Ný menntamál - 01.06.1983, Blaðsíða 9

Ný menntamál - 01.06.1983, Blaðsíða 9
Það er ekkert rangt við það í sjálfu sér að sækjast eftir ytri umbun, t.d. launum. Það má vafalaust rekja til frumhvata að menn vilji láta sér líða vel en hins vegar er heimskulegt að þeir geri það að meginmarkmiði í lífi sinu. í námi er innri umbun hinn persónulegi þáttur en ytri umbun tengist því fremur að nemendur inni af hendi skyldur sínar sem samfélagsþegnar. En auðvitað blandast þetta tvennt saman á margslunginn hátt í dag- legu lífi manna. Víkjum nánar að stöðu kennara. Sumir telja að það sé út í hött að tala um kennara sem sérstaka starfsstétt; erfitt sé að skilgreina verksvið þeirra eða benda á viður- kenndar aðferðir til að ná tilteknum markmiðum; kennarar eigi sér tæplega sérstakt fagmál o.s.frv. Hvað viltu segja um þessar skoðanir? Ég hef áður sagt að starfsmenntun kennara sé afar mikilvæg en verð hreinlega að viðurkenna að það er ákaflega erfitt að skilgreina nákvæmlega í hverju hún er eða eigi að vera fólgin. Ég lít svo á að það sé hlut- verk kennaraháskóla á okkar dögum að leita aðferða til að bæta starfsmenntun kennara. Slík leit, og sú kennsla sem væntanlega siglir í kjölfar hennar, verður að verð- skulda að hún fari fram í háskóla. Almennt má segja að við séum ekki komin ýkja langt i þessum efnum. Ég ætla ekki að reyna að rekja hér sögu kennaramennt- unar en á síðustu áratugum hafa komið fram kröfur um að kennarar starfi sem eins konar tæknifræðingar sem nýti sér ákveðin sálfræðileg eða kennslufræðileg lögmál í markmiðabundnu námi. Ég er meðal þeirra sem eru andvígir því að litið sé á kennara sem tækni- menn í þessum skilningi. í kennaraháskóla verður að huga að mörgu öðru en kennslutækni þótt hún sé góð sem slík. Ósk mín er sú að kennarinn sé ábyrgur starfs- maður sem í senn móti og endurskoði starf sitt á sjálf- stæðan hátt og hljóti starfsmenntun i samræmi við þær kröfur. Þú hefur látið þá skoðun í Ijós að menntun kennara verði að miðast við þær kröfur sem skólar geri til starfsmanna sinna. Er ekki erfitt að mennta kennara með hliðsjón af þessu þegar kröfur virðast stangast á? Við eigum t.d. að miða kennsluna við þarfir einstakl- inga en jafnframt eigum við að prófa alla í sama náms- efni. Ég get ekki neitað þessu. Það eru einmitt þverstæður af þessu tagi sem gera starf kennara erfitt. Láti menn slík- ar mótsagnir vaxa sér í augum getur vonleysi gert vart við sig. En andstæður af þessu tagi koma ekki fram nema kennarar velti fyrir sér ýmsum grundvallarvið- horfum. Kannski óttast menn einmitt almennar og opinskáar umræður um skólamál — og raunar önnur veigamikil málefni — vegna þess að þeim óar við að reyna að brjóta svo viðsjárverð álitamál til mergjar. Ég skal t.d. játa að mér líður heldur illa andspænis þessum flóknu vandamálum en kýs samt að horfast í augu við andstæðurnar og búa við þær fremur en loka augunum fyrir þeim. Ég held að kennarar og forsvarsmenn menntastofnana verði að íhuga vandamálin frá ýmsum hliðum og leita nýrra lausna. Ég álít jafnframt að við- leitni i þá átt að leysa vandann geti veitt nemendum og kennurum mikla fullnægju í starfi. Sú viðleitni krefst þess að við séum reiðubúin að taka meiri áhættu en tíðkast yfirleitt í skólastarfinu. Er ekki mjög hæpiö að reyna breyta starfinu í grunn- skólum ef kennslan í KHÍ miðast ekki við breyting- arnar? Það er augljóst. Hins vegar er erfitt að veita stúdentum fullnægjandi menntun á þremur árum miðað við þær kröfur sem ég hef minnst á. Kennslan verður þó að miðast við það að þeir sem ljúka námi séu færir um að keppa að þeim markmiðum sem grunnskólum eru sett lögum samkvæmt. En við megum heldur ekki gleyma því að starfshættir í KHÍ hafa breyst mjög til hins betra á undanförnum árum. Nám sem tengist reynslu af starfi í skólum og auknar rannsóknir á skólastarfi vekja helst vonir um úrbætur á næstu árum. Svo virðist sem stúdentar hafi öðrum fremur knúið fram breytingar á skólastarfinu. Hafið þið kennararnir ekki verið vel vakandi í starfi? Það er erfitt að meta þetta. Við höfum ekki fremur en grunnskólakennarar getað aðlagast breyttum aðstæðum í einu vetfangi. Auk þess er og verður áfram raunverulegur ágreiningur um inntak námsins og hvernig skuli að kennslunni staðið. Mér finnst hins vegar rétt að umræðan um hlutverk skólans verði opnari og virkari en hún hefur verið undanfarin ár. Ég held að mér sé óhætt að fullyrða að kennarar við KHÍ og Æfingaskólann viðurkenni yfirleitt að nemenda- hreyfingar hafi verið háskólanum mikil driffjöður. Hins vegar hefur okkur kennurunum e.t.v. ekki tekist að varðveita nægilega samhengið í nýbreytnistarfinu. Ég vil taka sérstaklega fram að ég bind miklar vonir við samstarf kennara og nemenda í Kennaraháskólanum. Ég geri mér ekki vonir um að geta breytt hinum ytri starfsskilyrðum stórkostlega en ég held að við getum enn breytt hinu innra starfi í skólanum verulega til batnaðar. Er hugsanlegt að kennsluaðferðir kennara við skóla eins og KHÍ hafi meiri áhrif á stúdenta en námsefnið? Eru kennsluaðferðir kennara við KHÍ til fyrirmyndar? Almennt má segja að kennaraefni og nemendur yfirleitt mótist meira af þeim kennsluháttum sem þeir hafa kynnst en beinlínis af þeim kenningum sem að þeim er haldið. Stúdentar hafa bent á nauðsyn þess að kennslu- hættir væru meira í samræmi við raunverulegar að- stæður í grunnskólunum. En menn verða að skilja að það er enginn hægðarleikur að skapa slíkar aðstæður, 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ný menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný menntamál
https://timarit.is/publication/2011

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.