Ný menntamál - 01.06.1983, Blaðsíða 36
Hörður Bergmann:
HVERNIG LÍÐUR
UNGLINGUMÍ
SKÓLANUM?
Svara leitað með hliðsjón af
tveimur könnunum
Leita má svara við spurningunni um það hvernig nemend-
um líður i grunnskólanum með ýmsum hætti. Það mætti t.d.
spyrja þá sem best þekkja til, nemendur og kennara. Það má
gera í viðtölum eða með spurningum sem svarað er skriflega.
Enn betra væri að sameina þetta tvennt í einni könnun, m.a.
til þess að afla frekari vitneskju um það sem felst í skriflegu
svörunum. Þetta mætti svo tengja athugunum á því sem fram
fer í kennslustundum og frímínútum. Því miður hef ég ekki
haft tækifæri til að fara svona að. Hér verður beitt auðveldari
aðferð. Ég tel hana samt nokkurs virði, ekki síst vegna þess að
efninu, sem fer hér á eftir, hefur ekki verið safnað saman áður
til birtingar í uppeldis- og kennslumálatímariti hér á landi.
Aðferðin er sú að taka til athugunar niðurstöður úr tveimur
viðamiklum könnunum sem fram fóru á árunum 1974 - ’76.
En fleira verður tínt til og ekki gengið fram hjá eigin skoðun-
um.
Unglingar í Reykjavík 1976
Sjö íslenskir sálfræðinemar í Árósum gengust fyrir fyrri könn-
uninni og nutu þeir leiðsagnar dr. Edvards Befring. Hún
beindist að því að afla víðtækra upplýsinga um aðstöðu,
reynslu og viðhorf unglinga í 8. bekk í Reykjavík og var jafn-
framt haft í huga að niðurstöðurnar mætti nýta til að bera
þær saman við sams konar rannsókn annars staðar á Norður-
löndum. Upplýsinganna var aflað með því að leggja ýtarlegan
spurningalista fyrir alla nemendur 8. bekkja í Reykjavík í fe-
brúarbyrjun árið 1976 og náðist til rúmlega 93% árgangsins
eða 1427 nemenda alls. Spurningarnar voru 114 talsins, sumar
í mörgum liðum, á 58 vélrituðum síðum. Þær skiptust í 15
efnisflokka; m.a. var spurt um afstöðu til skólans, félaganna
og kennara. Yfirleitt átti að svara með því að velja (krossa
við) einn af 3-4 möguleikum. Unnið var úr upplýsingunum
með tölvu, ýmiss konar samanburður var gerður og þátttak-
endur í verkefninu tóku saman skýrslur byggðar á rannsókn-
inni.
í niðurstöðum úr rannsókninni (Unglingar i Reykjavík) er
ýmislegt að finna um hegðun nemendanna í skólanum og við-
horf þeirra til hans. Sú spurning, sem helst varðar líðan ungl-
inganna í skólanum, var orðuð svo: — Hvernig líkar þér að
vera ískóla? (Settu kross við það sem þér finnst eiga við þig).
Svörin dreifast þannig miðað við hundraðshluta þeirra sem
svöruðu:
Ekki er ólíklegt að lesendur velti því fyrir sér hvort unnt sé að
svara spurningunni, sem varpað er fram í fyrirsögn, af ein-
hverju viti. Víst snertir spurningin flókið og umfangsmikið
efni og svarið getur því ekki orðið einhlítt. Hins vegar tel ég
gagnlegt að leita svara við slíkri spurningu — af því megi
ýmislegt læra.
Það efni, sem hér birtist, er að nokkru leyti úr erindi sem ég
flutti í útvarp í september sl. og nefndist: „Hversu algengur er
skólaleiði?“ Hér er talsvert meira um tölulegar upplýsingar en
í erindinu enda auðveldara að skoða þær á þessum vettvangi.
Væntanlega verður ljóst af framhaldinu.að ég hef enga trölla-
trú á tölulegum upplýsingum. En ég tel miður ef víðtækar og
tímafrekar kannanir, sem gerðar eru á skólastarfi hér á landi,
falla í gleymsku án þess að tengjast þeirri veikburða skóla-
málaumræðu sem reynt er að halda uppi.
Mjög vel Vel Frekar illa Mjög illa
12.2 65.6 18.7 3.5
22,2% eða rúmlega einn af hverjum fimm nemendum er hér í
hinum neikvæða hluta. í fljótu bragði virðist þetta e.t.v.
benda til þess að tiltölulega fáum hafi líkað illa í skólanum.
Ég tel hins vegar vafasamt að álykta á þann veg. Þegar um er
að ræða könnun, sem byggist á spurningalista, verðum við að
túlka niðurstöðurnar. Ég tel að umrædda niðurstöðu verði að
skoða í ljósi þess að unglingarnir, eins og aðrir, vilja helst láta
sér liða sæmilega á vinnustaðnum og eru varla óðfúsir að
viðurkenna að svo sé ekki. Þeir vita vel að gengi þeirra í skól-
anum á þátt í að skapa þeim framtíð. Ég held því að ungling-
arnir reyni í lengstu lög að líta skólagöngu sína jákvæðum
augum og því sé fyllsta ástæða til að hafa áhyggjur af þessum
36