Ný menntamál - 01.06.1983, Blaðsíða 59

Ný menntamál - 01.06.1983, Blaðsíða 59
Maðurinn er orðinn áhrifamesta og hættulegasta skepnan í lífhvoli jarðar- innar. Hefði farið vel á því að kenna bókina við umhverfisfræði vegna þess að í henni er langmest fjallað um menn og umhverfi þeirra. í bókinni er eindregið varað við því að mannkynið haldi áfram á sömu braut. Höfundar andmæla notkun eiturefna og tilbúins áburðar í landbún- aði og benda á hvernig hagnaðarvon fyrirtækja kyndir undir óhóflega notkun einkabíla, deyfilyfja, snyrtivara o.s.frv. Hinn ýkti stíll er vel til þess fall- inn að opna auga okkar svefngengla þannig að við sjáum hvernig lífshættir okkar og umhverfi er að gjörbreytast. Gallinn við ýkjustílinn er sá að vist- fræðilögmálið ,,Allt er best í hófi“ treðst undir í öllum látunum. Ég byði ekki í íslenskan landbúnað ef bannað yrði með lögum að nota tilbúinn áburð. Ég get lítið sem ekkert sett út á þýð- inguna á bókinni. Hins vegar þóttist ég finna fáeinar hæpnar fullyrðingar í text- anum sem eru þó aðeins smáatriði sé litið á efni bókarinnar í heild. Bókin hentar mjög vel til sjálfsnáms. Það hlýtur að vera latur og sljór nem- andi sem lætur hjá líða að Iesa hana ef hann fær hana í hendur. Það ætti ekki að þurfa kennara til að reka á eftir nem- endum við lesturinn. Kennarar, sem eru að kenna byrjendum sögu, félagsfræði, hagfræði eða vistfræði, gætu notað hana til að vekja áhuga nemenda og skapa umræður. Það gæti pirrað suma að á fáeinum stöðum i bókinni eru myndir af Karli Marx og vitnað er til kenninga hans. Mönnum hættir til að álíta þennan merka 19. aldar vísindamann annað- hvort óskeikulan guð (heittrúaðir kreddumarxistar og sovéskir valdhafar) eða djöful í mannsmynd (vestrænir á- róðursmeistarar). I bókinni er hins vegar sagður bæði kostur og löstur á kenningum hans. I heild eru höfundar fremur svartsýn- ir á nútíðina og sjá fortíðina í fullmikl- um ævintýraljóma. Afstaða þeirra vegur ögn upp á móti glámskyggni þeirra sem telja að allar breytingar í samfélaginu, t.d. á sviði tækni og vís- inda, hljóti að vera til bóta. Þorvaldur Örn Árnason (Skáletraður texti er fenginn að láni úr bókinni). LANDNÁM ÍSLANDS Árið 1982 kom út hjá Námsgagnastofn- un kennslubókin Landnám Islands en hún er ætluð nemendum á 4. námsári í samfélagsfræði (3. eining). Höfundar efnisins eru Ingvar Sigurgeirsson, Ragn- ar Gíslason, Sigþór Magnússon o.fl. Auk kennsluleiðbeininga tengjast efni þessu Landnámsþættir, ítarefni á laus- um spjöldum og Landnámsleikur sem er spil eða hermileikur í beinum tengslum við námsefnið. Er skemmst frá því að segja að á- nægjulegt er að fá í hendur svo vel útbú- ið námsefni. Það er í mjög eðlilegum tengslum við efni sem áður hefur verið gefið út í samfélagsfræði (t.d. ,,Sinn er siður í landi hverju“, „Til hvers eru reglur?“) en getur engu að síður mjög vel verið sjálfstæð eining. Þótt efnið sé ætlað nemendum á 4. námsári er fram- setnmg þess með þeim hætti að það ætti ekki síður að vekja áhuga eldri nem- enda. Ég kenndi það t.d. í vetur í blönd- uðum hópi 11 og 12 ára barna og reynd- ist það prýðilega. Helstu efnisþættir bókarinnar Land- nám íslands eru þessir: Heimildir um landnám íslands, uppruni landnáms- manna, heimaslóðir og ástæður til brottflutnings. Einnig er gerð grein fyrir undirbúningi íslandsferðar, siglingunni yfir hafið og aðkomunni í nýja landinu. Sagt er frá daglegu lífi og trúarbrögðum á landnámsöld og að lokum er kafli um stofnun Alþingis. Allt er efnið sett fram á þann hátt að það gefur lesendum, kennurum ekki síður en nemendum, tilefni til sjálf- stæðrar íhugunar, óþrjótandi umræðna og spurninga. Því.er skipt í einingar með köflum sem allir bera yfirskriftina „Álit fræðimanns“ og koma þar við sögu færustu vísindamenn okkar í þeim greinum sem um er að ræða. Af upptalningu þessari má sjá að auðvelt er að skipta námsefninu í þætti fyrir stóra eða smáa, marga eða fáa hópa. Þetta er mikilvægt þar sem nem- endur eru mismunandi hvað snertir þroska og hugðarefni. Útlit bókarinnar vekur áhuga. Hún er í nokkuð stóru broti og í henni eru margar ljósmyndir, teikningar og upp- drættir. Letur er a.m.k. þrenns konar og gefur það til kynna ákveðna skipt- ingu efnisins. Myndir og lesefni er sett upp á mjög snyrtilegan og skil- merkilegan hátt. Víða er textinn brotinn upp með skyggðum römmum eða spurningum. Línur eru hvergi langar og á spássíum eru víða myndir og stuttar efnisgreinar með smærra letri til útskýr- ingar á textanum. Landnámi íslands fylgja ítarlegar kennsluleiðbeiningar. Þar er, auk ým- issa hugmynda um kennsluaðferðir, bent á annað lestrarefni af ýmsu tagi. Þvi er eins farið með þessar kennsluleið- beiningar og aðrar að þær eru hug- myndasafn en ekki fyrirmæli. Er því nauðsynlegt að velja úr þeim þau við- fangsefni sem þykja við hæfi. Kennslu- leiðbeiningunum fylgja vinnublöð sem ég lít einnig á sem hugmyndasafn sem nemendur geta hagnýtt sér við vinnu- bókargerð eða í hópvinnu. Rétt er að taka fram að kennsluleiðbeiningar og vinnublöð hef ég ekki séð í endanlegri gerð. ítarefnið „Landnámsþættir“ er ým- iss konar fróðleikur tengdur efni bókar- innar. Það er á 40 plasthúðuðum spjöldum og mjög aðgengilegt. Er það kjörið við vinnubókargerð, hópvinnu eða aðra frjálsa vinnu. Aftast í kennslu- bókinni er ítarleg atriðisorða- og nafna- skrá þar sem bæði er vísað til bókarinn- ar sjálfrar og Landnámsþáttanna. Að lokum ber að nefna spilið — Landnámsleik. I leiknum setja þátttak- endur sig í spor landnámsmanna sem undirbúa íslandsferð, sigla yfir hafið og nema land á íslandi. Spilið er að mínu viti fremur þungt í vöfum, ef spilað er nákvæmlega eftir reglunum, og er nauðsynlegt að eldri nemendur eða full- orðnir hjálpi þeim sem yngri eru. En það er auðvelt að gera spilið Iéttara með því að „stytta sér leið“ og fylgja ekki leiðbeiningunum út í æsar. Bækl- ingurinn, sem fylgir spilinu, grunn- spjaldið og spilakortin eru líka prýðileg hjálpargögn við vinnubókargerð og í hópvinnu. Ég tel að höfundar, og aðrir sem standa að útgáfu þessa efnis, hafi unnið afar gott verk. Ég fann aðeins einn galla: Það var svo gaman að fást við það að við fórum langt fram úr tímaáætlun því alltaf voru að skjóta upp kollinum einhver atriði, sem ræða þurfti betur, eða spurningar sem kröfðust frekari svara. Ástæðan er sú að í Landnámi ís- lands er lögð megináhersla á sjálfstæða umfjöllun og hugsun nemenda; þeir fá gnægð hugmynda til að vinna úr. Þarna er vel að verki staðið. Svanhildur Kaaber 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ný menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný menntamál
https://timarit.is/publication/2011

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.