Ný menntamál - 01.06.1983, Qupperneq 50

Ný menntamál - 01.06.1983, Qupperneq 50
H ey wnLeysl ncoa sköLlnn Nokkur ungmenni sátu við borð í kaffi- húsi. Eg gat ekki stillt mig um að fylgj- ast með þeim í laumi. Samt skildi ég ekki hvað þeim fór í milli því ekkert heyrðist. Hendur á lofti. Tákn. Ótal svipbrigði. Augnatillit. Þetfa atvik minnti mig á skóla þeirra sem heyra illa eða ekki. Ég hafði frétt að margt athyglisvert væri að gerast í Heyrnleysingjaskólanum óg hringdi því til Guðlaugar Snorradóttur skólastjóra og spurði hvort ég mætti koma í heim- sókn. Það reyndist auðsótt mál. Heyrnleysingjaskólinn í Reykjavík er austan við Öskjuhlíð. Byggingar skól- ans eru fimm: Skólahúsið, mötuneytið, rauða húsið, gula húsið og græna húsið. í hinum fjórum -síðastnefndu er m.a. heimavist, framhaldsdeild og smíða- stofa; húsið eru kennd við litinia á úti- hurðunum. Út um gluggann á skrifstofu skólans blasa við túnin á Leynimýri. Þá tekur hlíðin við; þar eru litir oft fagrir. Efst hreykja vatnsgeymarnir sér og fylgjast með mannaferðum á Bessastöð- um og víðar. Lóurnar koma snemma á Leynimýrartúnið og líklega eiga þær gott samstarf við Veðurstofuna — sem er skammt frá — þegar þær æfa þar flug á haustin. Skólinn er eina stofnun sinnar teg- undar hér á landi. Hann starfar sam- kvæmt lögum frá árinu 1962 og reglu- gerð um sérkennslu frá 1977. Ríkið rekur skólann að öllu leyti. Meginhlut- verk hans er að kenna heyrnarlausum eða heyrnarlitlum börnum að skilja mál og tala. Ennfremur á hann að veita þeim tilsögn í lögskipuðum námsgrein- um nemenda í grunnskólum. Heyrnar- skert börn eru skólaskyld frá 4 ára aldri til 18 ára aldurs. Heyri barn svo lítið að það geti ekki lært málið á eðlilegan hátt ber foreldrum að senda það til náms í Heyrnleysingjaskólanum. í vetur eru 86 nemendur í skólanum. I athugunar- og greiningardeild eru börn undir 4 ára aldri, sem talin eru heyrnar- skert, tekin til athugunar og meðferðar. í forskóladeild eru börn á aldrinum 4-6 ára og í grunnskóladeild eru nemendur þar til skyldunámi lýkur. Árið 1978 voru samþykkt lög um framhaldsdeild Heyrnleysingjaskólans og var þar með brotið blað í sögu skólans. Deildin á að auðvelda nemendum framhaldsnám og starfsval og búa þá undir nám í þeim greinum sem þeir hafa valið sér. Deildin á ennfremur að veita nemendum aðstoð í framhaldsskólunum með tilliti til þarfa hvers og eins. Ný heimavist tók til starfa haustið 1973 og þar búa þeir nemendur skólans sem eiga heima úti á landi. í hverju heimavistarhúsi er húsmóðir sem annast 7-8 nemendur á aldrinum 4-19 ára. I heimavist búa einnig fjölskyldur hús- mæðranna. Leitast er við að gera hverja heimavist sem Iíkasta stóru heimili og er mikil áhersla lögð á að nemendurnir eigi þar öruggt athvarf. Hér á eftir verður rætt við Guðlaugu Snorradóttur skólastjóra og þrjá kenn- ara, þau Bryndísi Guðmundsdóttur, Gunnar Salvarsson og Rúnar Björgvins- son. Er ekki erfitt fyrir heyrandi fólk að setja sig í spor þeirra sem heyra lítið eða ekkert? Guðlaug: Jú, það er mjög erfitt. Ef fólk vill fá einhverja vísbendingu um hvernig það er að vera heyrnarlaus ætti það að loka fyrir talið í sjónvarpstæk- inu sínu, horfa á þulinn eða atburðina á skjánum og athuga hvað það skilur. Gunnar: Þótt við setjum upp eyrna- hlífar eða troðum töppum í eyrun heyr- um við samt alltaf eitthvað. Við getum aldrei skynjað til fullnustu hvernig er að vera heyrnarlaus. Hafa táknmálsfréttirnar í sjónvarp- inu vakið athygli fólks. á málefnum heyrnarlausra og heyrnarskertra? Gunnar: Við vonum að þær hafi haft þau áhrif. Ég held að nokkur umræða um heyrnarleysi hafi sigit i kjölfar þeirra og vísast hefur skilningur fólks í þessu efni aukist. Ég held til dæmis að táknmálsfréttirnar hafi dregið úr for- dómum í garð heyrnarlausra og heyrn- arskertra. Hvers konar fordóma áttu við? Gunnar: ..Sumir virðast hafa orðið undrandi þegar þeir sáu heyrnarskerta Texti: Stefán Jökulsson Myndir: Gestur Gunnarsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Ný menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný menntamál
https://timarit.is/publication/2011

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.