Ný menntamál - 01.06.1983, Blaðsíða 29
Við kynningu á skólastarfi, sem fór fram að frumkvæði KÍ árið 1982, var m.a. stuðst við
niðurstöður úr könnun sem skólamálaráð KÍ gekkst fyrir árið 1981. Á vordögum 1981 sendi
skólamálaráð bréf til trúnaðarmanna í grunnskólum og svæðasambanda kennara og hvatti til
umræðna um skólamál. Óskaði ráðið eftir því að kennarar fjölluðu um ýmis málefni varðandi
umbætur í skólastarfi. Ráðinu bárust niðurstöður nokkurra funda og verða hér birt sýnishorn
af svörum við spurningum sem snerta starfstíma, lengd kennsluskyldu og tíð kennaraskipti.
Starfstími skóla
Átta mánaða skóli er œskilegastur. Byggja
þarfupp sumarstarf.
Árlegur skólatími nœr oft langt fram á vorið
(hjá yngstu börnunum). Skipuleggja þarf síð-
asta mánuðinn á einhvern annan hátt, gefa
t.d. börnunum kost á meiri útiveru; vorið er
alltént besti tími ársins. Maímánuður nýtist
illa; allir orðnir langþreyttir, bœði kennarar
og nemendur.
Kennarar eru nokkurn veginn ánœgðir með
hinn árlega starfstíma 9 mánaða skóla.
Við teljum að skóli œtti ekki að hefjast fyrr en
kl. 9. Ástœðan fyrir þessu er m.a. sjónvarp,
vinna foreldra utan heimilis o.s.frv. Æskilegt
er að árlegur starfstími verði áfram 9 mánuðir
en rýmri tíma verði varið til vinnu í skóla án
nemenda. Æskilegt er að frjálst starf verði í 1-
2 vikur bœði vor og haust og verði foreldrum
kynnt það starf.
Samræma verður skólatíma innan hvers
skólahverfis. Starfstími skólanna er oflangur.
Hámarkstími ætti að vera 8-8V2 mánuður.
Starfstími skóla mœtti vera styttri.
Samrœma ber starfstíma skóla og hefja hvert
ár með undirbúningsvinnu kennara. Skóli
hœtti eigi síðar en 20. maí.
Ahugi virðist þó nokkur á því að breyta skipu-
lagi á vinnutíma í skólunum þannig að kenn-
arar fái fastan vinnutíma. Starfstími þeirra
utan kennslu œtti þá að nýtast til að undirbúa
kennslu, fara yfir verkefni og til samstarfs við
aðra kennara. Til þess að slíkt megi verða er
starfsaðstaða fyrir kennara og samfelldur
vinnudagur nemenda algjört skilyrði. Einnig
er augljóst að þá yrði að sjá bæði kennurum
og nemendum fyrir aðstöðu til að matast á
vinnustað eins og margoft hefur komið fram.
Inn íþessa umrœðu fléttaðist sú krafa að skóli
yrði einsetinn og kennarar hefðu umsjón með
einum bekk hver. Lögð var áhersla á þá stað-
reynd að börnin njóta góðs af góðri aðstöðu
starfsmanna íhverjum skóla.
Þegar rætt var um árlegan starfstíma skól-
anna kom fram að kennarar telja óœskilegt að
lengja þann tíma frá því sem nú er. í sam-
bandi við daglegan starfstíma var eindregið
mœlt með því að allri kennslu skyldi lokið fyr-
ir klukkan 16 á degi hverjum.
Umrœðuhópur um starfstíma grunnskóla er
sammála um það meginsjónarmið að ekki beri
að lengja árlegan starfstíma grunnskóla frá
því sem nú er; skólastarfi beri að haga eftir
aðstœðum á hverjum stað þannig að hver
skóli hafi nokkuð frjálsar hendur um hvernig
náð er tilskildum fjölda kennsludaga (sbr.
jóla- og páskaleyfi).
Kennsluskylda
Kennsluskyldu þarf að minnka. Ýmislegt
stendur í vegi fyrir því: aukavinna kennara,
47 stunda opinber vinnuvika o.fl. Leiðrétta
þarf þann mun sem er á kennsluskyldu milli
skólastiga.
28-30 kennslustundir.
Sjálfsagt er að allir kennarar grunnskólanna
29