Ný menntamál - 01.06.1983, Blaðsíða 11

Ný menntamál - 01.06.1983, Blaðsíða 11
þær sjálfir. Margir segja að á þremur árum sé ekki unnt að miðla nauðsynlegri þekkingu í þessum efnum og það sé þeinlínis hættulegt að fólk með ófullnægjandi menntun sé að grauta í rannsóknarstörfum. En jafnvel þótt verðandi kennurum yrði kennt að nýta sér niður- stöður rannsókna þá er þeim sjaldnast fært sem einstaklingum — allra síst í litlum skólum og sundur- leitu samfélagi — að hagnýta sér niðurstöðurnar í skólastarfinu því þær krefjast oft heildarbreytinga á aðstæðum sem eru tæpast á þeirra valdi. Það ætti að vera hlutverk skólastjóra að skapa aðstæður sem auðvelda kennurum að nýta slíkar niðurstöður. Ég hef mikinn áhuga á því að rannsóknir verði tengdar skóla- starfinu. Um þetta eru þó skiptar skoðanir. Sumir telja að slík tilhögun geti leitt til varhugaverðra starfshátta þar sem börnin eru notuð sem tilraunadýr. Ég tel hins vegar að þróunarstarf, sem staðið er að á ábyrgan hátt, geri starf kennara og nemenda — og raunar starf í sam- félaginu síðar — virkt og lifandi. En áhrif tregðu- lögmálsins birtast víða. Menn vilja ekki kafa of djúpt í skólastarfið, eðli þess og hlutverk. Kennurum hefur ekki verið gert fært að sinna rannsóknum og margir vilja heldur ekki að þeir stundi þær — segja að hlutverk rannsakenda og kennara fari ekki saman. Svo hafa kennarar einfaldlega ekki tíma til að sinna slíkum störf- um við núverandi aðstæður. Þá liggur e.t.v. beinast við að ræða um vinnuskipan í kennslustarfinu. Er vinnuskipan sem miðast við kennslustundir í samræmi við hagsmuni nemenda og foreldra? Ég held að svo sé ekki. Ég vildi fyrst láta í Ijós þá skoð- un að almenningur og yfirvöld vegi að eigin hagsmun- um með því að berjast gegn því að auknu fé sé varið til uppeldis- og skólamála, m.a. í því skyni að bæta starfs- aðstöðu kennara og auka þjónústu sem tengd er upp- eldi. Ég skil vel áð samtök kennara leggi á það áherslu við ríkjandi aðstæður að bæta starfsskilyrðin á þeim grunni sem fyrir er. En kennarar verða einnig að berjast fyrir breytingum sem eru betur i samræmi við það sem við vitum með nokkurri vissu að horfir til heilla, breyt- ingum sem samrýmast betur þeim vinnubrögðum sem við vitum að eru æskileg. Kennarar hljóta að spyrja sjálfa sig hvort það þjóni best hagsmunum þeirra og nemenda að halda í kennslustundina sem vinnueiningu. Ég er þeirra skoðunar að svo sé ekki. Eru grundvallarbreytingar á vinnuskipan kennara þá forsenda nýbreytnistarfs? Tvimælalaust. Við verðum að verja meira fé úr sameig- inlegum sjóðum okkar til fræðslumála svo unnt sé að breyta skólum í samræmi við aðstæður í þjóðfélaginu og þarfir einstaklinganna. Þetta hljómar líklega ekki vel á krepputíð en er engu að síður bjargföst skoðun mín. Þjónusta á sviði uppeldis- og skólamála ætti að sitja í fyrirrúmi í nútímasamfélagi. Þú nefnir aðstæður í þjóðfélaginu. Áttu þá að ein- hverju leyti við hið vaxandi uppeldishlutverk skólanna nú á dögum? Já, uppeldið hefur að verulegu leyti færst úr höndum foreldranna og þess vegna verðum við að efla skólann sem menningar- og þjónustustofnun. Grunnskólar eru ákaflega illa undir það búnir að takast þessi nýju og auknu verkefni á hendur. Ég tel t.d. æskilegt að skóla- hverfi eða byggðarlög taki raunverulegan þátt í upp- byggingu skólanna og félagsstarf fari að talsverðu leyti fram innan vébanda þeirra. Kennarar geta hins vegar ekki verið á vakt alla daga og öll kvöld. Þær starfsstétt- ir sem vinna að uppeldinu verða að vinna saman. Skólar eiga að vera opnir allan daginn; þannig yrðu þeir meiri stoð i uppeldinu og gætu veitt nemendum miklu meira. Ég dreg í efa að sú stefna sé rétt að byggja sérstakar félagsmiðstöðvar sem eru að mestu leyti skemmti- og afþreyingarstaðir. A.m.k. held ég að fara ætti með gát í þessum efnum og kanna samstarfs- möguleika betur. Það ætti að tengja skólastarfið þörf- um og áhugamálum nemenda; skólinn yrði þá eins konar kennslu- og fræðslumiðstöð sem tæki mið af hinum nýju fjölmiðlunaraðferðum sem eru að ryðja sér til rúms. Hann yrði nokkurs konar þekkingarbanki sem nemendur og foreldrar ættu aðgang að. Ég kysi m.ö.o. að skólar yrðu alhliða menningarstofnanir sem efndu til umræðufunda, listsýninga o.s.frv. jafnhliða fræðslustarfinu. Slíkar stofnanir gætu dregið úr þeirri firringu og vanlíðan sem tengd er skemmtanaiðnaðin- um og óheppilegum lífsháttum. Þú minntist á sameiginlega sjóði áðan. Mig langar að víkja að þeim sem ráðstafa fé fyrir okkar hönd. Nú hafa stjórnmálamenn sagt að menntun þegnanna skipti sköpum hvað snertir framtíð þjóðarinnar. En gefa þeir menntamálum nógu mikinn gaum? Fylgjast þeir nógu vel með framvindunni í skólamálum? Nei, það held ég ekki. í öllum stjórnmálaflokkum virð- ist erfitt að halda uppi virkri umfjöllun um skólamál sem veigamiklum þætti í pólitískri umræðu. Einnig er sennilegt að stjórnmálamenn haldi þessum grundvallar- þætti þjóðmála vísvitandi fyrir utan hina pólitísku um- ræðu. Eins og ég hef ýjað að gætir svipaðrar tregðu hjá kennurum og foreldrum. Orsakir þessa eru ýmsar. Erum við kennarar hræddir við almenningsálitið? Vissulega er mikið undir því komið að almenningsálitið sé okkur vinsamlegt. Kennarastarfið verður sennilega flóknara og erfiðara ef fólk fer almennt að hugsa mikið um skólamál og láta framkvæmd þeirra til sín taka. Við óttumst ósanngjarna gagnrýni — og lái okkur það hver sem vill. Og við viljum líka halda völdum í skólanum — viðurkennum það bara — og m.a. þess vegna viljum við ekki hrófla við skólakerfinu. Margir foreldrar vilja af sömu ástæðu skilja að starfsemi heimilisins og skól- 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ný menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný menntamál
https://timarit.is/publication/2011

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.