Ný menntamál - 01.06.1983, Blaðsíða 19
NORDgTRES1
Nordstress er nafn á samnorrænu rann-
sóknarverkefni á sviði vinnuverndar.
Hugmyndin að slíku verkefni kom fyrst
fram innan Norðurlandaráðs í byrjun
áttunda áratugarins. Athyglin beindist
frá upphafi að félagslegum aðstæðum
og andlegri líðan á vinnustað en þessum
þáttum hafði lítið verið sinnt í rann-
sóknum. Smám saman fékk hugmyndin
fast form og vinna við Nordstress-verk-
efnið hófst fyrir 5 árum. Athugunin
beindist annars vegar að hópi opinberra
starfsmanna, kennurum í grunnskóla,
og hins vegar að hópi verkamanna i
framleiðsluiðnaði. Hún byggðist að
hluta til á rannsóknum hverrar þjóðar
en jafnframt á samnorrænum rann-
sóknum og samanburði.
Að athuguninni á högum kennara á
vinnustað stóðu Norrænu kennarasam-
tökin, NLS, og stéttarfélög kennara í
hverju landi í samvinnu við ýmsa rann-
sóknaraðila. Vinnuverndarsjóður stóð
straum af sænsku könnuninni.
Nordstress-athugunin fór fram í Dan-
mörku, Noregi, Finnlandi og Svíþjóð en
ekki á íslandi.
Ákvörðun um að við íslendingar
tækjum ekki þátt í rannsókninni virðist
hafa verið tekin strax á frumstigi máls-
ins fyrir u.þ.b. 10 árum. íslensk stjórn-
völd höfnuðu því að taka þátt í þessu
fyrirhugaða rannsóknarverkefni án þess
að hafa um það samráð við viðkomandi
stéttarfélög eða aðra sem málið varðaði.
Erfitt er að gera sér í hugarlund á-
stæður þess að tilboði um þátttöku var
hafnað án frekari athugunar. E.t.v. óx
stjórnvöldum kostnaðurinn í augum en
frá upphafi var ákveðið að hver þátt-
tökuþjóð bæri kostnað af framkvæmd-
um í sínu landi.
Ekki er hægt að verjast þeirri hugsun
að gætt hafi mikils skilningsleysis varð-
andi mikilvægi slíkrar rannsóknar fyrir
alla launþega, ekki aðeins þá sem athug-
unin tók til.
í Svíþjóð urðu viðtöl við kennara um
vinnuaðstæður þeirra fyrsta skrefið í at-
huguninni. Þessi viðtöl voru síðan not-
uð sem efniviður í umfangsmikla
könnun meðal 4200 grunnskólakennara
og skólastjóra.
í þessari könnun var spurt um vinnu-
skilyrði, heilsufar og líðan. í spurning-
unum voru dregnir fram þeir þættir sem
höfðu mest áhrif á heilsu og líðan í
starfi samkvæmt undirbúningsviðtölun-
um.
Niðurstöður skoðanakönnunarinnar
sýndu að
— fjórða hverjum kennara í grunn-
skóla finnst vinnan valda andlegu á-
lagi
— myndmenntakennarar, handmennta-
kennarar og aðrir sérkennarar
finna fyrir meira álagi en aðrir hóp-
ar
— þeir kennarar, sem finna mest fyrir
álagi, kenna elstu nemendunum í
grunnskóla
— þeim sem kenna 6-12 ára börnum
finnst starfið of viðamikið og tíminn
til að inna það af hendi of lítill. Þeir
bera einir alla ábyrgð á hópi nem-
enda og segjast hafa of lítinn tíma til
að sinna hverjum og einum.
Nú voru enn valdir úr þættir sem
höfðu, samkvæmt niðurstöðum könn-
unarinnar, sérstaklega mikil áhrif á líð-
an kennara í starfi. Starf 16 kennara var
athugað nákvæmlega. Athugendur
fylgdust með þeim hvert augnablik í
skólastofu og utan hennar. Allt var
skráð og tekið upp á myndband svo
greina mætti síðar hvað í raun og veru
gerðist í stofunni. Um leið voru mæld
líffræðileg viðbrögð hvers kennara til
að komast að því hvort streita hans væri
,,ímynduð“ eða „raunveruleg“. Mæi-
ingar leiddu í Ijós að streita, sem kenn-
arar segjast finna fyrir, kemur fram sem
líffræðileg viðbrögð. Læknisrannsóknir
staðfestu að streita kennaranna var
hvorki ímynduð né orðum aukin.
í niðurstöðum þessarar ítarlegu at-
hugunar kemur m.a. fram að kennarar
eru illa í stakk búnir til að leysa vanda-
mál sem snerta mannleg samskipti í
kennslu. Aðalorsök streitunnar má
rekja til félagssálfræðilegra þátta, s.s.
erfiðleika í samskiptum við vinnufélaga,
skólastjórn og nemendur, ekki síst hvað
varðar aga í kennslunni, og til óljósra
hugmynda um hlutverk kennarans.
í stað þess að ráðast að rót vandamál-
anna reyna kennarar að Ieysa þau með
því að undirbúa kennsluna betur! Þetta
leysir þó ekki vandann heldur eykur
hann jafnvel því bilið breikkar milli
vona kennarans og raunveruleikans.
Til þess að kennarar geti tekist á við
vandamál af þessu tagi þarf að auka
þekkingu þeirra á sálfræði, ekki síst fé-
lagssálfræði. Þessum greinum verður að
ætla nóg rúm í kennaranáminu.
í lokaskýrslu sænsku Nordstress-at-
hugunarinnar eru settar fram tillögur
um aðgerðir til að bæta vinnuaðstöðu
kennara.
Þessar tillögur varða þrjú aðskilin
svið:
— kennaramenntunina,
— skipulag skólanna,
— vinnutíma kennara.
Mikilvægast telja Svíar að gjörbreyta
kennaramenntuninni. Könnunin bendir
eindregið til þess að æskilegt sé að kenn-
aramenntunin sé sem víðtækust og
dregið verði úr sérhæfingu þeirra. Einn-
ig þarf að taka tillit til þess í kennarahá-
skólum að hlutverk kennarans er að
breytast. Áhersla á beina miðlun þekk-
ingar hefur minnkað en kennari verður
verkstjóri sem styður nemendur í námi
og miðlar þekkingu á þann hátt.
Síðast en ekki síst þarf að auka þátt
hagnýtrar sálfræði í kennaranámi því
kennara skortir þekkingu á því hvernig
einstaklingar og hópar bregðast við og
hegða sér við ólíkar aðstæður.
Þriðja tillagan um breytingar á kenn-
aramenntun varðar nýliða í kennara-
stétt. Þá þarf að styðja í starfi fyrsta
árið. Kennaraháskólanum ætti að vera
skylt að styðja nýliða þannig að þeir geti
komið til baka til gamla kennarans og
gamla skólans og rætt þar þau vanda-
mál sem upp koma í skólastofunni.
Skipulag skóla þarf að bæta. Skólinn
er of skrifræðisleg og fastmótuð stofn-
un. Sú starfsemi sem þar fer fram krefst
meiri sveigjanleika.
Athygli vekur að mikið bil virðist vera
milli skólastjórnar og kennara. Skóla-
stjórar telja oft vinnuskilyrði í skólan-
um mjög góð þótt kennarar stríði við
erfiðleika í starfi. Þetta virðist benda til
þess að skólastjórar hafi lítinn skilning á
frh. á bls. 61
19