Ný menntamál - 01.06.1983, Blaðsíða 12
ans þannig að ekki sé um gagnvirkt samstarf að ræða
en það er mun vandasamara. Svipað gildir um kenn-
arahlutverkið. Það er auðveldara að gegna hinu fast-
mótaða einleikshlutverki en taka þátt í síbreytilegu
samstarfi foreldra, kennara og nemenda. Breyttum
kennsluháttum fylgir jafnan nokkur óvissa og nýjungar
krefjast þess að kennarar auki sífellt menntun sína. Sá
sem skapar nemendum öryggi með hefðbundnum að-
ferðum nýtur oft meiri vinsælda og sætir minni gagn-
rýni en hinn sem tekur þátt í nýbreytnistarfi. Við kom-
um alltaf að áhættunni og örygginu hvort sem um er að
ræða kennara, foreldra eða stjórnmálamenn: Við ótt-
umst að missa stjórntaumana, splundra ríkjandi félags-
kerfum ef svo má segja.
Kennarar eru yfirleitt einir með nemendum í skólastof-
unni og hafa þar ákveðin völd. Gjalda þeir ekki fyrir
þessi völd með einangrun og vanlíðan í starfi?
Geri þeir sér grein fyrir aðstæðum geta þeir fundið til
ófullnægju og óánægju í starfi sínu. En til þess að njóta
ánægju í starfi, losna við gapið milli launavinnu — mis-
jafnlega skemmtilegrar — og þeirra starfa sem menn
rækja af áhuga þá verðum við, eins og ég sagði áðan,
að taka áhættu. Það er skiljanlegt að stétt, sem byggir
starf sitt á óljósum forsendum, skirrist við að taka slíka
áhættu. Og þá erum við aftur komnir að starfsmennt-
uninni, þ.e. því að veita viðurkennda menntun sem
skapi sjálfstæði og geri kennurum kleift að taka fag-
legar ákvarðanir — og standa við þær. En í þessum efn-
um ber allt að sama brunni. Umbætur í skólastarfi eru
fyrst og fremst byggðar á meiri vinnu og vandaðri
vinnubrögðum kennara og annars starfsfólks, á meiri
og betri þjónustu við nemendur og foreldra. Þetta
krefst aukinna launagreiðslna og þar með aukinna fjár-
framlaga hins opinbera til skólamála. Vafamál er hvort
áhrifaöfl í nútíma neyslu- og tækniþjóðfélagi sjái sér
augljósan hag í því að auka fjárframlög í þessu skyni
við núverandi samfélagsaðstæður þar sem millistéttar-
fólk í þéttbýli hefur úrslitaáhrif.
Hvað viltu segja um menntun á tímum tölvuvæðingar?
Við stöndum andspænis róttækari tæknibyltingu en
nokkru sinni fyrr. Við getum ekki barist gegn nýjung-
um á sviði tölvuvísinda. Sú barátta er vonlaus og raun-
ar andstæð hagsmunum almennings ef litið er til fram-
tíðarinnar. Við verðum að læra að búa við tölvurnar.
Tölvutæknin getur leitt til mikilla framfara en hún —
líkt og kjarnorkan — hefur í sér fólgna geigvænlega
hættu ef þau öfl, sem ekki huga að sammannlegum
verðmætum, ná tökum á henni og fá óhindrað að nýta
hana til að safna auði og ná sérréttindum handa fá-
mennum hópum. Slík framvinda mála gæti klofið
mannkynið endanlega: Annars vegar yrði skilningsvana
fólk, nánast vélgengt, en hins vegar háþróað fólk sem
kynni á tölvurnar og þekkti hinar flóknu forsendur sem
tæknin er byggð á. Við verðum að auðvelda fólki að
12
skilja hina nýju tækni, gera þegnana færa um að beita
henni. Á þessu sviði menntunar- og menningarmála
verðum við að lyfta Grettistaki.
Er ekki nauðsynlegt að samhæfa betur starfsemi þeirra
stofnana sem vinna að umbótum á sviði kennslu- og
uppeldismála?
Á þessum vettvangi er vissulega margt óunnið þótt sitt-
hvað hafi breyst til batnaðar hin síðari ár.Sem dæmi
mætti nefna sameiningu kennarafélaga í Kennarasam-
band íslands. Kennaraháskólinn getur vonandi átt hlut
að auknu samstarfi milli stofnana sem sinna mennta-
málum. Við erum fámenn þjóð og verðum að leysa
mörg mál á annan hátt en stórþjóðir ef við viljum halda
okkar hlut. Rannsóknir og þróunarstörf eru mér ofar-
lega í huga eins og ég hef oft nefnt hér að framan.
Námsgagnastofnun, skólarannsóknadeild og nýstofn-
uð Rannsóknarstofnun uppeldismála eru þær stofnanir
sem geta, ásamt kennarasamtökunum, ráðið miklu um
þróunina í þessum efnum.
En strandar umbótastarf ekki á námsmatinu? Er ekki
krafan um ,,hlutlægan“ samanburð á námsárangri
nemenda Þrándur í Götu framfara?
Jú, ef slíkt mat einkennist af þröngsýni getur það í raun
unnið gegn eiginlegu jafnrétti og stuðlað að lágkúruleg-
um jafnréttishugmyndum. Skólinn er, þegar verst
lætur, ein helsta uppspretta misréttis í samfélaginu.
Nú telja margir þig róttækan mann. Er ekki hugsanlegt
að þú verðir að varpa einhverjum hugmynda þinna
fyrir borð þegar þú tekur við starfi rektors KHÍ?
Orðið ,,róttækur“ er varasamt þegar rætt er um
menntamál; menn tengja það oft stjórnmálaflokkum
en í raun er oft erfitt að átta sig á því hverjir eru rót-
tækir. Ég vil gjarnan vera róttækur og ef það telst rót-
tækni að reyna að beina eigin sjónum og annarra að
vandamálum og samhengi þeirra, þá hef ég orðið rót-
tækari eftir því sem lengra hefur liðið á ævi mína. Þótt
ég hafi unnið stjórnunarstörf og þurft að taka ákvarð-
anir þá hefði ég líklega heldur kosið að vera fræði-
maður sem leitast við að skilgreina vandamál fremur en
að leysa þau. Engu að síður vil ég leggja sjálfan mig að
veði enn einu sinni, glíma við verkefni sem ég tel mikil-
væg. Þó tel ég að tvísýnna sé um þennan síðasta starfs-
áfanga minn en hina fyrri. Tímarnir eru aldrei eins og
starfsskilyrðin misjöfn; menn taka misjafna áhættu og
eru ekki allir jafnheppnir. Nú virðist krepputímabil
framundan og það dregur sjálfsagt úr líkum á því að ég
fái beinlínis framgengt þeim málefnum sem samrýmast
,,róttækum“ skoðunum mínum. Stundum hef ég vís-
vitandi unnið að breytingum, tekið að mér eins konar
jaðarhlutverk, þ.e. unnið að verkefnum sem höfðu
verið afrækt eða ekki talin sérlega eftirsóknarverð. Nú
kemst ég í þá óþægilegu stöðu að vera ,,ofarlega“ í em-
bættisstiga menntakerfisins ef svo má að orði komast.