Ný menntamál - 01.06.1983, Blaðsíða 20
Ef þú þyrftir að glíma við persónuleg eða fagleg vandamál,
sem þú telur að dragi úr árangri kennslu þinnar, til hvaða
starfsfélagaþíns myndirþú leita?
Karl: Ég hef eiginlega aldrei glímt við slík vandamál. Ég þarf
ekki að leita til annarra ef ég tel mig geta leyst málið sjálfur.
Kona: Ég hef ekki hugsað um þetta. Ég færi ekki að bera al-
varleg mál, t.d.fjölskyldumál, átorg.
Karl: Egjáta hreinskilnislega að ef ég œtti í einhverium vand-
ræðum þá þætti mér það erfitt að leita til einhvers kennara
eða skólastjóra og opna hjarta mitt. Einnig vitum við vel að
persónuleg vandamál utan skólans hafa oft áhrif á störf
kennarans.
Kona: Ég get ekki nefnt neinn sérstakan; það færi eftir að-
stœðum. Ég leita ekki til saumaklúbbsins. Ég leita reyndar
ekki til neins í slíkum tilvikum.
Kona: Þetta fer allt eftir persónu hvers og eins. Sumir byrgja
vandamálin inni, eru lokaðir og hleypa ekki öðrum að sér.
Skólinn ereinhvern veginn ekkistaður til umrœðna.
Karl: Við reynum að leyna slæmri reynslu í lengstu lög og
segjum ekki frá henni fyrr en við erum að guggna.
Kona: Már finnast kennarar einangraðir að þessu leyti. Aldur
og reynsla hefur kannski mikið að segja. Sumir átta sig e.t.v.
ekki á því að aðrir stríða við sams konar vanda og fleiri geta
átt þátt í honum. Allt er þetta þó einstaklingsbundið. Er
kannski best að létta ásér heima? Já, kannski erþað best.
Kona: Mér finnst að við stöndum ein þegar vandi steðjar að.
Þáfer lítið fyrir samskiptum. Það er þannig með ,,prívatlífið“
að fólk vill láta allt líta vel út á yfirborðinu. Stundum telur
fólk kennsluna hluta af einkalífi sínu. Þess vegna leiðum við
stundum vandamál annarra hjá okkur eða reynum að gera
eitthvað til bótasvo Utið beri á.
Kona: Ég leita helst til hennar Þuríðar. Annars er ég aldrei
upp á kant við neinn. Ég þoli ekki átök sem spilla sambandi
fólks.
Kona: Mér finnst erfitt að fá fólk til að horfast í augu við
vandamál eða viðurkenna aðþvíhafi einhvern tíma gengið illa
í starfinu. Það er eins og allir séu og hafi alltaf verið full-
komnir. Viðkvœðið verður: ,,Það gengursvo ida hjá henni.“
Höfundur: Haukur Viggósson
20