Ný menntamál - 01.06.1983, Qupperneq 13

Ný menntamál - 01.06.1983, Qupperneq 13
Ég er ekki ýkja bjartsýnn um árangur en heldur ekki vonlaus. Líklega er það hjátrú og aumingjaskapur — en mér finnst meiri líkur á að fá einhverju áorkað ef ég ber dálítið lóminn, að sið sveitamanna, og geri mér ekki of miklar vonir. En menn verða að gera greinar- mun á svartsýni og raunsæi. Ég tel að ég hafi oftast farið að með sæmilegri gát þegar ný verkefni kölluðu að. Ástæðan er m.a. sú að ég hef ekki trú á að hrinda málum í framkvæmd með offorsi. Hins vegar vænti ég þess að starfið í KHÍ, þann tíma sem ég kem þar við sögu, mótist sem minnst af málamiðlunum eða meðal- tölum. Ég vona að okkur takist að skilja eðli mála, taka mið af aðstæðum, sjá viðfangsefnin í nýju ljósi og móta þannig farsæla framkvæmdastefnu þótt okkur verði vafalaust þröngur stakkur skorinn. Við erum vitaskuld háð velvilja stjórnvalda en stuðningur kenn- arasamtaka og áhugi almennings er ekki síður mikil- vægur. Ég mun beita mér alveg sérstaklega fyrir auknu samstarfi við kennarasamtökin. Skilningur af hálfu þessara aðilja er að mínu mati ein helsta forsenda þess að okkur takist að þoka góðum málum áleiðis. Ég ætla að gefa mér forsendu í næstu spurningu. Þú leiðréttir mig ef hún er röng: Þú ert efasemdamaður. Hvernig heldurðu að sambýli efasemdamannsins og rektorsins verði? Ég segi nú eins og pólitíkusar þegar þeir ætla að skjóta sér undan að svara: Þetta er góð spurning. Samstarfs- fólk mitt hefur stundum kvartað yfir efasemdum mínum. En efasemdirnar eru — vona ég — aðeins hluti af rýnni afstöðu minni. Mér finnst að þekkingin nái svo skammt; við skiljum svo fátt. Tilveran kringum okkur er svo óendanlega flókin að ég tel það nauðsynlega var- úðarráðstöfun gagnvart sjálfum mér og öðrum að segja oft ,,ef“ og ,,en“. Samstarfsfólk mitt verður sennilega að venjast þessu. Menn breytast hins vegar með hverju nýju hlutverki og þá beinist rýnin að öðrum hlutum en áður. Ég mun ábyggilega halda áfram að efast og spyrja en ég vona samt að vangavelturnar leiði ekki ein- ungis til skilgreininga heldur jafnframt til viðleitni í þá átt að finna raunhæfar og skynsamlegar lausnir. Lesendur eru ein- dregið hvattir til að senda Nýjum menntamálum bréf og hvers kyns efni um uppeldis- og skólamál. Tómstundavörur HEIMILI^SrSKÓI í tómstundastarfi sameinast ungir sem aldnir í gagnlegri sköpun og þroskandi samvinnu. í verslun okkar er einstaklega skemmtilegt úrval af efni og tækjum til hverskonar tómstundastarfsemi. Höfum mikiö af efni til skólaföndurs auk bæklinga og bóka meö fjöl- mörgum myndum um fallegt og áhugavekjandi föndur, og aö sjálf- sögöu alls konar jólaföndur fyrir börn og fulloröna. Handíö stendur einnig fyrir fjölbreyttu námskeiöahaldi þarsem kennd eru undirstööuatriöi margskonar handmennta. Sendum vörulistann okkar ókeypis hvert á land sem er. HANDÍD Laugavegi 26 og Grettisgötu sími 2 9595 13
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Ný menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný menntamál
https://timarit.is/publication/2011

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.