Ný menntamál - 01.06.1983, Side 44

Ný menntamál - 01.06.1983, Side 44
leika okkar kennaranna og nemendanna og í raun þróunarmöguleika þjóðfélags- ins í heild. Ég álít að skólinn sé á villigötum, m.a. vegna þess að margir trúa þvi að þar eigi að deila og drottna og að þeir, sem skipuleggja skólastarfið, viti nánast með vissu hvað sé nemendum fyrir bestu. Prófin eru í samræmi við slíkar hugmyndir. Eins og ég sagði áður byggj- ast þau einmitt á því að menn, sem telja sig vita betur en aðrir, ákvarði við hvað skuli miðað. Gagnvirkt mat beinist gegn slíkum einstefnuáhrifum. Gagnvirkt mat er erfitt í framkvæmd. Ekki er t.d. hægt að ákveða afdráttar- laust fyrirfram hvaða aðferðum skuli beita. Aðferðirnar hljóta að fara eftir aðstæðum, einstaklingum og viðfangs- efnum hverju sinni. Til þess að slíkt mat geti átt sér stað þarf að ríkja gagn- kvæmt traust milli kennarans og nem- andans. Þess vegna tengist gagnvirkt mat því námstarfi sem við hljótum að stefna að, námstarfi þar sem fólk ber traust hvert til annars, þar sem hver ber virðingu fyrir öðrum og þar sem allir eru reiðubúnir að læra af öðrum hvort sem þeir eru nemendur eða kennarar. Þess vegna get ég ekki greint á milli gagnvirks mats og þroskandi náms. Þetta tvennt verður að fléttast saman. Þess vegna er það út í hött að matið fari einungis fram t.d. í janúar eða maí eins og oft gerist í skólum. Gagnvirkt mat er forsenda þroskandi náms. Þroskandi nám getur ekki orðið án stöðugs gagn- virks mats. Skilji ég þig rétt þá á matið ekki ein- vörðungu að vera viðfangsefni kennara heldur allra þeirra sem í skólanum starfa? Að sjálfsögðu. Og það er alls ekjcert lögmál að niðurstöður matsins séu gefn- ar til kynna með tölu eða einkunn sem sett er fram sem einhvers konar sam- nefnari veruleikans. Matið er ekkert slíkt enda þótt við getum að sjálfsögðu notað tölur, orð, setningar eða hvað sem við viljum til að túlka niðurstöður okkar. Matið felst í þeim samskipt- um sem leiða til slíkra niðurstaðna. Við getum reyndar ekki látið þar við sitja því að matið felst ekki síður í því hvern- ig við skynjum þessar niðurstöður, not- um þær og byggjum á þeim. Ef menn ihuga ekki og gagnrýna forsendur mats- ins eða huga ekki að áhrifum þess verð- ur matið einskis virði og jafnvel skað- legt. En nú hljóta menn að efast um ýmsa þætti þessa gagnvirka mats. Þú segir að kennarar og nemendur eigi að fást við matið í sameiningu. Nú er það svo að staða þessara tveggja hópa í skólastof- unni er afar ólík. Annars vegar er kenn- arinn með reynslu, menntun og þroska en hins vegar nemendurnir, oft lítil börn eða óharðnaðir unglingar. Hvernig getur t.d. kennari sem annast byrjenda- kennslu beitt aðferðum af þessum tagi? Já, það er að sjálfsögðu vandasamt en tengist skemmtilega því sem ég sagði áðan um mannlegt eðli og því hvernig við lærum og þroskumst. Ég skal nefna dæmi. Ég hef stundum sagt að það sé sama hversu oft við segjum börnum okkar á vissum aldri að þurrka af fótunum eða hengja upp fötin sín — þau gera það ekki, a.m.k. ekki börnin mín. En svo kemur að þvi að einn góðan veðurdag að þau fara að hengja upp fötin sín og raða skónum sínum. Kannski hvarflar það að okkur að það sé vegna þess að við höfum tönnlast nógu oft á þessu og höfum þess vegna ioksins uppskorið ár- angur erfiðis okkar. En í raun hefur ekkert þess háttar gerst. Ef grannt er skoðað má sjá að þetta dæmi tengist kennslu og e.t.v. þeirri fullyrðingu sem stundum er haldið fram í gamni að eng- inn geti kennt öðrum nema hinn sami sé tilbúinn að læra sjálfur. Þetta snertir einmitt hugmyndir mínar um mat. Mat hvetur ekki eða þroskar nema það sé hluti af okkur sjálfum, sbr. það að nám leiðir ekki til annars en þululærdóms eða hegðunar sem tengist ótta eða undirgefni nema viðkomandi sé sjálfur virkur í náminu. í þátttökunni felst að sjálfsögðu réttur til ákvörðunar en einnig ábyrgð. Hver einstaklingur verður að geta tekið ákvarðanir um nám sitt. Af þessu leiðir að kennarar mega aldrei þykjast vita rétt svör við öllum spurningum eða vita alltaf betur en nemandinn hvað honum er fyrir bestu. Kennarinn má aldrei telja víst að hann viti betur en barnið hvenær því hentar að byrja að læra að lesa, svo nefnt sé eitt dæmi af mörgum. Auðvitað hefur kennarinn oft góða yfir- sýn en hann má aldrei halda að hann einn viti og þess vegna megi hann hafa skoðanir og hugmyndir nemenda að engu. Með þessu er ég alls ekki að segja að kennarinn geti ekki haft vit á hinu og þessu — það er bara ekki kjarni máls- ins. Þetta er ekki spurning um þekkingu — heldur samskipti. Þegar ég byrjaði að kenna fyrir tutt- ugu árum mátti kennari helst aldrei standa á gati, ekki einu sinni þegar um ómerkilegustu staðreyndir var að ræða. Slíkt var nánast synd og nemendur, kennarinn sjálfur og samkennarar hans álitu að slík frammistaða væri til marks um að kennarinn væri ekki starfi sínu vaxinn. Margir trúðu því á þeim árum, og svo er enn, að góður kennari þurfi bara að vita nógu skrambi mikið um eitthvert ákveðið svið, helst þá náms- grein sem hann á að kenna. Ég held því fram að það skipti ekki mestu máli hvaða þekkingarmola við getum borið á borð. Aðalatriðið varðandi kennslu og mat er skilningur á því sem gerist við samskipti, skilningur á eðli manneskj- unnar. Kennarinn verður að skilja aðra — Ieitast við að læra að þekkja nem- endur — og ekki síður sjálfan sig. Þú hvetur kennarann til að íhuga eigin stöðu, helst með samkennurum sínum og nemendum, og þú ætlast til að hann brjóti mál til mergjar og að hann bregð- ist við í samræmi við niðurstöður. En hafa kennarar þetta svigrúm? Hvað um viðhorf foreldra, samkennara, náms- efnið og námskrána, J'rœðslustjóra, námstjóra, sálfrœðideildir, sérfrœð- inga? Hverju ræður kennarinn íraun ? Já, oft virðist svigrúmið lítið. Og við megum heldur ekki gleyma sérfræðing- um í námsmati! En ekkert af þessu sem þú nefndir réttlætir það að einstaklingurinn, hvar sem hann stendur, sitji hjá, sé „stikk- frí“ og sætti sig við að vera leiksoppur umhverfisins. Ábyrgðin hverfur ekki með sinnuleysi. Hér erum við komnir að flóknu heimspekilegu máli. Þetta er spurningin um raunverulegt frelsi manna. Um það hafa menn deilt um Iangan aldur. Sumir heimspekingar halda því fram að maðurinn sé alltaf frjáls og að frelsið verði aldrei af honum tekið. Ég hallast að þessu skilningi. En frelsi fylgir ábyrgð á athöfnum og gerðum — og ég vildi taka dýpra í árinni og halda því fram að við berum einnig ábyrgð á því sem við gerum ekki. Ef við skoðum málið grannt þá berum við bæði ábyrgð á því sem við gerum og gerum ekki. Ég á t.d. alltaf erfitt með að kyngja því þegar kennarar og nem- endur bera fyrir sig ytri skilyrði, lög, reglugerðir eða fyrirmæli frá vfirvöld- 44

x

Ný menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný menntamál
https://timarit.is/publication/2011

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.