Ný menntamál - 01.06.1983, Blaðsíða 8
Þú skipar kennurum í fyrsta sætið. En hafa þeir nógu
mikil áhrif á stefnuna í menntamálum?
Ég svara spurningunni neitandi. Að vísu virðast þeir
njóta mikils frelsis í starfi en það er oft meira í orði en
á borði. Starfsskilyrðin vega ákaflega þungt og sama
má segja um hinar faglegu kröfur sem kennarar gera til
sjálfra sín sem starfsmanna. Kennarar eru máttarstólp-
ar í skólastarfinu og því tel ég sjálfsagt að þeir ráði
miklu þegar grunnskólunum í heild eru sett markmið
eða þegar stefnan er mótuð þar sem þeir starfa. Slík
vinnubrögð stuðla að því að markmið fræðslulaga nái
fram að ganga og starfið beri sem mestan árangur.
í stefnuyfirlýsingu þinni segirðu að skólinn eigi að
stuðla að samfélagshollum lífsviðhorfum. Hvernig við-
horf eru það?
Þetta orðalag er raunar fengið að láni úr ritum Matthí-
asar Jónassonar. Kannski eru samskipti einstaklingsins
við samfélagið kjarninn í uppeldis- og menntastefnu
þjóðar á hverri tíð. Einstaklingurinn er hluti marg-
slungis þjóðfélags og við leggjum áherslu á að hann
njóti tiltekinna réttinda en ræki jafnframt ákveðnar
skyldur, gegni vissu hlutverki sem þegn í þjóðfélaginu.
Skólinn er eins konar smækkað þjóðfélag og uppeldis-
starfið er að miklu leyti fólgið í því að auðvelda ein-
staklingnum að finna eitthvert jafnvægi milli réttinda
og skyldna, æfa hann í að fullnægja ákveðnum kröfum
þannig að hann sé í senn trúr sjálfum sér og samfél-
aginu án þess að það valdi honum miklu kvalræði.
Bendir fólk, sem er hollt samfélaginu, ekki á aðferðir
til að breyta því til batnaðar?
Jú, víst ætti svo að vera. Ég er þakklátur fyrir þessa
spurningu vegna þess að samfélagshollur einstaklingur
er einmitt rýninn á samfélagið. Hann fylgist með fram-
vindu mála, reynir að skynja þarfir samfélagsins og lifa
að einhverju marki í samræmi við þær. Þetta gerir oft
miklar kröfur til manna og þær eru alveg sérlega áleitn-
ar þegar kennarar eiga í hlut. Það er reynsla mín að
kennarar séu dálítið viðkvæmir fyrir gagnrýnishugtak-
inu. Þeim finnst kannski hæpið að skapa gagnrýnið
hugarfar meðal nemenda; það geti skert myndugleika
og völd kennarans og það öryggi sem skólinn verður að
búa við svo vinnufriður ríki. í þjóðfélaginu eru líka
margar og mismunandi hugmyndir til umræðu og þeir
óttast e.t.v. að átök um viðhorf og gildi, t.d. varðandi
menntun, færist um of inn í skólana. Það er hins vegar
afstaða mín að nám eigi m.a. að beinast að því að auð-
velda verðandi kennurum að taka þátt í gagnrýnum
umræðum um hlutverk sitt og starf án þess að það ógni
starfsöryggi þeirra. Kennurum hættir afar mikið til að
krefjast þess að allir séu sammála og reyna jafnvel að
breiða yfir ágreining. „Auðvitað erum við sammála“,
heyrist oft. sagt — en um hvað eru menn sammála?
8
í stefnuyfirlýsingu þinni leggurðu mikla áherslu á vinn-
una.
Já, ég kýs að lita á nám sem vinnu og skólann sem
vinnustað. Þegar best lætur finnst nemendum að vinna
þeirra í skólanum hafi raunverulegan tilgang fyrir þá
sjálfa. Vinnan, þ.e. marksækin áreynsla í ákveðnum
tilgangi, er einkennandi fyrir manninn. í hagfræði er
vinna meðal grundvallarhugtaka. Vinnan ein skapar
eða eykur verðmæti. Með vinnunni í skólum er verið að
auka þau verðmæti sem í einstaklingum þúa. í þessu
sambandi má auðvitað benda á mörg álita- og ágrein-
ingsefni, t.d. varðandi þátt leiks í uppeldi og menntun
og ekki siður hlut skapandi starfa í lífi manna. En þetta
eru of flókin mál til að unnt sé að rekja þau hér.
í stefnuyfirlýsingunni segirðu að nemendur eigi að
vinna sem mest að raunhæfum verkefnum. Fást nem-
endur við of mikið af „óraunhæfum verkefnum“?
Við getum velt því fyrir okkur hve stór hluti nemenda
finnur raunverulega fullnægju í því að afla sér svo-
nefndrar bóknámsþekkingar — og vil ég þó engan veg-
inn gera lítið úr henni. Ég held að mikill hluti nemenda
njóti sín ekki í bóknámi sem tengist lítt áþreifanlegum
og fjarlægum námsmarkmiðum, a.m.k. ekki ef miðað
er við núverandi kennsluaðferðir og kennslugögn. Ef ég
einfalda málið óhóflega mikið gæti ég sagt að hin raun-
verulegu markmið fælust í því að draga úr hinni svo-
kölluðu firringu, þ.e. færa skólann nær þjóðlífinu
sjálfu ef svo má að orði komast. Ég tel einnig æskilegt
að skólinn reyni að styrkja stöðu sína sem óháð um-
bótastofnun i samfélaginu.
En hvað áttu við þegar þú talar um opin markmið?
Ég á m.a. við það að nemendur geti nálgast verkefni frá
eigin forsendum, ráðið því að verulegu leyti hvernig
þeir taka á þeim. Ennfremur hef ég í huga að skólinn sé
„opinn út í samfélagið“ þannig að uppeldið og náms-
vinnan í skólunum færist nær daglegu lifi og starfi.
Þátttaka foreldra í skólastarfinu ætti að aukast.
Þú hefur sagt að skólinn flokki fólk, lagi það að fram-
leiðslu- og neysluskilyrðum kapitalísks iðnaðarsamfé-
lags, geri það verkhæft og búi það undir að vinna vegna
launanna en ekki vegna gleðinnar sem ætti að felast í
vinnunni.
Þetta eru nokkuð glannalegar staðhæfingar en þær
mótast af ákveðnu viðhorfi mínu til mannlífs og samfé-
lags. En þótt menn hallist að tilteknum grunnhug-
myndum þá er ekki þar með sagt að þeir haldi að þær
geri þeim fært að skapa eins konar himnaríki á jörð þar
sem allir uni glaðir við sitt. Slíkt er hættulegt rugl. Ég
vil þó benda á að ytri og innri umbun geta farið saman.