Ný menntamál - 01.06.1983, Blaðsíða 47
skólastarfi með þátttöku allra starfs-
manna skólans, eftir því sem unnt er,
svo að skólinn nái þeim markmiðum
sem honum eru sett með lögum.
Skipulagning skólaráðgjafar
Drög að skipulagi og starfsáætlun verð-
ur að móta af skólastjóra, aðstoðar-
skólastjóra, ráðgjafa, fulltrúum kenn-
ara og nemenda og e.t.v. fulltrúum for-
eldra. Mikilvægt er að það liggi ljóst
fyrir hvað skólinn getur lagt af mörkum
til þessarar þjónustu og að starfssvið
ráðgjafa sé vel skilgreint.
Ráðgjöf verður að ná til allra nem-
enda, bæði í grunnskólum og fram-
haldsskólum, ekki aðeins til þeirra sem
„eitthvað er að“ hjá eða gengur illa;
slík viðhorf eru úrelt. Ráðgjafaráætlun-
in verður því að vera samofin öðru
skólastarfi og stuðla þannig að þroska
og fyrirbyggja sálræn vandkvæði.
Margir eru þeirrar skoðunar að heppi-
legast sé að ráðgjafi sé að hluta til kenn-
ari, helst kennari með langa starfs-
reynslu. Rökin eru m.a. þau að slíkur
starfsmaður eigi auðveldara með að
setja sig í spor hinna kennaranna og
hafa góða samvinnu við þá en samvinna
er höfuðnauðsyn ef ráðgjöf í skólum á
að verða heilladrjúg. Hér verður að geta
þess að menn greinir á um þetta atriði. í
Noregi, Danmörku og Kanada er al-
gengt, bæði á grunnskólastigi og fram-
haldsskólastigi, að ráðgjafi sé kennari
að hluta (t.d. að !4 hluta). Raunar er
því oft haldið fram í ráðgjafarfræðum
að allir kennarar eigi að gegna leiðsagn-
arhlutverki og bera ábyrgð á því sviði en
skólaráðgjafi eigi að vinna að skipu-
lagningu og áætlun fyrir hvert ár, svo og
umbótum á starfseminni, og sinna auk
þess ákveðnum þáttum hennar einn eða
með öðrum. Það eitt er þó víst að skóla-
ráðgjafi verður að hafa staðgóða þekk-
ingu á kennslufræði og reynslu af
kennslu; annars getur hann ekki haft
gott samstarf við kennara.
Þegar drög að skipulagi og starfsá-
ætlun liggja fyrir, þar sem Ijóst kemur
fram hvað skólinn getur látið af hendi
rakna til þessarar þjónustu og þar sem
starfssvið ráðgjafa og þarfir nemenda
hafa verið skilgreindar, þá kemur það í
hlut ráðgjafa að semja áætlunina,
hrinda henni í framkvæmd og bæta
hana að fenginni reynslu.
Veigamestu þættir ráðgjafar-
áœtlunar
Veigamestu þættir ráðgjafaráætlunar
eru þessir:
1) Kynningarvika eða kynningardagar
fyrir nýnema í upphafi skólaárs.
2) Aðstoð við val nemenda á náms-
brautum og sviðum.
3) Samband eða samvinna við aðrar
stofnanir og aðila í þjóðfélaginu,
eftir því sem þörf krefur, t.d. aðra
skóla, lcekna, félagsmálastofnanir
og ýmsa sérfœrðinga sem ráðgjafi
þarf að leita til eða vísa til.
4) Kennsla í námstækni, ýmist I stór-
um hópum, litlum eða einstaklings-
bundin.
5) Samstarfsfundir með skólastjóra,
aðstoðarskólastjóra eða yfirkenn-
ara, fuUtrúum kennara, foreldra og
nemenda.
6) Samstarf af ýmsu tagi við kennara,
sem felst m.a. I því að flétta inn í
sem flestar kennslustundir þrosk-
andi efni og upplýsingar um nám
og störf og einnig að kynna kennur-
um samtalstækni og námstækni eft-
ir því sem þurfa þykir.
7) Samvinna við heimili, t.d. I sam-
bandi við skólasókn og námsárang-
ur nemenda.
8) Útvegun bóka og annarra gagna
fyrir skólann um uppeldis- og
kennslufræði. Ráðgjafi verður að
verja talsverðum tíma í að fylgjast
vel með áþessu sviði, útvega bækur
og e.t.v. útvega fyrirlesara og kenn-
ara til að hatda námskeið um efni
sem varða uppeldis- og kennslu-
fræði.
9) Ráðgjöf, þ.e.a.s. aðstoð ráðgjafa
við einstaka nemendur og kennara,
t.d. I sambandi við samskiptaerfið-
leika þessara aðila, smávœgUeg geð-
rœn vandkvæði eða öryggisleysi.
Aðstoð við einstaklinga má ekki
taka nema lítinn hluta af tíma
skólaráðgjafa því að starfsemin á
að koma öllum nemendum til góða.
Sé um alvarleg geðrœn vandamál að
rœða verður skólaráðgjafi að vísa
nemanda til sérfræðings.
10) Skráning og umbœtur á áætluninni
að fenginni reynslu.
11) Kannanir á ýmsum þáttum skóla-
starfs.
Talið er æskilegt að hafa tvo skóla-
ráðgjafa, konu og karl, hvort þeirra í
hlutastarfi. Ef ráðgjafar stunda kennslu
ættu þeir ekki að kenna sömu nemend-
um svo að nemendur annars geti leitað
til hins sem ráðgjafa. í mjög fjölmenn-
um skóla væri æskilegt að hafa ráðgjaf-
ardeild.
Að sjálfsögðu getur það ekki sam-
rýmst starfi skólaráðgjafa að taka þátt í
stjórnun skólans. Ekki fer saman að að-
stoða nemanda varðandi samskipti við
yfirboðara og vera jafnframt einn af yf-
irboðurunum.
í þessari stuttu kynningu á skólaráð-
gjöf hef ég aðeins drepið á nokkra mik-
ilsverða þætti sem ég álít að beri að
Ieggja áherslu á í skólastarfinu. Margt
hefur orðið útundan og ég hefði kosið
að rökstyðja mál mitt frekar en þetta
verður að nægja.
47