Ný menntamál - 01.06.1983, Blaðsíða 15
Kjarni kennarastarfsins er og verður
vinna með nemendum. Kennarar skipu-
leggja starf nemenda, leiðbeina þeim og
aðstoða með það í huga að þjálfa þá og
þroska ásamt því að gera þeim ljós hin
viðurkenndu norm þjóðfélagsins. Utan
um þetta starf er síðan smíðaður hinn
ytri rammi stundatöflu, vinnutíma,
samstarfs kennara, skiptingar í sérgrein-
ar o.s.frv. Eða er því ef til vill þannig
farið að fyrst komi ramminn, sem
afmarkar starfið, hvort sem hann hæfir
því eða ekki?
Hér á eftir er ætlunin að athuga nán-
ar þær ytri aðstæður sem skapa okkur
kennurum vinnuskilyrði. Til hliðsjónar
hef ég m.a. haft niðurstöður sænsku
Norstress-könnunarinnar. Sú könnun
beindist einmitt að vinnuskilyrðum
kennara á Norðurlöndum (nema ís-
landi).
Það er ljóst að kennsla verður aldrei
eins og skrifstofuvinna. Kennsla er
vinna sem snertir lifandi fólk en ekki
dauða hluti. Ánægja eða áhyggjur af
starfinu hljóta því að fylgja okkur
kennurum utan daglegs vinnutíma. Auk
þess erum við sífellt að leita betri að-
ferða til að ná markmiðu'm kennslunn-
ar. Meiri hætta er á því að vinnan teygi
sig í 24 tíma á sólarhring, t.d. þegar
okkur er farið að dreyma kennsluna (ég
minntist ekki á martröð) eða þegar við
sofnum ekki fyrir álagi og hugsunum
um næsta dag. Slíkt er þó ekki ýkja al-
gengt. Þó er það svo að samkvæmt
sænsku könnuninni segist fjórði hver
grunnskólakennari vera undir andlegu
álagi í kennslunni og hluti þeirra þjáist
mikið af þessum sökum.
Slæm eða lítil tengsl við nemendur
eru einn helsti streituvaldurinn. Á hinn
bóginn eru góð samskipti við nemendur
helsta uppspretta vinnugleði kennarans.
Með hliðsjón af þessum staðreyndum
ætti að skipuleggja skólastarf þannig að
kennurum gefist sem best tækifæri til
að mynda sterk tengsl við nemendur.
Virwutími
Vinna kennara er að því leyti frábrugðin
vinnu flestra annarra launþega að hún
er tvískipt. Annars vegar kennsla sam-
kvœmt stundatöflu og hins vegar vinna
utan stundatöflu.
VINNUÁLAG
Stundatöfluvinna einkennist af miklu
álagi og tímaskorti. Þennan tíma er
kennarinn mjög bundinn og allar per-
sónulegar þarfir verða að víkja.
Vinna utan stundatöflu einkennist
aftur á móti af miklu frelsi. Kennaran-
um er í sjálfvald sett hvenær hann lýkur
þessari vinnu.
Hugum fyrst að kennslu og viðveru.
Kennari í fullu starfi er bundinn í
skóla sínum 32Vi klst á viku við bekkj-
arkennslu, fasta fundi, foreldrasamstarf
og fleira. Meðan kennari er í tíma er
hann í sífelldri viðbragðsstöðu. Hann
þarf að hafa svör á reiðum höndum við
öllum spurningum varðandi námsefnið.
Hann þarf að vera viðbúinn að taka á
agavandamálum og helst kæfa allan ó-
róa í fæðingu. Hann þarf að geta leyst
ágreining miili nemenda eða samskipta-
vandamál í bekknum. Auk þess þarfn-
ast allir nemendur athygli kennarans
sem einstaklingar og hafa þörf fyrir ná-
ið samband. Allar þessar kröfur beinast
/' einu að kennaranum og valda miklu
andlegu og líkamlegu álagi.
Aliar hugleiðíngar um vandamál
nemenda og eigin viðbrögð við þeim
verða að bíða þar til kennslu er lokið.
Oftar en ekki sitja kennarar uppi með
þá tilfinningu að þeir hafi ekki brugðist
rétt við i ákveðnu tilviki eða hafi ekki
sinnt einhverjum nemanda sem skyldi
þótt þeir hafi gert allt sem mögulegt var
á þeim tíma sem til umráða var miðað
við fjölda í bekkjardeildinni.
Ofan á þessa tilfinningu bætist síðan
vitneskjan um vandamál sem kennarar
þurfa að fást við í kennslu en hafa enga
lausn á þar sem rætur vandamálsins
liggja utan við áhrifasvið þeirra, þ.e. í
fjölskyldu nemendans og stöðu hennar í
þjóðfélaginu.
Kannanir sýna að vegna þeirrar
streitu sem fylgir kennslunni hefur
kennari tilhneigingu til að taka sér hvíld
frá vinnu eftir að vinnudegi lýkur sam-
kvæmt stundatöflu (6-7 klst) þó að
verkefnum dagsins sé síður en svo Iokið.
Vinna kennara utan
stundaskrár
Eins og áður er sagt einkennist vinna
kennara utan stundaskrár af því að
kennaranum er ,í sjálfsvald sett hvenær
hann leysir hana af hendi. Reyndar er
hluti þessarar vinnu tengdur föstum
fundum og eftir því sem samstarf eykst
verður meiri tími bundinn þannig. Önn-
ur störf eru flest svo aðkallandi að ekki
verður með neinum rétti sagt að kennari
ráði því hvenær hann vinnur þau. Taka
þarf á vandamálum nemenda jafnóðum
og viðtöl við foreldra þola enga bið ef
eitthvað sérstakt gerist. Gagnasöfnun er
tímafrek og erfið, sérstaklega þar sem
bókakostur er rýr og þjónusta skóla-
safna lítil. Þá verður það ekki til að
minnka álagið að þurfa að hlaupa skól-
ann á enda til að finna sýningarvélina
sem nota á í næsta tíma (Kannski gerist
slíkt bara hjá mér).
Kennarar þurfa að búa sig undir
næsta dag, skipuleggja starfið næstu
viku sameiginlega, ákveða verkefni
næstu annar í samfélagsfræði o.s.frv.
Kapphlaup við tímann einkennir þessa
vinnu miklu fremur en frelsi til að ráða
vinnutímanum.
Verkefni kennara, önnur en bekkjar-
kennslan, eru mörg og margvísleg og
nógu forvitnilegt væri að athuga hvað
fellur í verkahring kennara. Ég trúi að
þar kenndi ýmissa grasa. Flestir ef ekki
allir kennarar hafa mikinn áhuga á
starfi sínu þannig að segja má að starfið
sé þeim einnig áhugamál. Mörkin milli
vinnu og áhugamáls eru því oft óljós.
Er kennari í vinnu eða að sinna áhuga-
máli þegar hann mætir á fræðslufund
með foreldrum? Fer kennari á skíði eða
skauta með nemendum sinum af því að
hann hefur gaman af því eða er hann að
vinna? Eigum við e.t.v. ekki að krefjast
launa fyrir vinnu okkar af því að við
höfum ánægju af henni?
Svo mikið er víst að flestir kennarar
eru ósparir á tíma sinn, sérstaklega
þegar um er að ræða samveru við nem-
Höfundur: Birna Sigurjónsdóttir
15