Ný menntamál - 01.06.1983, Blaðsíða 21

Ný menntamál - 01.06.1983, Blaðsíða 21
Hvað er hér á ferðinni? Þýðing úr ein- hverri af þessum skandínavísku vanda- málaskýrslum sem rignir yfir menn? ís- lenskur gálgahúmor? Eru þetta kannski glefsur úr bók eftir einhvern þeirra nýju höfunda sem ætla að verða frægir á kostnað dapurlegs mannlífs? Nei, því miður. Þetta eru svnishorn af svörum íslenskra kennara við spurningunni sem sett var fram hér í upphafi. Allir þessir kennarar störfuðu við sama skólann á árinu 1978. Skólinn líkist flestum öðr- um skólum á íslandi og kennararnir gengu um með lífsgleðisvip líkt og ann- að fólk. Þeir voru málhressir og dag- farsprúðir í alia staði og báru ekki merki þess að þeir gæfu slík svör. Aldrei heyrði ég styggðaryrði. En hvers vegna voru svörin þá svona? Könnun Þegar við Gísli Ásgeirsson vorum kenn- aranemar tókumst við það erfiða verkefni á hendur að athuga eftir bestu getu samskipti og viðhorf kennara í hefðbundnum skóla á Reykjavíkur- svæðinu. Við lögðum skriflegar spurningar fyr- ir kennarana en áður en við fengum svörin fylgdumst við aillengi með dag- fari þeirra, skráðum upplýsingar o.s.frv. Á þessu stigi athugunarinnar settum við fram eftirfarandi tilgátur. 1. Því formlegri sem samskipti kenn- ara eru í hinum hefðbundnu skól- um þeim mun óvirkari eru þeir í þeim. 2. Því formlegri sem samskipti kenn- ara eru í hinum hefðbundnu skól- um þeim mun virkari eru þeir í þeim. 3. Ef samskipti krefjast náinna og persónulegra samskipta aukast lík- ur á því að kennari búi við ein- angrun. Hér verður einkum fjallað um þriðju til- gátuna. Við ræddum við kennarana um skrifleg svör þeirra og hljóðrituðum við- ræðurnar; svörin sem hér eru birt eru brot úr þeim. Að viðræðunum loknum töldum við að tilgáturnar stæðust fylli- lega. Það kom með öðrum orðum í ljós að undir hinu glaðbeitta yfirborði voru vandamál sem ekki virtist unnt að leysa í skólanum. Svörin hér að framan gefa vísbendingu um sum þessara vandamála en þau eru þó alls ekki greining á þeim aðstæðum sem við töldum að sköpuðu vanda kennaranna og skólans. Að okkar dómi var ekki rétt að „per- sónugera" vandann nema að litlu leyti því í raun voru svörin aðeins til marks um hinn starfræna vanda skólans. Jafn- framt töldum við að hinn starfræni vandi bitnaði fyrst og fremst á starfsliði skólans. Ég vil taka skýrt fram að ég treysti mér ekki til að fullyrða að kenn- urunum liði beinlínis illa í starfi sínu enda var ekki ætlun að kanna það sér- staklega. Ég þori samt að fullyrða að niðurstöður benda eindregið til þess að kennurum hefði getað liðið mun betur ef rétt hefði verið á málum haldið og er þá átt við þá sjálfa og yfirmenn þeirra. Staða kennarans Allar skrifræðisstofnanir — skólinn ekki undanskilinn — áskilja sér tiltekið forræði. Ein mikilvægasta krafan felst í því að ráða athöfnum, hafa rétt til að meta þær í samræmi við þarfir stofnun- arinnar og hafa taumhald á starfsmönn- um. Skrifræðisstofnun ákveður reglur sem ná til allra starfsþátta. Einnig gilda reglur um valdaröð og upplýsinga- streymi. Einnig kveða reglurnar á um menntun og hæfni hvers og eins. Staða kennarans í þessu sambandi er fremur óljós. Starf hans miðast þó við ákveðin lög og reglur: Hann verður að afla sér tilskilinnar menntunar en hann ræður ekki nemendafjölda í bekk, sam- setningu hópsins, námsefninu o.s.frv. í erindisbréfi er svo að nokkru fjallað um réttindi hans og skyldur. Hvað svo? Getur kennarinn ekki bara dandalast áfram í kennslunni áhyggju- laus? Við skulum athuga það nánar. í hefðbundinni kennslu vinnur kenn- arinn yfirleitt einn með nemendum sín- um. Hann ber þvi í raun einn ábyrgð á kennslunni og samskiptum við nemend- ur. Forskriftir kerfisins ná ekki inn á það svið. Þegar forskrift kerfisins vantar er stuðst við opinberar reglur. Oft eru þær mótaðar eftir hugmyndum, hefðum og aðstæðum á hverjum stað. Þó er ekki alltaf ljóst hvernig slíkar hefðir myndast en oft búa að baki gamlar hugmyndir sem draga dám af hinum skrifræðislegu forskriftum sem einkenna stofnunina. Af þeim sökum gengur oft erfiðlega að breyla þeim. í mörgum skólum halda skólastjórar tryggð við gamlar hefðir enda auðvelda þær þeim yfirsýn, gera þeim kleift að stjórna kennurum og meta starf þeirra. Ef hefðin yrði rofin óttast þeir e.t.v. að það drægi úr völdum þeirra. Afstaða kennara til þessara hefða eða norma er með nokkuð öðrum hætti þótt í einstaka tilvikum virðist þeir vilja við- halda þeim (t.d. gagnvart nemendum). Kennarinn vinnur einn. Starfið krefst nánast alls tíma hans og samstarf, þar sem það tíðkast, er oftast í mjög föstum skorðum. Vegna einangrunar sinnar getur hann ekki haft veruleg áhrif á skólastarfið og skipulag þess. Orka hans fer að mestu í að reyna að rækja skyldu- störfin þótt markmiðin séu ekki alltaf ljós. Starf hans fellur því venjulega í farveg þeirra hugmynda sem ríkja í skólanum. En þrátt fyrir aliar ráðstafanir skóla- yfirvalda geta þau ekki ráðið við öll vandamál. Formlegar aðgerðir geta ekki eytt streitu eða spennu sem myndast við daglegt amstur. Því verður að gera ráð fyrir að starfsmennirnir reyni það sjálf- ir. Þess vegna skapast einnig óformlegar reglur sem taka til viðkvæmari og per- sónulegri þátta samskiptanna. Þær eru ekki síður afsprengi formlegs kerfis en viðurkennd norm eða reglur og stundum er harla erfitt að greina á milii. Hins vegar verka slík norm mun hraðar og eru mun ,,mannlegri“ en ,,kaldar“ reglur. Óformleg norm eiga i raun að skapa jafnræði en þau veita jafnframt aðhald sem oft er vægðarlaust. Óform- 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ný menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný menntamál
https://timarit.is/publication/2011

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.