Ný menntamál - 01.06.1983, Blaðsíða 33
Valgeir
Kristján
Víðir
Hanna
nægju með þessa og aðra þætti en á þá
er einfaldlega ekki hlustað. Það er því
óhætt að segja að lítið sé gert sérstak-
lega til að vernda geðheilsu kennara.
Ég læt 67. grein grunnskólalaganna
fylgja hér með. Það sem talið er upp i a-
e liðum getur vissulega snert geðheilsu
kennara og þá kannski sérstaklega það
sem talið er upp í a, b og d lið. Gallinn
er bara sá að sálfræðiþjónustan hefur
ekki vald til að tryggja að farið sé að
ráðum hennar. Starfsmenn þjónustunn-
ar, sem geta oft vegna yfirsýnar sinnar
séð hvar skórinn kreppir, verða að láta
sér lynda að ákvörðunarvaldið sé í
höndum annarra.
67. gr.
Hlutverk ráðgjafar- og sálfrœðiþjón-
ustu er:
a) að nýta sálfrœðilega og uppeidis-
frœðilega þekkingu í skólastarfi;
b) að vera ráðgefandi um umbætur í
skólastarfi, sem verða mœttu tii að
fyrirbyggja geðrœn vandkvæði;
c) að annast rannsókn á afbrigðilegum
nemendum og þeim, sem ekki nýtast
hæfdeikar í námi og starfi;
d) að leiðbeina skólastjórum, kennurum
og foreldrum um kennslu, uppeldi og
meðferð nemenda, sem rannsakaðir
eru (sbr. c-lið);
e) að taka til meðferðar nemendur, sem
sýna merki geðrænna erfiðleika, og
leiðbeina foreldrum og kennurum um
meðferð þeirra;
f) að annast hœfniprófanir og ráðgjöf í
sambandi við náms- og starfsval ungl-
inga;
g) að annast ýmis rannsóknarstörf og
athuganir í sambandi við ráðgjafar-
þjónustuna.
Sé hins vegar um einkamál kennarans
eða fjölskyldu hans að ræða er senni-
lega betra að hann leiti til aðila utan
skólakerfisins, þar sem líta verður á
starfsmenn sálfræðideilda skóla sem
samstarfsmenn kennara og ekki er víst
að heppilegt sé að tengja slík vandamál
samstarfinu. Það er svo sérstök spurn-
ing hvar setja á mörkin í þessum efnum.
Stofnanir sem veita aðstoð eða ráðgjöf
eru t.d. Kleppur, geðdeildir Landsspít-
ala og Borgarspítala, Félagsmála-
stofnun og nokkrir „praktiserandi" að-
ilar.
Vilji kennari hins vegar leita til Sál-
fræðideildar skóla getur hann vissulega
gert_það og verður þá sá starfsmaður
deildar, sem fær málið til meðferðar, að
ákveða hvort hann telur rétt að reyna að
sinna málinu eða vísa því annað.
Hvert hinn aðframkomni kennari ætti
að snúa sér fer að miklu leyti eftir því
hvert meginvandamál hans er (Ég geri
mér fulla grein fyrir því að vanlíðan
kennara getur átt sér margar rætur —
ekki bara eina). Flestir kennarar, sem
snúa sér til sálfnæðideilda skóla, gera
það vegna ákveðinna nemenda eða
bekkja sem þéir telja að sé „vandamál-
ið“ (Hugsanlegt er að stærsti þáttur
vandamálsins reyndist vera kennarinn
sjálfur). Ég tel eðlilegt að kennarar leiti
ti! sálfræðideilda skóla með þau vanda-
mál sem tengjast starfi þeirra í skól-
anum og telja má verkefni sálfræði-
þjónustu.
Hanna Unnsteinsdóttir,
félagsráðgjafi:
Ég tel að allt of lítið hafi verið hugað að
líðan kennara í starfi og þar með geð-
heilsu þeirra. Kennarastarfið er mjög
vandasamt og mikilvægt og kennarar
eru mun valda- og áhrifameiri en þeir
vilja oft viðurkenna. Þess vegna er mjög
mikilvægt að hlúð sé að geðheilsu
þeirra. Staða og hlutverk kennara hefur
breyst mjög við breyttar aðstæður í
þjóðfélaginu. Nú á kennari ekki aðeins
að sinna fræðslu heldur beinast kröfur
mjög að mikilvægi uppeldisins. Ég tel
að aukið uppeldishiutverk kennara geri
starf þeirra oft ánægjulegra en áður var
þótt oft geti það reynst erfitt.
Forsenda þess að nemandi geti numið
er sú að honum líði vel andlega. Sam-
band kennara við nemendur skiptir
einnig miklu máli að mínum dómi. Ef
ekki eru gagnkvæm og góð tengsl milli
kennara og nemenda getur nám hæg-
lega farið fyrir ofan garð og neðan. Séu
þau tengsl slæm reynist erfiðara að leysa
vandamál og vanlíðan skapast meðal
þeirra sem hlut eiga að máli.
Ég tel að kennarar verði fyrst og
fremst að líta í eigin barm, bæta sjálfa
sig og þora hjálpa samkennurum sínum
og styðja þá, þ.e. skapa þannig and-
rúmsloft í skólanum að einlægni ríki og
kennurum finnist óhætt að láta í ljós
vanmátt sinn og vangetu andspænis
vandamálum án þess að þeir eigi á
hættu að „missa andlitið" og vera álitn-
ir miður góðir kennarar fyrir vikið.
Mikilvægt er að kennari vaxi og
þroskist í starfi. Hann gerir það ekki
nema hann eigi gott samstarf við starfs-
félaga sína og starfi hans sé gaumur gef-
inn. Ég tel að misbrestur hafi orðið á
þessu á liðnum árum en með breyttum
kennsluaðferðum, þar sem áhersla er
lögð á samstarf kennara, má færa margt
til betri vegar. Slíkar umbætur, auk
góðra tengsla við nemendur, stuðla
helst að betri geðheilsu kennara. Að
auki má nefna nauðsyn þess að minnka
kennsluskylduna þannig að kennurum
gefist meiri tími til samvinnu og annarra
starfa sem varða skólann. Einnig er
mikilvægt að fækka nemendum í bekkj-
um svo að samband kennara og nem-
enda geti orðið nánara.
frh. ábls. 61
33