engu gœtt sam-
ræmis milli launa og mikillar og krefjandi
vinnu. Ennfremur má nefna síauknar kröfur
til kennara og skóla. Kannanir sýna að nýút-
skrifaðir kennarar ,,skila sér illa‘ ‘ til kennslu-
starfa. Teljum við að sú staðreynd sé fullgild
rök fyrir ofangreindri fullyrðingu.
I smœrri skólum úti á landi má auðsjáanlega
rekja tíð og óœskileg kennaraskipti til lélegs
aðbúnaðar.
Fyrir kemur að kennarar, sem ílengjast, fara
að bera umhyggju fyrir skólanum og lenda í
andstöðu við ráðamenn í byggðarlaginu sem
bera fyrir sig fjárskort þegar skólamál eru
rœdd.