Ný menntamál - 01.06.1983, Blaðsíða 46
í þessu greinarkorni er ætlunin að
kynna þann þátt skólastarfs sem nefnd-
ur er skólaráðgjöf, fjalla um upphaf
þessarar þjónustu, rökstyðja þörfina
fyrir hana, fara nokkrum orðum um
menntun skólaráðgjafa og lýsa stuttlega
skipulagðri skólaráðgjöf með hliðsjón
af slikri starfsemi víðast hvar í Norður-
Ameríku og sums staðar á Norðurlönd-
um.
Mjög verður stiklað á stóru, þ.e.
greininni er aðeins ætlað að kynna um-
fangsmikið efni er varðar bæði grunn-
skóla- og framhaidsskólastig.
Brýnt er að rætt verði og ritað ítar-
legar um skólaráðgjöf, bæði fræðilegan
grundvöll hennar, markmið, skipulagn-
ingu og framkvæmd, svo og menntun
skólaráðgjafa og stöðu hans innan skól-
ans. Ég mun víkja lítillega að þessum
atriðum en vona að fleiri taki sér penna í
hönd og stuðli að umræðum og skoð-
anaskiptum.
Ráðgjöf hefur í fræðiritum verið skil-
greind á eftirfarandi hátt:
Ráðgjöf er aðstoð sem auðveldar ein-
staklingi að velja og hafna. Hún byggist
ræða náms- og starfsráðgjöf, hins vegar
persónulega ráðgjöf, þ.e.a.s. aðstoð við
einstaklinga sem áttu við félagsleg, fjár-
hagsleg vandamál eða minni háttar geð-
ræn vandkvæði að stríða. Rætur beggja
þessara ráðgjafarhefða má rekja til
Bandaríkjanna í byrjun þessarar aldar. í
upphafi var áhersla við náms- og starfs-
ráðgjöf einkum lögð á skipulega og um-
fangsmikla upplýsingaöflun og upplýs-
ingaþjónustu. Lögð var sérstök rækt
við vísindalega rannsóknartækni í allri
meðferð gagna. Við persónulega
ráðgjöf var hins vegar lögð mest áhersla
á að auðvelda einstakiingnum að þrosk-
ast, breytast og aðlagast umhverfinu. í
grófum dráttum má e.t.v. segja að við
náms- og starfsráðgjöf hafi aðferðir
verið látnar sitja í fyrirrúmi en við per-
sónulega ráðgjöf hafi einstaklingurinn,
maðurinn, ávallt verið miðpunkturinn.
Mörg einkenni þessara ráðgjafar-
hefða hafa nú horfið en ný vinnubrögð
rutt sér til rúms. Við náms- og starfs-
ráðgjöf tíðkast nú kerfisbundnar
aðferðir og tölvunotkun. Við persónu-
lega ráðgjöf er lögð áhersla á samband-
ið milli ráðgjafa og skjólstæðings.
þeirra sem starfa þar. Það ætti að vera í
verkahring skólaráðgjafa að tryggja
tengsl milii hópa og einstaklinga í skól-
anum og stuðla að góðu andrúmslofti í
stofnuninni.
Vaxandi þörf fyrir
skólaráðgjöf
Óþarfi er að tíunda hér allar þær breyt-
ingar sem orðið hafa á lifnaðarháttum
manna hér á landi. Allt hefur gjörbreyst
á síðustu áratugum: Þjóðfélagið í heild,
atvinnuhættir, heimili og skólar.
Tæknivæðingin verður sífellt meiri; ný
störf og nýjar námsbrautir verða til. Á
mannmörgu sveitaheimili áður fyrr var
oft einhver sem sinnti óformlegri
ráðgjöf. Nú er aftur á móti býsna al-
gengt á heimilum að enginn sé fær um
eða gefi sér tíma til að leiðbeina ungl-
ingum og veita þeim upplýsingar um
nám og störf í þjóðfélaginu. Margir for-
eldrar reiða sig algjörlega á skólana í
þessu efni.
SKóLnRnDGjöp
á þeirri lýðræðislegu grundvallarreglu
að það sé bæði réttur og skylda hvers
einstaklings að velja sér lífsbraut að svo
miklu leyti sem val hans heftir ekki rétt
annarra.
Þó að orðið ráðgjöf (enska: counsel-
ing) sé hér notað er vert að taka fram
að í því felst ekki sú merking að gefa
nemanda (eða öðrum) ráð eða leysa
vandamál fyrir hapn heldur að veita
honum stuðning, t.d. með því að veita
honum upplýsingar og hjálpa honum að
skilja sjálfan sig, að taka sjálfur ákvarð-
anir og bera ábyrgð á þeim. Með því
móti gefst nemandanum tækifæri til að
takast á við vanda, læra af því og nýta
þann lærdóm síðar þegar hann mætir
erfiðleikum. Viðtöl með þetta sem
markmið eru vandasöm fyrir ráðgjafa
og reyna á þjálfun hans, fræðilega
kunnáttu og mannúð.
Innan ráðgjafarfræðinnar mátti í
upphafi greina tvo þætti sem hafa þó ó-
hjákvæmilega fléttast saman í ráðgjaf-
arþjónustu. Annars vegar var um að
Ráðgjöf í skólum, hverju nafni sem
hún er nefnd, spannar meira eða minna
báða þessa þætti. Þegar skólar urðu
fjölmennari og skipulag þeirra breyttist
kom í ljós þörf fyrir sérstaka framhalds-
menntun á háskólastigi fyrir þá sem
stjórna skólum og einnig fyrir þá sem
sinna þar ráðgjöf.
Að mínu mati á skólinn sjálfur að
veita ráðgjöf eða leiðsögn með því að
nýta og bæta sifellt menntun starfs-
manna sinna, einkum kennaranna, svo
að nemendum líði betur, þeir þroskist
betur og þeim gangi námið betur.
Skólaráðgjafi gegnir vissulega mikil-
vægu hlutverki varðandi skipulagningu,
samhæfingu og fleira sem síðar verður
vikið að. Þó að hann eigi að hafa að
nokkru öðruvísi menntun en kennararn-
ir á hann ekki að vera sérfræðingur sem
hefur vit fyrir kennurum eða nemend-
um. Á það verður aldrei of mikil áhersla
lögð að mannleg samskipti innan skól-
ans skipta meginmáli í þeirri viðleitni að
bæta skóla og stuðla að auknum þroska
Það ber einnig að hafa í huga að allar
umbyltingar síðustu áratuga hafa leik-
ið heimilin grátt. Heimilið, sem ætti
að sinna tilfinningalegum þörfum ein-
staklinganna, veldur illa verkefninu.
Börnin koma í skóla með ófullnægjandi
veganesti hvað varðar andlegan þroska
og jafnvægi sem svo dregur úr framför-
um þeirra og veldur vanlíðan og jafnvel
uppgjöf. Þetta á bæði við um grunn-
skólanema og framhaldsskólanema.
Nemendum í framhaldsskólum hefur
fjölgað gífurlega og möguleikar kenn-
ara til að fylgjast með hverjum og ein-
um hafa stórversnað. í framhaldsskól-
um hafa þarfir kerfisins algjörlega setið
í fyrirrúmi í mörg ár. Þörfum nemenda
og kennara hefur ekki verið sinnt sem
skyldi. Þess vegna hefur skólastarfið,
og þar með samfélagið, ekki breyst
nógu mikið til batnaðar.
í þessu sambandi ætla ég aðeins að
nefna þörf framhaldsskólakennara fyrir
endurmenntun og nauðsyn skipulagðrar
ráðgjafarþjónustu sem fléttast öðru
Höfundur: Guðrún Friðgeirsdóttir
46