Ný menntamál - 01.06.1983, Blaðsíða 48
VANGAVELTUR
Skóli er staður þar sem þekkingaröflun
og þekkingarmiólun á sér stað. í skóla
er einnig leitast við að kenna nemend-
um skynsamleg vinnubrögð. Uppeldis-
áhrif skólanna eru ótvíræð. í skólanum
eru saman komin börn og unglingar frá
öllum stéttum atvinnulífsins. Hvernig
skólinn flokkar þessi börn í bekkjar-
deildir ræður miklu um afstöðu þeirra
til hinna margvíslegu stétta þjóðfélags-
ins að skólagöngu lokinni. Námsum-
hverfið hefur þannig mótandi áhrif á
hvern einstakling. Þess vegna er sann-
gjarnast og réttast að blanda í bekkjar-
deildir og skapa nemendum með því
umhverfi sem er þverskurður lýðræðis-
þjóðfélagsins sem bíður þeirra. Það er
góður skóli sem tekst að skila samfé-
laginu tillitssömum þegnum sem gert
hefur verið kleift að ræ^kta hæfileika
sina og öðlast jákvætt lífsviðhorf. Skóli
sem ýtir undir sjálfsdýrkun eða gerir
einni grein hærra undir höfði en öðrum
er hins vegar slæmur skóli.
Heimili og skóli
Viðhorf heimilanna til skólans skipta
miklu máli. Gagnkvæm virðing verður
að ríkja milli heimilis og skóla. Ófært
er að á heimili séu einstakar náms-
greinar t.a.m. afgreiddar sem tilgangs-
laust bull. Oft gerist þetta samt vegna
neikvæðrar reynslu viðkomandi for-
eldris af skólastarfinu. Jafn slæmt er ef
kennari fellur í það fen að reyna að
auka námsafköst nemenda með for-
dæmingu á ákveðnum störfum þjóðfé-
lagsins (sbr: Þú ferð í íiskinn, öskuna
o.s.frv.).
Samband heimila og skóla hefur ár-
um saman falist í því einu að haldnir
hafa verið einn til tveir foreldradagar á
vetri. Þessa daga hafa kennari og for-
eldri rætt saman í fimm til tíu mínútur.
Þetta er að sjálfsögðu betra en ekkert
en engan veginn nægjanlegt. Eins vit-
um við öll að á þessum fundum mæta
sjaldan þeir sem við viljum helst tala
við. Með tilkomu kennara- og foreldra-
félaga hafa aukist möguleikar á sam-
starfi skóla og heimila. Þessi félög eru
þó sjaldnast vettvangur umræðu um
kennslu og uppeldismál. Frekar eru
þau skemmtifélög sem reyna að brúa
kynslóðabilið með sameiginlegum
danskvöldum, gróðursetningarferðum
eða pulsuáti. Þetta má að vísu kalla já-
kvætt en mikils meira verður að vænta
af slíkum félagsskap og ekki síst í þá
veru að skapa samvinnu milli skóla og
heimila i sókn að meginmarkmiðum
skólastarfsins, þ.e. aö búa nemendur
undir líf og starf í framsæknu þjóðfé-
lagi. Eitt vildi ég að félög kennara og
foreldra tækju sérstaklega til athugun-
ar, þ.e. hvort ekki mætti á vel undirbú-
inni helgarráðstefnu í hverjum skóla
gera foreldrum forskólabarna og
barna I 7. bekk grein fyrir skólastarfinu
og markmióum með einstökum náms-
greinum. Síðar gætu foreldrar og kenn-
arar rætt hvernig tekist hafi aó ná þeim
markmiðum. Þetta skapaði ákveðnari
tengsl milli heimilis og skóla og veitti
aðhald á báóum stöðum. Ef ekki
verður gert átak í þessum efnum fljót-
lega óttast ég að illa fari. Mér geðjast
ekki að hugmyndum þeirra sem álíta
grunnskóla okkar gæslustofnun fyrir
börn og unglinga þar sem kröfur um
árangursríkt starf verða númer tvö en
mestu máli skipti að barnið sé á staðn-
um milli 9 og 5, fái heilsufæði frá Mjólk-
ursamsölunni og síðast en ekki síst að
ekki sé komið heim með verkefni til úr-
lausnar.
Námsmat
utan hans. En hvernig á að meta skóla-
starfið? Er raunhæft að meta nemend-
ur eftir kvarða frá 1-10 í öllum náms-
greinum ef þær tölur eru einungis
fundnar með því að spyrja um ákveðin
þekkingaratriði, prófa minni nemenda.
Samræmd próf eru á undanhaldi,
a.m.k. í núverandi mynd. Af þeim or-
sökum reynir enn meira á hæfileika
einstakra kennara við gerð prófa.
Markmið í einstökum greinum eru til-
greind í námskrá. Þrátt fyrir það vefst
fyrir mörgum kennaranum að búa til
próf sem gefur rétta mynd af því hvern-
ig tekist hefur að ná settu marki. Sam-
anburður milli skóla verður líka hæpinn
af þessum sökum.
Skólum er í sjálfsvald sett hvernig
þeir meta vinnu nemenda, þ.e. frammi-
stöóu í tímum, vinnubækur og annað
þess háttar.
Víða er notuð 50% reglan. Þá gilda
jafnt lokapróf að vori og frammistaða
nemandans allan veturinn. Slíkt
námsmat reynir mjög á hæfni kennara.
Forsendur þess eru mismunandi eftir
kennurum og skólum og ósamræmið,
sem af því hlýst, ruglar vinnuveitendur
og skólastjórnir framhaldsskóla í rím-
inu. Þessir aðilar veita nemendum
grunnskólans vinnu eða heimila
frekara nám. Af þessum sökum verður
að samræma námsmat I skólum svo
unnt sé að meta skólastarf og bera
skóla saman. í námi nýrra kennara
þarf að leggja mikla áherslu á náms-
matið. Endurmenntunarstjóri þyrfti aó
koma á námskeiðum í þessum efnum
fyrir okkur sem eldri erum í hettunni.
Ég hef gert mér til gamans að raða
saman fimm þáttum sem byggja mætti
matið á í hverri námsgrein. Þeir yrðu:
1. Þekking (prófuð samkvæmt þekk-
ingarmarkmiðum).
2. Tímar (frammistaóa í tímum, skil á
heimaverkefnum).
3. Frágangur (snyrtimennska við úr-
lausn verkefna).
4. lóni (alúð og ræktarsemi nemanda
við námið).
5. Vilji (gerir nemandi sitt besta til að
ná árangsri?).
Á prófskírteini liti þetta þannig út:
Námsgr. Þekking Tímar Frágangur Iðni Vilji
Skólastarf þarf að meta á einhvern
hátt. Gagnlegt er að meta árangur í
öllu starfi hvort sem það er í skóla eða
Höfundur: Pétur Önundur Andrésson
48