Ný menntamál - 01.06.1983, Blaðsíða 17

Ný menntamál - 01.06.1983, Blaðsíða 17
Vinnutímakönnun í janúar 1982 könnuðu kennarar í Snæ- landsskóla vinnuframlag sitt utan bund- ins viðverutíma. Þeir skráðu hve mikl- um tíma þeir eyddu í — undirbúning fyrir kennslu — yfirferð verkefna — samstarf við kennara — samstarf við nemendur — samstarf við foreldra — vinnu í kennslustofu (frágang, til- tekt). 18 kennarar skráðu samviskusamlega alla unna tíma í eina viku. Nokkrir þeirra voru í hlutastöðum en samtals gegndu þeir 14 fullum stöðum við skól- ann. Alls unnu þessir kennarar 3743/4 klst að áðurnefndum verkefnum þessa viku eða að jafnaði 263A klst á hverja fulla stöðu í stað 13!4 klst samkvæmt núgildandi kjarasamningum. Ólaunuð vinna þessara 18 kennara í 14 fullum stöðum var þessa viku 18514 klst sam- tals sem jafngildir 4 fullum stöðugild- um. Á yfirvinnukaupi í febrúar sl. þýðir þetta iaun að upphæð 25.894.00 kr. (lfl. 16-3). 84 klst af þessum 185!4 klst voru unnar laugardag eða sunnudag. í þessari könnun kom einnig fram að vinnan er mjög mísmikil. Sá kennari í fullri stöðu, sem mest vann, skráði 34.3 klst en sá sem minnst vann 14 klst. Kennarar í 2A stöðu unnu frá 12 klst og allt að 29.9 klst og kennarar í Vi stöðu frá 10 klst til 14.8 klst. Vinnuálag minnkar greinilega ekki í réttu hlutfalli við hluta úr stöðu. Þessi könnun var viðleitni í þá átt að gera okkur grein fyrir vinnuframlagi kennara í þessum skóla. Hún gefur okkur vísþendingu um að hér sé mál sem krefst nánari athugunar. Best væri að gerð væri viðtæk könnun á vinnu- tíma kennara almennt. Sú könnun þyrfti að taka til sem flestra og ná yfir töluverðan tíma þar sem álag er mis- jafnt. Málið er ekki svo einfalt að hægt sé að segja kennurum að hætta að vinna kauplaust. Hvar á að skera niður og á hverjum bitnar sá niðurskurður? Samfelldur vinnudagur — 40 stunda vinnuvika Samkvæmt niðurstöðum Nordstress- könnunarinnar má bæta vinnuskilyrði kennara með því að stytta vinnutíma í hverri viku; vinnudagur verði samfelld- ur en kennsluárið lengt. Álagið yrði þannig jafnara á lengra tímabili. Ég sé fyrir mér að þetta gæti litið svona út: Vinnuvika kennara verði 40 tímar á viku og öllum störfum lokið á vinnustað á þeim tima. Vinnu við bekkjarkennslu má þó alls ekki auka frá því sem nú er. Sumarleyfi verði jafnlangt og annarra launþega innan BSRB. Unnið verði í skólum við frágang til 15. júní. Ég tel eðlilegt að kennarar fái tvær vikur til endurmenntunar. I júlí hefjist sumar- leyfi. í ágúst komi kennarar síðan til starfa að loknu sumarleyfi. Unnið verði að skipulagi og undirbúningi fyrir vetr- arstarfið til 1. september þegar kennsla hefst. Ef hafist væri handa í ágúst myndi það auðvelda verulega störf á kennslutímaþilinu því áætlana- og verk- efnagerð væri þá lokið. Leiðir til úrbóta Mikilvægast tel ég að sveigja skólastarf frá hinum hefðbundna ytri ramma í átt til kerfis sem hentar betur því starfi sem vinna skal í skólanum. Við verðum að hætta að búta vinnutíma nemenda og kennara niður í 40 mínútna tímabil, draga úr flakki nemenda milli stofa og skipuleggja kennsluna þannig að hver kennari umgangist færri nemendur hverja viku en nú tíðkast. í skólanum ætti að ríkja sá andi að þar séu kennarar og nemendur komnir til að vinna saman. Bekkjarkennslan Eitt helsta einkenni kennarastarfsins hefur verið að kennarinn stendur einn: Einn fullorðinn í hópi barna eða ungl- inga í lokaðri kennslustofu; einn og sterkur með alla ábyrgð, öll völd og væntanlega alla viskuna. Ný þekking í sálarfræði og félagsvís- indum hefur breytt þessari ímynd kenn- arans. Hlutverk kennarans nú er fremur fólgið í því að aðstoða nemendur við að afla sér þekkingar, skipuleggja nám og koma til móts við þarfir hvers einstakl- ings. Þrátt fyrir allar breytingar á hlutverki kennara leiðir sænska könnunin í ljós að kennarar vinna starf sitt einir, bæði í kennslustofunni og utan hennar. Sam- vinna, ef um hana er að ræða, er þá sem viðbót við einstaklingsstarf kennarans. Einu undantekningarnar eru í opnum skólum og tilraunaskólum. Reginmunur er á samvinnu sem felur í sér a) samstarf og samábyrgð á bekkjar- deild eða árgangi þar sem kennarar deila með sér vinnu við skipulag og kennsluá- ætlanir og samvinnu sem aðeins felur í sér b) samræmingu á námsefni og yfir- ferð innan árgangs, auk þess sem kenn- arar skiptast e.t.v. á verkefnum og hug- myndum. Samvinna, sem felst í samræmingu, á sér oft stað í hefðbundnu kerfi en sam- vinna og samábyrgð helst oftast í hend- ur við nýbreytni í skólastarfi. Kennari, sem vinnur einn í bekkjar- kennslu, er ákaflega frjáls. Hann getur valið vinnuaðferðir sem henta honum og nemendum hans best. Hann þarf ekki að ráðgast við aðra og hann getur vísað öllum afskiptum eða gagnrýni vinnufélaga á bug. Þetta eru kostir sem margir kunna að meta; tækifæri til að vinna sjálfstætt. Þetta frelsi hefur þó ýmsa ókosti í för með sér. Kennarinn er einangraður; hann er einn um áhyggjur af kennslu- starfinu eða nýtur ánægjunnar af því einn. Kennarinn ber einn alla ábyrgð á því að starfið gangi vel og nemendum líði vel. Kennari, sem er einangraður á þenn- an hátt, hefur tilhneigingu til þess að rekja orsakir allra erfiðleika í bekkjar- kennslunni til sín og starfsaðferða sinna. Eigi hann við agavandamál að striða leitast hann við að skipuleggja kennsluna betur og reynir stöðugt að breyta sjálfum sér og gerðum sínum. Honum sést aftur á móti oft yfir að or- sakirnar má e.t.v. rekja til samsetningar hópsins, einstaklinga innan hans eða ytra skipulags starfsins, s.s. stunda- töflu. Með nánu samstarfi tveggja eða fleiri kennara, sem vinna með sömu nemendum, skapast grundvöllur til að skoða og skilgreina vandann frá fleiri hliðum. 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ný menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný menntamál
https://timarit.is/publication/2011

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.