Ný menntamál - 01.06.1983, Blaðsíða 22
legu normin eru hinar óskrifuðu reglur
samfélaga sem fólk verður að „hafa á
tilfinningunni“.
Einangrun
Einangrun kennarans veldur honum oft
kvíða og hann tekur því þá ákvörðun að
láta eins og allt sé með felldu í starfinu
þótt svo sé ekki. Hann hagar sér eins og
kennararnir sem vitnað var til hér að
framan: segir engum frá vandamálum
sínum.
En svo getur farið, eins og reyndar
gerðist i umræddum skóla, að ákveðinn
hópur kennara ræði um vandamál
ákveðins kennara að honurn fjarver-
andi. Þeir koma sér saman um heppi-
legar aðgerðir og láta hugmyndir sínar
ganga „rétta boðleið“ til sk.stjóra. Eins
og sést á tengslamyndum, sem fylgja
þessari grein og fyrrgreindum svörum,
er harla ólíklegt að einstakir kennarar
hefðu ákveðið að bregðast þannig við
vandamálinu. Öll sú óvissa og kvíði,
sem fylgir einangrun kennarans, og von-
lítil staða hans til áhrifa á starfshætti
skólans hefur ákaflega mikil áhrif á líð-
an í starfi og ræður geysimiklu um and-
ann í skólanum. Þegar kennari getur
ekki treyst vinnufélögum sínum verður
loftið lævi blandið. Einnig er ákaflega
merkilegt að kennarar skuli, eins oft og
raun ber vitni, setja vandamál og per-
sónuleg mistök undir sama hatt. Ég tel
að þessi afstaða tengist þeirri tilfínningu
kennara að þeir séu lítt eða ekki hæfir
til að gegna starfi sínu vegna þess að
þeir geti ekki uppfyllt kröfur sem felast í
formlegum og óformlegum normum.
Þetta er ein af meginástæðunum fyrir
því að kennurum hættir til að einangra
sig í starfinu.
Hcefni
Lítum á eftirfarandi svar varðandi
hæfnina:
Við getum ekki rekið skólana sem ein-
hverjar góðgerðarstofnanir fyrir kenn-
ara. Þegar menn standa frammi fyrir
því að einhver kennari er ekki starfi sínu
vaxinn þá ber þeim auðvitað að losa sig
við hann enda þótt þeir skilji að það sé
gífurlegt áfall fyrir þann sem talinn er ó-
hœfur í starfi. En sé litið á skólastarfið
er það ekki minni ábyrgð að afhenda
manni 25 -30börn . . .
Ég get vel ímyndað mér að margir geti
tekið undir þessi orð. En spurningar
vakna. Hvar eru mörk hæfni og van-
hæfni? Geta aðstæður 1 skólanum verið
þannig að kennarar fái ekki að njóta
hæfileika sinna? Hver hefur ekki efast
um hæfni sína einhvern tíma á starfs-
ferli sínum? Og er það ekki deginum
ljósara að kennari getur ekki, hvað sem
hann reynir, fellt sig við alla nemendur
eða starfsfélaga? Sumum nemendum
finnst hann e.t.v. afbragðs kennari en
öðrum afleitur.
Finnist kennara hins vegar að hann sé
vanhæfur í starfi sínu, hvort sem það er
hugarburður eða veruleiki, getur sú til-
finning skaðað andlega og líkamlega
heilsu hans.
Þar sem erfitt er að fá starf við
kennslu er mönnum í mun að sýna
hæfni sína og þá er samkeppnin oft á
næsta leiti. Góður námsárangur er því
oft talinn bera vott um hæfni kennara;
agi er líka notaður sem mælikvarði. Ég
efast ekki um að margir telja slíkt
ástand æskilegt þar sem það hljóti að
bæta vinnubrögð kennara og að þeir
leggi sig alla fram. Ég er á öndverðum
meiði. Samkeppni hlýtur að spilla and-
rúmslofti á vinnustað. Hún kemur þeim
einum vel sem hafa „status“ innan
óformlega kerfisins, þeim sem helst geta
haft áhrif á óformlegu normin. Hinum,
sem standa ekki eins traustum fótum í
óformlega kerfinu, hættir frekar en
nokkru sinni fyrr til að einangrast við
slíkar aðstæður. Einangrunin er reyndar
alveg vís þar sem það viðhorf ríkir að
„skólinn sé ekki staður til umræðna“.
Krafan um hæfnina og samkeppnina
kemur svo í veg fyrir að kennarinn geti
leitað til yfirboðara sinna þegar vandi
steðjar að vegna hættu á „stimpli“ eða
„statusmissi“ (sjá mynd).
Ef þú þyrftir að glíma við persónuleg eða fagleg vandamál,
sem þú telur að dragi úr árangri kennslu þinnar, til hvaða
starfsfélaga þíns myndir þú leita?
22