Ný menntamál - 01.06.1983, Síða 10

Ný menntamál - 01.06.1983, Síða 10
þótt það sé æskilegt; auka hinn verklega þátt eða hag- nýtt starf og velja jafnframt þá þætti úr mörgum og víðtækum fræðigreinum sem mestar líkur eru að nýtist kennurum í starfi. Þú hefur sagt að æskilegt sé að einn af lektorum upp- eldisskorar hafi kennslufræði og hagnýtt skólastarf sem sérsvið. Ætti þetta ekki að gilda um alla kennara skólans? Jú, það er rétt en ég tel samt eðlilegt að tiltekinn starfs- maður fáist sérstaklega við hagnýta kennslufræði. Við verðum að leitast við að tengja hina bóklegu þætti kennslufræðinnar hagnýtum viðfangsefnum. Þetta mál minnir raunar á rannsóknarstarfið en því hefur verið allt of lítið sinnt til þessa. Staða kennara sem starfs- stéttar er m.a. háð því að fram fari rannsóknir á sviði skóla- og uppeldismála. Auka þarf hlutdeild þeirra í slíku rannsóknarstarfi. Hvernig er unnt að tengja bóknámið hagnýtum við- fangsefnum? Við gætum t.d. látið kennaraefni kynnast starfinu áður en eiginlegt nám í KHÍ hefst. Þeir gætu t.a.m. starf- að í hálft eða eitt ár í skóla. Við getum líka hugsað okk- ur að nemar störfuðu við kennslu þegar námið er hálfn- að. En það eru ýmsir annmarkar á þessu. Hvernig litist kennarastéttinni á slíka tilhögun? Hver ætti að borga nemum laun? Annars er eitt sorglegt varðandi annars ágæta viðleitni í þá átt að tengja námið raunhæfu starfi. Bæði starfandi kennarar og kennaranemar láta stundum þá skoðun í ljós að við eigum að kenna kenn- araefnum ,,að vinna starfið eins og það er.“ Ég man t.d. að þessar raddir voru háværar í sambandi við byrj- endakennslu fyrir 10-15 árum. Menn spurðu hvers vegna við sendum frá okkur kennara sem gætu ekki kennt þetta eða hitt, hvers vegna þeir gætu t.d. ekki kennt lestur samkvæmt hljóðaðferð o.s.frv. Menn slógu þvi föstu að ákveðnar aðferðir væru heppilegar eða tiltekið námsefni gott. Hins vegar reiknuðu menn kannski ekki með því að aðrir, t.d. kennarar við KÍ eða KHÍ, væru e.t.v. ekki sama sinnis. Það er ákaf- lega varasamt að þjálfa nemendur í að beita ákveðnum aðferðum án þess að þeir þekki þau grundvallaratriði sem að baki búa. Slík þjálfun veitir hins vegar visst öryggi — en því miður oft haldlaust öryggi. Það er býsna þægilegt fyrir nýútskrifaða kennara að kunna að beita viðteknum aðferðum þegar þeir hefja kennslu en óvíst er að slíkir kennarar verði mjög umbótasinnaðir þegar til lengdar lætur. Nemum, sem vilja breyta kennsluháttum, mistekst oft þegar þeir hefja kennslu. Astæðan er m.a. sú að hugmyndir þeirra eru óraun- sæjar. Þeir hafa ekki verið nægjanlega vel búnir undir þann mismun sem er á veruleikanum í skólanum, þar sem þeir taka til starfa, og þeim hugmyndum um skóla- starf sem þeir aðhyllast. Með þessum orðum er ég að benda á eina þversögnina enn: Það sem er hagkvæmt 10 eða hagnýtt í einum skilningi getur verið vafasamt ef við lítum það af öðrum sjónarhóli. Mig langar að minnast á samskipti KHÍ við aðrar stofn- anir. Margir eru þeirrar skoðunar að lítil tengsl séu milli KHÍ og grunnskólanna í landinu, lítil samvinna sé milli KHÍ og Æfingaskólans og lítil samvinna sé milli æfingakennara og grunnskólakennara sem vinna með kennaranemum. Ég get tekið undir þetta allt að einhverju leyti en á mismunandi hátt. Mig langar til að minnast á Æfinga- skólann sérstaklega því að við höfum rætt nokkuð um tengsl KHÍ við skólana. Ég vil láta reyna á það til fulls hvert hlutverk hans eigi að vera. Það er e.t.v. engan veginn ljóst hvort hann gegnir því hlutverki sem honum er ætlað samkvæmt lögum. Við verðum að huga betur að því hvernig starfslið Æfingaskólans geti kynnt kenn- araefnum betur starfið í grunnskólunum. í Æfingaskólanum þarf að að fara fram nýbreytnistarf sem veiti mönnum kjark til að vinna að umbótum þegar þeir koma út á akurinn. í þessu sambandi eru margir skipulagsþættir óljósir. Ég tel að slíkt starf geti vel sam- rýmst því hlutverki skólans að vera miðstöð æfinga- kennslu. Raunar ættu margir þróunarskólar á borð við Æfingaskólann að starfa í landinu, a.m.k. einn í hverj- um landsfjórðungi. En ég verð að segja að það er skrýt- ið jafnrétti ef enginn skóli má vera öðruvisi en annar. Slíkur þankagangur hefur verið áberandi og Æfinga- skólinn hefur goldið þessa viðhorfs. Menn hafa klifað á því að þar hafi kennt ,,betri“ kennarar en annars staðar, við höfum fengið meira fé en aðrir skólar o.s.frv. og því sé starfið þar ekki sambærilegt við starf i öðrum grunnskólum. Margar slíkar staðhæfingar eru rangar en aðrar bera vott um þröngsýn viðhorf til ný- breytni- og tilraunastarfa í skólum. Yfirvöld ættu að styðja nýbreytnistarf í mörgum skólum. Það gæfi áreiðanlega góða raun, sbr. ,,verkstæðisskólana“ sem prófuðu nýtt námsefni í samfélagsfræði fyrir nokkrum árum. Mig langar að nefna eitt atriði til viðbótar úr því að tækifæri gefst: Fátt eflir frekar starfsmenntunina en stuðningur við æfingakennara i grunnskólum Iandsins því þeir gegna veigamiklu hlutverki í starfi Kennarahá- skólans. Regluleg námskeið eru nauðsynlegur þáttur í símenntun þeirra. Því hefur verið haldið fram að rannsóknir á sviði skóla- og uppeldismála þjóni ekki tilgangi sínum vegna þess að lítið samband sé milli rannsakenda og kennaranna sem eiga að hagnýta sér niðurstöðurnar. Eins og fram hefur komið eru rannsóknir á sviði skóla- starfs á byrjunarstigi hér á landi en þar sem þær hafa farið fram hafa þær mest einkennst af fræðilegum áhuga vísindamanna og sennilega ekki haft teljandi þýðingu fyrir kennara. Fáir kennarar hafa hlotið starfs- menntun sem gerir þeim kleift að hagnýta sér niður- stöður rannsókna til fullnustu og því síður að stunda

x

Ný menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný menntamál
https://timarit.is/publication/2011

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.