Ný menntamál - 01.06.1983, Blaðsíða 62

Ný menntamál - 01.06.1983, Blaðsíða 62
Sþurifr & úwasuzb & ðfiunt’ Heimir Pálsson, skólameistari á Selfossi, beinir spurningu til menntamálaráðherra: Telur ráðherra rétt að fjárfram- lög til skóla miðist nær eingöngu við fjölda nemenda og álítur hann að sú tilhögun stuðli að jafnrétti til náms? Ingvar Gíslason menntamálaráð- herra svarar: Óhjákvæmilegt er að nemenda- fjöldi ráði miklu um það hve háum upphæðum er varið til skólamála. Það er ekkert einkennilegt. Ég fæ ekki séð að á því geti orðið breyting að miða fjármagn til skólamála að verulegu leyti við nemendatölu. Að öðru jöfnu ræðst skólastærð og kostnaður við skólahald af fjölda nemenda. Hins vegar getur nem- endafjöldi ekki ráðið öllu í þessu efni og gerir ekki. Eðli hvers skóla verður að ráða — og ræður — að sínu Ieyti hversu miklu fé er varið til skólahalds, rekstrar og fram- kvæmda. Ég á ekki von á að um þetta séu neinar deilur. Hitt er annað mál að dæmi eru þess að skólar séu ekki nægilega veí þúnir miðað við þau markmið sem þeim eru sett. Verknám þarfnast t.d. meira fjármagns í ýmiss konar véla- og tækjabúnaði en bóknámið. Það er e.t.v. ástæða til að óttast að uppbygging verknáms sitji nokkuð á hakanum í skólakerfinu vegna kostnaðar. Slíkt getur leitt til ójafn- aðar milli nemenda með ólíka hæfi- leika eða námsáhuga, að ekki sé minnst á þjóðhagslegt gildi náms- ins. Spurning menntamálaráðherra: Bið ritstjóra Nýrra menntamála að leita svars við því hjá einum eða l'leiri kenn- urum (ekki heimilisfræðikennurum) hvað þeir álíti um gildi heimilisfræðslu i skólum, hvernig beri að liaga henni í að- alatriðum og hvort staða þessarar náms- greinar sé viðunandi eins og er. Gagnvirkt mat frh. sjálfsögðu máli að hann skrifi þannig að aðrir geti lesið. Það getur t.d. verið æskilegt að geta vélritað ákveðinn orða- fjölda á tilteknum tíma og þá sé ég ekki neitt því til fyrirstöðu að nota próf til að meta slíkt. Það er Iíka út í hött fyrir sjó- mann eða stýrimann að nota einhverja skapandi eða persónulega aðferð við staðarákvörðun í myrkri — og lenda síðan í árekstri. Þannig má nefna fjölmarga þætti sem heppilegt er að meta með prófum. Hins vegar er rétt að huga að því að sam- kvæmt hugmyndum um gagnvirkt mat er það ófrávíkjanleg regla að nemendur skilji af hverju prófið er mikilvægt. Þegar nemendur skilja forsendur prófs- ins leiðir það til þess að þeir prófa sjálfa sig í stað þess að láta aðra um það. Nemandinn tekur þátt í ákvörðunum um prófið; hann veit að hverju er stefnt og hvers vegna það er mikilvægt. Hann er orðinn þátttakandi ímatinu. Ég er þeirrar skoðunar að við verðum að Iíta á skólastarfið gagnrýnum augum og glöggva okkur á því sem er mikilvægt fyrir alla að læra og hinu sem menn þurfa alls ekki að læra á sama veg. Ef við hugum að skólastarfi, eins og það er um þessar mundir, þá komumst við ekki hjá því að sjá að skipuleggjendur þess virðast líta svo á að flest það sem kennt er sé bráðnauðsynlegt fyrir alla. Þetta viðhorf leiðir til þess að formlegt mat, próf, er allsráðandi. Slíkt ástand er að minni hyggju hættulegt — það veldur firringu. Þú hlýtur oft að vera spurður að því hvað sé til ráða. Margir kennarar eru, eins og þú varst sem kennari, óánœgðir með hlutverk sitt sem dómarar og vilja fara aðrar leiðir. Hvað ráðleggur þú þessu fólki? Þetta er erfiðasta spurning sem hægt er að Ieggja fyrir mig. Ástæðuna má kannski ráða af ýmsu því sem ég hef sagt hér á undan. Það eru engar ,,patent“ lausnir til í þessum efnum og ég fullyrði að allar lausnir sem menn líta á sem ,,patent“ lausnir eru í sjálfu sér hættulegar. Því verður hver kennari að íhuga eigin að- stæður, leitast við að skilja eigin viðhorf og kanna hvaða leiðir eru færar til úr- bóta. Allar hugmyndir, sem eru gripnar ,,að ofan eða utan“, reynast sjaldnast lítið annað en tæknibrellur sem Ieiða fyrr eða síðar til stöðnunar eða jafnvel firringar af einhverju tagi. Lausnin verður að spretta upp úr jarðvegi kenn- aranna — með virku starfi þeirra á akr- inum. Því ræð ég kennurum þetta: Reynið að skoða umhverfi ykkar. Ræðið þessi mál við samkennara ykkar. Reynið að sníða verstu agnúana af formlega mat- inu. Ekki einungis til þess að losa nem- endur við þá — alls ekki — heldur einn- ig til þess að þið fáið svigrúm til að hugsa á annan hátt. Meðan við erum upptekin við að viðhalda hinu formlega mati er erfitt að fá ráðrúm til að endur- skoða afstöðu okkar til þess. Sem betur fer eru þannig reglur um skóla hér á landi, t.d. grunnskólana, að menn hafa nokkurt svigrúm til að þreifa sig áfram. Hver og einn verður að taka afstöðu og finna lausn. Það er t.d. óæskilegt að kennari í Reykjavík fari í öllum tilvikum sömu leið og kennari á Þórshöfn. Það er meira að segja ólíklegt að sama aðferð henti þeim báðum. Sveigjanleiki og fjölbreytni eru lík- legri en samræming og einhæfni til að gera skólana á öllum stigum að þeim vettvangi náms og þroska sem við viljum að þeir verði. Forsenda þess að slíkt geti orðið er þó að fjölbreytninni fylgi sjálfsmat og jákvæð sjálfsgagnrýni nemenda og kennara. 62
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ný menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný menntamál
https://timarit.is/publication/2011

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.