Ný menntamál - 01.06.1983, Blaðsíða 41

Ný menntamál - 01.06.1983, Blaðsíða 41
veqvta Cei&itó Ragnar Gautur Sigríður Einar Steingrímur Skólinn er of einhæfur og 'þurr. Bekkirnir eru of fjölmennir og kennar- arnir of fáir og skapvondir oft á tíðum. Skólatíminn er of langur á hverjum degi því jafnvel þótt maður sitji bara og hlusti getur það orðið þreytandi til lengdar. Úrbætur í þessum efnum gætu orðið erfiðar og seint verður gert svo öllum líki. Til að skólinn verði ekki of ein- hæfur er hægt að hafa starfskynningar og margt fleira sem gæti lífgað upp á þrúgandi andrúmsloft í skólanum. Fjöl- mennir bekkir eru höfuðverkur bæði nemenda og kennara. Þegar 27-30 manns eru í einum bekk verður ekki hjá því komist að sumir verði útundan og þeim leiðist einmitt oft í skólanum. Þeir gætu átt í erfiðleikum með nám og þora ekki að spyrja spurninga um einfalda hluti þegar hinir spyrja um smáatriði sem þeir koma ekki auga á. En því miður eru sumir svo kærulausir að þeir sitja bara þarna til að vera í skól- anum og fá ekki punkt eða vegna þrýst- ings frá foreldrum og svo að sjálfsögðu vegna skólaskyldu. Já, vel á minnst: Skólaskylda er enn einn höfuðverkur- inn. Það eitt að maður verður að vera i skóla, vegna þess að einhverjir kallar hafa ákveðið það, getur eitt sér drepið alla námslöngun. Svo er það auðvitað þetta sígilda sem allir segja: ,,Þú kemst ekkert áfram í líf- inu ef þú lærfr ekkert. Þá verður þú bara að fara í frystihúsið, verksmiði- urnar eða bara vinna í búð“. En ef allir gerðust nú miklir hugsuðir og fengju köllun, gerðust kannski heimspekingar, læknar, forstjórar, kennarar eða annað álíka? Hver á þá að vinna hin störfin og vera á verkamannataxta? Og hvar á að finna störf fyrir alla nýju heimspeking- ana, læknana, forstjórana og guð má vita hvað? Nei, unglingar, sem leiðist í skólanum, eru ekkert vandamál; þeir eru nauðsyn. En ef öllum á að þykja gaman í skól- anum þá væri það góð byrjun að afnema skólaskyldu og gera skólann að stofnun þar sem fólk gæti komið og lært það sem það vill læra. Og engar stundatöflur. Hvernig getur maður t.d. notað algebru, kvíslgreiningu og ljóð eftir Matthías Jochumsson í alvöru lífs- ins? Ekki nema til þess að læra meira í öðrum skólum og til að fá plagg upp á að hafa lært eitthvað. Nei, það þarf að gera eithvað róttækt í skólamálum áður en allir fá leið á skólanum. Sigríður Kristjánsdóttir, Gagnfrœðaskólanum ísafirði. Krökkum leiðist í skólanum ef þeir hafa engan áhuga á námsefninu. Hann verð- ur seint glæddu’r með fyrirlestrum og páfagaukslærdómi. Nær væri að nem- endur ynnu í tímum á sínum eigin hraða og óháð kennaranum. Hann væri til að- stoðar ef með þyrfti. Þetta myndi stór- minnka heimavinnu sem er krökkum yfirleitt til ama. Með þessu móti mætti einnig losa duglega nemendur við það að hlusta á kennarann útskýra eitthvað fyrir hinum sem þeir skilja sjálfir. Einnig þarf að láta nemendur finna að þeir séu að þessu öllu fyrir sjálfa sig en ekki fyrir kennarann eða vegna ein- hverra prófa. Þau verða að vera eins fá og mögulegt er og það á alls ekki að minna neinn á að hann „verði að herða sig til að geta eitthvað á prófinu.“ Skólinn á að vera staður þar sem menn Iæra að vinna og verða sér úti um þekkingu til að nota utan skólans jafnt sem innan hans. Einar Pálsson, MH. Það var mikil og erfið breyting að byrja í stórum skóla eins og Menntaskólanum við Hamrahlíð. Ég var ekki aðeins að byrja aftur í íslenskum skóla eftir langa dvöl erlendis heldur var ég líka að ,,stökkva“ úr gagnfræðaskóla upp í menntaskóla. Þarna kom ég, nýkominn úr hinu ,,örugga“ bekkjarkerfi, inn í stóran skóla þar sem ég þekkti varla nokkra sálu. Ekki gerði það mér léttara fyrir að engir bekkir eru í skólanum og þar með enginn hópur sem ég kynntist strax. Þetta voru allt ný, ókunnug andlit og mismunandi aldurshópar í áföngun- um. Sem betur fer vorum við nokkur i sömu aðstöðu og héldum því hópinn. En ekki eru allir svo heppnir. Ég veit að það eru margir sem kynnast nánast eng- um á menntaskólaárum sínum hér — ekki síst vegna þess að flestir nemendur skólans eru í mismunandi klíkum sem haft lagt undir sig ,,sín“ borð og ,,sína“ glugga. Ef einher gerist svo djarfur að setjast þar er hann litinn hornauga. Ég hef heldur ekki orðið var við hið ,,fræga“ félagslíf í skólanum ennþá. Skipulag skólans er þannig að nem- endur hafa sjaldan sama kennara í fagi meira en eina önn í senn. Þetta veldur því auðvitað að lítil kynni verða milli nemenda og kennara. Kennarinn verður bara einhver manneskja (oft leiðinleg) sem stendur framan við töflu og þylur upp einhvern eilífan sannieika. Ef frh. á bls. 61 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ný menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný menntamál
https://timarit.is/publication/2011

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.