Ný menntamál - 01.06.1983, Blaðsíða 50
H ey wnLeysl ncoa
sköLlnn
Nokkur ungmenni sátu við borð í kaffi-
húsi. Eg gat ekki stillt mig um að fylgj-
ast með þeim í laumi. Samt skildi ég
ekki hvað þeim fór í milli því ekkert
heyrðist. Hendur á lofti. Tákn. Ótal
svipbrigði. Augnatillit.
Þetfa atvik minnti mig á skóla þeirra
sem heyra illa eða ekki. Ég hafði frétt að
margt athyglisvert væri að gerast í
Heyrnleysingjaskólanum óg hringdi því
til Guðlaugar Snorradóttur skólastjóra
og spurði hvort ég mætti koma í heim-
sókn. Það reyndist auðsótt mál.
Heyrnleysingjaskólinn í Reykjavík er
austan við Öskjuhlíð. Byggingar skól-
ans eru fimm: Skólahúsið, mötuneytið,
rauða húsið, gula húsið og græna húsið.
í hinum fjórum -síðastnefndu er m.a.
heimavist, framhaldsdeild og smíða-
stofa; húsið eru kennd við litinia á úti-
hurðunum. Út um gluggann á skrifstofu
skólans blasa við túnin á Leynimýri. Þá
tekur hlíðin við; þar eru litir oft fagrir.
Efst hreykja vatnsgeymarnir sér og
fylgjast með mannaferðum á Bessastöð-
um og víðar. Lóurnar koma snemma á
Leynimýrartúnið og líklega eiga þær
gott samstarf við Veðurstofuna — sem
er skammt frá — þegar þær æfa þar
flug á haustin.
Skólinn er eina stofnun sinnar teg-
undar hér á landi. Hann starfar sam-
kvæmt lögum frá árinu 1962 og reglu-
gerð um sérkennslu frá 1977. Ríkið
rekur skólann að öllu leyti. Meginhlut-
verk hans er að kenna heyrnarlausum
eða heyrnarlitlum börnum að skilja mál
og tala. Ennfremur á hann að veita
þeim tilsögn í lögskipuðum námsgrein-
um nemenda í grunnskólum. Heyrnar-
skert börn eru skólaskyld frá 4 ára aldri
til 18 ára aldurs. Heyri barn svo lítið að
það geti ekki lært málið á eðlilegan hátt
ber foreldrum að senda það til náms í
Heyrnleysingjaskólanum.
í vetur eru 86 nemendur í skólanum. I
athugunar- og greiningardeild eru börn
undir 4 ára aldri, sem talin eru heyrnar-
skert, tekin til athugunar og meðferðar.
í forskóladeild eru börn á aldrinum 4-6
ára og í grunnskóladeild eru nemendur
þar til skyldunámi lýkur. Árið 1978
voru samþykkt lög um framhaldsdeild
Heyrnleysingjaskólans og var þar með
brotið blað í sögu skólans. Deildin á að
auðvelda nemendum framhaldsnám og
starfsval og búa þá undir nám í þeim
greinum sem þeir hafa valið sér. Deildin
á ennfremur að veita nemendum aðstoð
í framhaldsskólunum með tilliti til þarfa
hvers og eins.
Ný heimavist tók til starfa haustið
1973 og þar búa þeir nemendur skólans
sem eiga heima úti á landi. í hverju
heimavistarhúsi er húsmóðir sem annast
7-8 nemendur á aldrinum 4-19 ára. I
heimavist búa einnig fjölskyldur hús-
mæðranna. Leitast er við að gera hverja
heimavist sem Iíkasta stóru heimili og er
mikil áhersla lögð á að nemendurnir eigi
þar öruggt athvarf.
Hér á eftir verður rætt við Guðlaugu
Snorradóttur skólastjóra og þrjá kenn-
ara, þau Bryndísi Guðmundsdóttur,
Gunnar Salvarsson og Rúnar Björgvins-
son.
Er ekki erfitt fyrir heyrandi fólk að
setja sig í spor þeirra sem heyra lítið eða
ekkert?
Guðlaug: Jú, það er mjög erfitt. Ef
fólk vill fá einhverja vísbendingu um
hvernig það er að vera heyrnarlaus ætti
það að loka fyrir talið í sjónvarpstæk-
inu sínu, horfa á þulinn eða atburðina á
skjánum og athuga hvað það skilur.
Gunnar: Þótt við setjum upp eyrna-
hlífar eða troðum töppum í eyrun heyr-
um við samt alltaf eitthvað. Við getum
aldrei skynjað til fullnustu hvernig er að
vera heyrnarlaus.
Hafa táknmálsfréttirnar í sjónvarp-
inu vakið athygli fólks. á málefnum
heyrnarlausra og heyrnarskertra?
Gunnar: Við vonum að þær hafi haft
þau áhrif. Ég held að nokkur umræða
um heyrnarleysi hafi sigit i kjölfar
þeirra og vísast hefur skilningur fólks í
þessu efni aukist. Ég held til dæmis að
táknmálsfréttirnar hafi dregið úr for-
dómum í garð heyrnarlausra og heyrn-
arskertra.
Hvers konar fordóma áttu við?
Gunnar: ..Sumir virðast hafa orðið
undrandi þegar þeir sáu heyrnarskerta
Texti: Stefán Jökulsson Myndir: Gestur Gunnarsson